Morgunblaðið - 06.03.2015, Page 32

Morgunblaðið - 06.03.2015, Page 32
32 | MORGUNBLAÐIÐ F ermingin markar mikilvæg tímamót í lífi einstaklingsins. Fermingardagurinn er hátíð- legur dagur sem gaman er að festa á mynd og íslensk hefð að ferm- ingarbarnið heimsæki ljósmynda- stúdíó og láti mynda sig í tilefni dags- ins. Fermingarmyndirnar skipa oft heiðurssess á veggjum og í hillum heimilisins og eru verðmæt heimild um æviskeið þegar unglings- og full- orðinsárin voru rétt handan við horn- ið. Harpa Hrund Bjarnadóttir ljós- myndari (http://www.harpahrund.is/ www.harpahrund.is) segir fermingar- myndirnar oft með verðmætustu eig- um fólks og eitthvað sem ekki má sleppa. „Þegar ég fermdist sjálf var látið duga að taka myndir af mér úti í garði með heimilismyndavélinni. Mér fannst ég sleppa ósköp vel og var á þessum aldri ekki mjög spennt fyrir að vera mynduð, en sé í dag mjög eft- ir því að eiga ekki faglega teknar fermingarmyndir.“ Gott að mynda með fyrirvara Að sögn Hörpu er algengt að ferm- ingarmyndirnar séu teknar 3-4 vikum fyrir fermingardaginn. Er þá búið að kaupa fermingarfötin á unglinginn, hægt að mynda bæði hann og fjöl- skyldumeðlimi og hafa myndirnar til- búnar og til sýnis í fermingarveisl- unni. „Sú tíð er liðin að barnið sé drifið með hraði til ljósmyndara strax eftir fermingarathöfn og svo haldið rakleiðis í veisluna, enda hefur fólk í mörgu öðru að snúast á þessum degi og gott að losna við umstangið.“ Stúlkurnar eru oft með vandaða hárgreiðslu þegar þær eru fermdar, en yfirleitt er gerð prufugreiðsla nokkru áður og hægt að taka ferm- ingarmyndirnar við það tækifæri. „Þá getum við líka tekið hluta mynd- anna með hárið tekið niður, með hversdagsgreiðslu, til að eiga fjöl- breyttari myndir af fermingarstúlk- unni,“ útskýrir Harpa. Enginn asi Það er ávísun á betri myndir að taka fermingarmyndirnar í tíma, þannig að allir séu afslappaðir og enginn asi á myndatökunni. „Streita og áhyggjur eiga það til að skína í gegn á myndunum. Ef fólk er rólegt og ekki í tímaþröng nást fallegri myndir jafnt af fermingarbarninu sem og öðrum fjölskyldumeðlimum.“ Er það út af þessu sem Harpa ráð- leggur viðskiptavinum sínum að gefa sér góðan tíma í myndatökuna og velja ljósmyndatilboð sem gerir ráð fyrir nægilegum mínútufjölda. „Það er mikill munur á fermingarmynda- töku sem tekur kortér eða hálftíma annars vegar, og einn og hálfan til tvo tíma hins vegar. Þegar ljósmyndari og fyrirsæta geta gefið sér betri tíma verður andrúmsloftið mun rólegra, svipbrigði eðlilegri og fallegri og út- koman betri. Stundum er ekki einu sinni hægt að byrja að smella af fyrr en fimmtán til tuttugu mínútur eru liðnar, til að gera þann sem situr fyrir afslappaðan og rólegan og fá hann til að „gleyma“ myndavélinni.“ Hvíti kyrtillinn hverfur Í fermingarmyndatökunni er al- gengt að blanda saman myndum af barninu og svo ýmsum myndum af fjölskyldumeðlimum, einum og sér eða saman. Harpa segir suma velja að skipta myndatökunni í tvennt, þar sem teknar eru fermingarmyndir í aðdraganda athafnarinnar og svo aft- ur að fermingarbarnið er myndað um sumarið. „Mjög hefur dregið úr því, en þekkist samt enn, að fólk vilji fá þessa dæmigerðu fermingarmynd af barninu, í hvítum kyrtli og með sálmabók. Frekar vill fólk fá nokkurs konar tískumyndir af ferming- arbarninu í sparifötunum og í hvers- dagsfatnaði. Einnig fjölgar börnum sem fermast borgaralega og þá á kyrtillinn ekki við. Er líka algengt að taka myndir sem tengjast áhugamáli barnsins. Taka börnin t.d. með sér fótboltabúninginn sinn, eða fá lánaða vandaða ballettbúninga frá dansskól- anum sínum,“ segir hún. Harpa mælir með því að ferming- arbarnið fái sjálft að ráða hvaða fatn- að og „leikmuni“ það tekur með í myndatökuna. Þannig fáist oft skemmtilegasta útkoman og per- sónuleikinn skíni í gegn. „Mér er minnisstæður einn strákurinn sem valdi að koma til mín í vinnugall- anum, en hann stundar það að gera upp bíla, og komu mjög flottar mynd- ir úr þeirri töku. Í önnur skipti hef ég t.d. lagt leið mína upp í hesthús og myndað fermingarbörn með uppá- haldshestinum, í essinu sínu.“ Stífari í sparifötunum Myndir í hversdagsfatnaði virðast líka oft breyta líkamsburðum og smá- atriðum í svipbrigðum fólks. „Spari- fötin eru varasöm að því leyti að fólki hættir stundum til að stífna þegar ný- straujuð skyrtan og bindið eru komin um hálsinn.“ Að sögn Hörpu eru litmyndir farn- ar að verða meira áberandi. „Á tíma- bili voru svarthvítar myndir mjög í tísku og kannski sjö svarthvítar myndir teknar fyrir hverjar þrjár lit- myndir. Nú hefur hlutfallið snúist við og fólk biður um fleiri litmyndir en svarthvítar í hverri töku. Fyrir nokkrum árum virtust allar myndir vera bara með ýmist svörtum eða hvítum bakgrunni, en í dag eru not- aðir bakgrunnar í öllum litum og af ýmsum gerðum. Sjálf er ég með átján bakgrunna til taks í mínu stúdíói.“ Myndirnar í appi Ýmsir valkostir eru í boði hvað varðar afhendingu myndanna. Sumir vilja fá prentað albúm, aðrir stakar myndir til að ramma inn, og aðrir vilja fá stafrænt afrit til að nota eftir eigin höfði. „Ég gæti þess að veita mínum viðskiptavinum allar mynd- irnar, ef þeir kjósa það, í prent- upplausn, svo þeir geta prentað þær og notað eftir eigin hentugleika. Sum- ir vilja t.d. endilega nota myndir úr fermingarmyndatökunni á jólakortin og gegnir kortið þá tvöföldu hlutverki sem jólakort og þakkarkort til þeirra sem komu í veisluna. Myndirnar mín- ar geta þeir sótt m.a. í gegnum snjall- símaforrit og deilt þar með vinum og ættingjum.“ ai@mbl.is Betri myndir ef allir eru afslappaðir Harpa Hrund ljósmyndari segist hafa dregið mjög úr fermingarmyndum af barninu í hvítum kyrtli með sálmabók. Í staðinn vill fólk myndir sem sýna áhugamál og persónuleika fermingarbarnsins. Sú tíð virðist liðin að unglingar séu erfitt myndefni, hræddir við myndavélina og vandræðalegir. „Þökk sé snjallsímanum eru börnin dugleg að taka sjálfsmyndir og eru líka mikið mynduð af vinum sínum og félögum. Þegar kemur að ferm- ingunni eru þau orðin mjög vön myndatökum og mörg þeirra búin að finna „sinn svip“ fyrir myndir,“ segir Harpa. Alvön myndavélum Skapandi Harpa Hrund segir gott að fermingarbarnið ráði förinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.