Morgunblaðið - 06.03.2015, Síða 38
38 | MORGUNBLAÐIÐ
Laugavegur 86, 101 Rvk,
sími 511 2004,
dunogfidur.is
Glæsileg fermingartilboð
Þorvaldur fermdist um miðjan tí-
unda áratuginn, í Áskirkju. Árni
Bergur Sigurbjörnsson heitinn ann-
aðist athöfnina og minnist Þorvaldur
hans sem ljúfs og góðs manns. „Ég
og félagi minn vorum þeir lágvöxn-
ustu í fermingarhópnum og ég held
að ég hafi tekið vaxtarkippinn ári
síðar,“ segir hann um þennan eft-
irminnilega dag.
Eggjalaust veisluborð
Í minningunni var veðrið gott,
bjartur og fallegur dagur. Ferming-
arveislan fór fram á heimili fjöl-
skyldunnar í rúmgóðri kjallaraíbúð
við Laugateig. „Ég hafði mikið of-
næmi fyrir eggjum sem barn og var
því oft í þeim sporum í veislum að
eiga í basli með að finna rétti sem ég
gæti borðað. Í fermingarveislunni
var þess hins vegar gætt að þetta
væri minn dagur og á borðinu úrval
eggjalausra aðal- og eftirrétta. Var
bara ein kaka á borðinu sem innihélt
egg.“
Á þessum aldri hafði Þorvaldur
þegar stigið fyrstu skrefin á leiklist-
arferlinum og komið fram í upp-
færslum hjá Þjóðleikhúsinu. Hann
segir að leiklistin hafi sennilega litað
þá ákvörðun hans að klæðast þjóð-
legum íslenskum herrabúningi á
fermingardaginn. „Ég hafði á þessu
skeiði mjög gaman af þjóðlegum
hlutum, gömlu skáldunum og liðnum
tíma. Kannski hef ég hugsað sem svo
að fermingin væri ákveðin sviðsetn-
ing, og við hæfi að hafa þjóðlegt yf-
irbragð á deginum með rétta klæðn-
aðinum.“
Þótti gott að fara í kirkju
Ekki getur Þorvaldur munað eftir
að hann hafi upplifað fermingardag-
inn sem mjög stór tímamót. „Ég var
nú ekkert að missa mig yfir þessu,
en auðvitað var gaman að hitta alla
ættingjana og fá nýja hluti til að
leika sér með. Sem barn var ég ekki
sérstaklega meðvitaður um trúna,
en fannst samt alltaf gott að fara í
kirkju og mótaði eflaust viðhorf mitt
að systir pabba er prestur og af-
skaplega góð manneskja. Fyrir mér
Þ
orvaldur Davíð Kristjánsson
stendur í stórræðum þessa
dagana. Eftir langan feril á
leiksviði og í kvikmyndum
hefur hann í fyrsta skipti fengið að
spreyta sig á leikstjórahlutverkinu
og stýrir sýningu Nemendamóts
Verslunarskólans. Þá eru mörg járn
önnur í eldinum, stór og smá.
var trúin því alltaf einhvers konar
staður hlustunar og kærleika.“
En fermingardagurinn reyndist
mikill örlagadagur, eða öllu heldur
átti aðalfermingargjöfin eftir að
marka djúp spor. „Ég fékk mynd-
bandsupptökuvél frá Panasonic, sem
var með litlum spólum í sem hægt
var að setja í stærri spólu og stinga í
VHS-tæki. Markaði þetta upphafið
að kvikmyndaferlinum því ég og
Baldvin Albertsson félagi minn not-
uðum þessa upptökuvél nær daglega
næstu tvö árin og lékum okkur að
því að gera stuttmyndir.“
Vantar stóru spóluna
Enn á Þorvaldur pappakassa full-
an af snældum frá þessum árum.
„En því miður hef ég týnt stóru spól-
unni sem þarf til að spila þessar upp-
tökur og get þess vegna ekki horft á
þær.“
Þorvaldur man einnig eftir að hafa
fengið kvæðasafn Jónasar Hall-
grímssonar og eintak af Fjallkirkju
Gunnars Gunnarssonar. Þá hafði
hann einhvern pening upp úr krafs-
inu. „En myndbandsupptökuvélin
var það sem stóð upp úr,“ segir Þor-
valdur.
Eins og vera ber á Þorvaldur
frekar hallærislega fermingarmynd
til minningar um daginn. „Ég held
að það hafi verið í tísku hjá strákum
á þessum tíma að setja skol í hárið
og ég var með einhvern skringilegan
svartan lit í hárinu. Ég skil ekki al-
veg hvaða klipping var í gangi. Það
má alveg setja spurningarmerki við
tískustrauma þessa tímabils.“
ai@mbl.is
Smávaxinn í þjóðlegum klæðnaði
Panasonic-myndbands-
upptökuvél var á meðal
fermingargjafa Þorvalds
Davíðs, og markaði senni-
lega upphafið að kvik-
myndaferlinum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Myndarpiltur Þorvaldur segir háralitinn hafa verið undarlegan, í tísku
var að piltar settu skol í hárið. Þjóðlegur fatnaðurinn er ekki amalegur.
Viðhorf „Sem barn var ég ekki
sérstaklega meðvitaður um
trúna, en fannst samt alltaf
gott að fara í kirkju og mótaði
eflaust viðhorf mitt að systir
pabba er prestur og af-
skaplega góð manneskja,“
segir Þorvaldur Davíð Krist-
jánsson.