Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ | 51
Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar
til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku.
Þú velur upphæðina.
+ Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is
Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Vertu með okkur
BROT AF HEIMINUM
Í FERMINGARGJÖF
virtu merkin, bæði vegna þess að þar
má stóla á gæðin en einnig vegna
þess að þar eru betri möguleikar á
endursölu ef til þess kemur að ferm-
ingarbarnið vill snúa sér að öðru
hljóðfæri eða uppfæra hjá sér hljóð-
færasafnið. „Af öllum þeim gjöfum
sem börn eru að fá í tilefni af ferm-
ingunni; fatnað, tölvur, snjallsíma og
sjónvörp, þá er hljóðfæri það sem
heldur best virði sínu. Halda vönduð
hljóðfæri verðgildi sínu betur en
flest annað og geta enn verið mikils
virði eftir tíu eða tuttugu ára notk-
un.“
Ef barnið er að stíga sín fyrstu
skref inn í heim tónlistarinnar gæti
verið óvitlaust að láta námskeið í
tónlistarskóla fylgja með. Sindri seg-
ir fátt geta komið í staðinn fyrir leið-
sögn góðs kennara. „En ekki er held-
ur hægt að neita því að í dag má
komast mjög langt með hjálp nets-
ins. Þar má finna vönduð kennslu-
myndbönd þar sem farið er yfir t.d.
gítarspil, eða hvernig nota má tölvur
og stúdíótæki til að skapa tónlist.“
Enginn hávaði
Tækniframfarir í hljóðfærasmíði
þýða svo að ekki þarf að raska heim-
ilisfriðnum þó unglingurinn á heim-
ilinu fái brennandi áhuga á gítarleik,
vilji berja trommusettið dægrin löng
eða þeyta trompetinn út í eitt. „Í dag
má fá búnað fyrir flest hljóðfæri sem
stilla má þannig að hann að eyðir öllu
hljóði og beinir beint í heyrnartól
þess sem spilar. Gítarinn má tengja
við snjallsímann og stýra spiluninni
þaðan með alls kyns forritum, píanó-
framleiðandinn Yamaha býður upp á
„silent“ útgáfur og hægt að fá demp-
ara á blásturshljóðfærin sem gleypir
í sig hljóðin og sendir í heyrn-
artólin.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Fjárfesting Hvern langar ekki að eiga almennilegan gítar? Þá vantar bara hljómsveitina.
Tónar Arnar Freyr Gunn-
arsson og Sindri Heimisson.
„Í dag má fá búnað fyrir flest
hljóðfæri sem stilla má þann-
ig að hann að eyðir öllu hljóði
og beinir beint í heyrnartól.“
Riff Góðir hátalarar tilheyra
rafmagnshljóðfærum.
Þeir sem fengið hafa að læra á hljóðfæri og
mennta sig í tónlist geta vitnað um það að
hljóðfæri er gjöf sem skilur mikið eftir sig.
Sindri segir þekkingu á tónlist víkka sjóndeild-
arhringinn.
Hljóðfæri í fermingargjöf getur þannig verið
lykillinn að nýjum menningarheimi, og mann-
bætandi áhugamál. Fyrir suma getur hljóð-
færið jafnvel leikið mikilvægt félagslegt hlut-
verk og verið límið sem bindur saman
bílskúrsband skólafélaga, og eldsneytið sem
nærir stóra drauma sem gera lífið meira
spennandi.
„Tónlist er öllum holl og auðgar andann. Að
læra á hljóðfæri eða hljóðupptökutæki er
skemmtileg iðja og uppbyggileg, gefandi og
hvetjandi.“
Stórir draumar
í bílskúrnum