Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 60
60 | MORGUNBLAÐIÐ Heimsóttu okkur á Facebook - “Lavera- hollt fyrir húðina” Lífrænt vottaðar förðunarvörur NÁTTÚRULEG FEGURÐ MEÐ LAVERA Útsölustaðir: Heilsuhúsin og Lifandi markaður Fljótlegt og ljúffengt ljúfmeti fyrir veisluna Það er að mörgu að huga þegar fermingin er undirbúin og þá þarf síst á tímafrekum og flóknum uppskriftum að halda fyrir veisluna. Hér koma nokkrar vel valdar uppskriftir að veisluréttum sem gæla við bragðlaukana án þess að taka mikinn tíma eða fyrirhöfn Fylltir ostar Sniðugar hugmyndir að fylltum ostum til að nota við ýmis tækifæri. Aðferð: Gullostur fylltur með rommlegnum rúsínum, þurrkuðum apríkósum og sultuðum fíkjum. Síðan er sætu apríkósumauki smurt yfir ostinn. Stóri-Dímon fylltur með fersku basil, grilluðu eggaldini og ofn- eða sólþurrkuðum tómötum. Pinn- um með ferskum tómötum, basil og steyptum ítölsk- um osti er síðan stungið ofan í ostinn. Dala-brie með gráðaostafyllingu, þ.e. 2 msk. af stöppuðum gráðaosti ásamt 2 msk. af mascarpone- osti. Skreytið ostinn með pekanhnetum og hellið síð- an hunangi yfir. Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir Litlar samlokur í veisluna Aðferð: Hér má sjá hugmyndir að áleggi á sniðugar litlar samlokur sem henta vel í ýmsar veislur.  Með bræddum Óðalsosti, skinku, sætu sinnepi, basil og papriku.  Með bláum Höfðingja, eggaldini og hráskinku, sýrðum rjóma og basil.  Með heitum camembert, hálfum rauðum vínberj- um, fínsöxuðu rós-maríni og svörtum pipar. Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir Brauðsnittur (bruschetta) með mozzarella, tómötum og sólþurrkuðum tómötum. snittubrauð mozzarellaostur rjómaostur með svörtum pipar tómatar sólþurrkaðir tómatar Aðferð: Skerið snittubrauð í sneiðar og bakið sneiðarnar við 180°C í nokkrar mínútur eða svo þær verði stökkar. Smyrjið sneiðarnar með rjómaostinum og setjið sneið af tómat þar ofan á. Því næst sneið af mozzarella og svo þar ofan á sneið af sólþurrkuðum tómat. Höfundur: Árni Þór Arnórsson. Brauðsnittur (bruschetta) með rækjum og kotasæludressingu með avókadó snittubrauð rækjur Dressing – innihald: rifin piparrót eftir smekk salt og nýmalaður svartur pipar 2 stk avókadó 1 msk sítrónusafi 300 g kotasæla 2 tsk dijonsinnep Aðferð: Skerið avókadóið í tvennt og fjarlægið steininn, takið kjötið úr berkinum og saxið eða stappið saman með 1 msk af sítrónusafa. Blandið saman við kota- sæluna ásamt dijonsinnepi og piparrót og hrærið vel saman. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Höfundur: Árni Þór Arn- órsson Brauðsnittur (bruschetta) með sætu mangói og bökuðum gullosti snittubrauð sweet mangó chutney Gullostur Aðferð: Skerið snittubrauðið í sneiðar og bakið sneiðarnar við 180°C í nokkrar mínútur eða svo þær verði stökk- ar. Smyrjið sneiðarnar með sweet mangó chutney og setjið sneið af gullosti þar ofan á. Bakið snittuna í 2-3 mín á 180°C eða þar til osturinn hefur bráðnað að- eins. Höfundur: Árni Þór Arnórsson Hráskinka með mozzarellaosti og hvítlauksrjómaosti Forréttur fyrir 6 eða sem hluti af hlaðborði klettasalat 6 sneiðar hráskinka 1 stór kúla mozzarellaostur 50 g hvítlauksrjómaostur Aðferð: Skerið mozzarellakúluna í sex bita. Setjið klípu af hvítlauksrjómaostinum á hverja sneið af parma- skinkunni. Bætið klettasalati á hverja sneið af hrásk- inku ásamt bita af mozzarellakúlunni, rúllið sneiðinni upp. Gott sem léttur forréttur eða hluti af hlaðborði. Gott er að skera rúllurnar í tvo bita ef þetta á að vera hluti af hlaðborði, jafnvel að stinga í tannstöngli. Höfundur: Árni Þór Arnórsson Kjúklingaspjót með sveppaostasalati 600 g kjúklingabringur 125 g rjómaostur með hvítlauk 2 dl ab-mjólk 1 tsk rósmarín 1 tsk malaðaður svartur pipar Salat – innihald: 500 g blandaðir sveppir 200 g rauðlaukur 100 g vorlaukur 150 g villisveppaostur 4 msk ólífuolía 1 stk hvítlauksgeiri 2 msk söxuð steinselja 1 msk saxað timjan Aðferð: Kjúklingur – aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í strimla og marínerið í rjómaostsblöndunni. Setjið á spjót og bakið við 170°C í 12-15 mínútur. Salat – aðferð: Skerið sveppina niður, ekki of smátt, og steikið á pönnu í 2 msk af ólífuolíunni, kæl- ið síðan sveppina. Skerið laukana í bita ásamt vill- isveppaostinum, bætið saman við kælda sveppina, hrærið saman ólífuolíu, hvítlauk, steinselju og timjan, blandið saman við sveppablönduna. Höfundur: Árni Þór Arnórsson Tortilla með klettasalati, fetaosti og rjómaosti Úr þessu nást u.þ.b. 36 bitar, 6 bitar úr hverri rúllu 6 stk tortillukökur 125 g rjómaostur 300 g fetaostur 70 g klettasalat (70-100 g) Aðferð: Hitið tortillurnar á pönnu svo það sé auð- veldara að vinna með þær. Raðið á bretti eða borð. Smyrjið með rjómaosti, skiptið klettasalatinu og fetaostinum jafnt á milli. Rúlið þétt upp og kælið. Skerið í sneiðar og setjið sýrðan rjóma á toppinn. Höfundur: Árni Þór Arnórsson jonagnar@mbl.is Girnilegt Gott til að narta í. Hentugt Fallegt á borði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.