Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 64
64 | MORGUNBLAÐIÐ
Við bjóðum góðar
framtíðarhorfur
Framtíðarreikningur
Á þessum tímamótum, þegar fullorðinsárin nálgast með
öllu sínu sjálfstæði og spennandi tækifærum, er tilvalið að
ræða hvernig sparnaður og fyrirhyggja í fjármálum geti best
lagt grunn að bjartri framtíð. Okkur langar í því sambandi
að benda á kosti Framtíðarreiknings Íslandsbanka sem ber
hæstu vexti almennra, verðtryggðra innlánsreikninga og er
bundinn til 18 ára aldurs.
Kynntu þér málið betur á islandsbanki.is eða í næsta
útibúi Íslandsbanka.
Börn á fermingaraldri sem kjósa að ávaxta
30.000 kr. eða meira á Framtíðarreikningi
fá 5.000 kr. í mótframlag frá Íslandsbanka
inn á reikninginn.*
*Gildir einu sinni fyrir hverja kennitölu þeirra barna sem koma
ásamt forráðamönnum í útibú Íslandsbanka fyrir 1. júlí 2015.
islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook
R
agnar Freyr Ingvarsson,
læknir, matarbloggari og
höfundur matreiðslubóka,
hefur aldrei fermst, né látið
ferma börnin sín, en það stoppar
hann ekki í að veita góð og gagnleg
ráð fyrir fermingarveisluna.
Hann segir fermingarveislur
skemmtilegar samkomur, ekki bara
vegna þess að þar gefst tækifæri
fyrir stórfjölskylduna til að koma
saman, heldur endurspegla veiting-
arnar margar bestu hliðar íslenskr-
ar matarhefðar. Réttir á borð við
flatkökur með hangikjöti og rjóma-
pönnukökur með sultu séu sér-
íslesnkt fyrirbæri og herramanns-
matur.
Hefðirnar hitta í mark
Útgangspunkturinn í matseldinni
þarf þó yfirleitt að vera sá að geta
útbúið sem mest af ljúffengum mat,
fyrir sem minnstan pening og ekki
með mikilli fyrirhöfn enda í mörgu
öðru að snúast á fermingardaginn.
Ragnar segir að enginn þurfi t.d.
að skammast sín fyrir að bjóða upp á
hefðbundinn brauðrétt. „Bæði er
hráefnið ekki dýrt, en matseldin er
líka svo einföld að varla er hægt að
klúðra henni. Svo er það ekki að
ástæðulausu að í öllum matarboðum
er þetta rétturinn sem klárast
fyrst.“
Þeir sem vilja halda í bragðeig-
inleika brauðréttarins en bregða
samt ögn út af vananum í útfærsl-
unni ættu að prufa að baka fyllt
brauð. Er þá útbúið brauðdeig með
dags fyrirvara og flatt út í eins langa
lengju og eldhúsborðið leyfir. „Síðan
er raðað á deigið öllu þessu góða
áleggi sem fólk vill hafa: skinku,
pepperóní, osti, pestó, gráðosti,
skornum lauk, ferskum krydd-
jurtum og fleiru. Er þá lengjunni
rúllað upp, hægt að móta hana í
slaufu, bollur eða eitthvert annað
fallegt form, máski ögn af hvítlauk
og rósmaríni stráð yfir og svo stung-
ið beint í ofninn. Þar bakast brauðið
og fyllir heimilið af ómótstæðilegri
angan,“ segir Ragnar. „Að gæða sér
á heitu brauðinu er himneskt, með
bráðinn ost í hverjum munnbita. Ef
deigið er gert deginum áður og
áleggið tilbúið þarf þetta heldur ekki
að vera tímafrekt.“
Snittur eru líka upplagðar fyrir
fermingarveisluna og þurfa ekki að
vera dýrar, né sérlega flóknar, ef
fólk gerir snitturnar sjálft og setur
þær saman með skipulögðum hætti.
„Ég og faðir minn gerðum eitt sinn
700 snittur á þremur klukkustund-
um með því að hjálpast að og vinna
skipulega,“ segir Ragnar og bætir
við að faðir hans hafi mikla hæfileika
á sviði smáréttagerðar.
Feðgarnir höfðu þann háttinn á að
kaupa gott hráefni, á borð við spægi-
pylsu og camembert, gera pestó frá
grunni, og höfðu allt tilbúið og skor-
ið. Þá var snittubrauðið skorið til í
rétta stærð, penslað með hvítlauks-
olíu og stungið inn í ofninn til að rist-
ast. „Þegar fyrsti skammturinn kom
úr ofninum tók annar okkar til við að
raða á snitturnar á meðan hinn
mannaði ofninn og útbjó hvern
bakkan á fætur öðrum af hvítlauks-
pensluðu brauði. Svona má afkasta
heilmiklu í snittugerðinni.“
Eitt sem þarf að gæta vel að við
snittusmíðina er að kaupa hráefnið
af nákvæmni. „Það er gott að gera
tilraunir með þær samsetningar sem
stendur til að bjóða upp á í veislunni,
vigta svo og mæla vandlega hversu
mörg grömm eru t.d. í hverri spægi-
pylsusneið eða ostateningi, marg-
falda síðan með snittufjöldanum og
kaupa nákvæmlega rétt magn.
Þannig situr gestgjafinn ekki uppi
með þrjú kíló af umfram-camembert
eftir matseldina.“
Ragnar ítrekar að snitturnar þurfi
ekki að vera neitt sérstaklega frum-
legar. Klassískar samsetningar
reynist iðulega best og frændfólkið
fyrirgefi alveg að snittuborðið sé
hefðbundið.
Engin ferming án flatkaka
Rammíslensku réttina má ekki
vanta og þannig ætti engin ferming-
arveisla að vera án fylltra pönnu-
kaka og flatkaka með hangikjöti.
Ragnar heldur svo mikið upp á
rjómafylltu pönnukökurnar að hann
hafði þær með í einni af upp-
skriftabókum sínum, þó ekki sé rétt-
urinn flókinn.
„Hvergi hef ég fundið neitt sam-
bærilegt og kannski er þarna kom-
inn séríslenskur réttur sem hefur
verið á borðum landsmanna í alda-
raðir. Þetta er hátíðarmatur fátækr-
ar þjóðar; ekki er pönnukakan dýr
og hægt að spara fyrir rjóma þegar
von er á gestum.“
Ragnari þykir gott að setja agnar-
ögn af kaffi út í pönnukökudegið til
að gefa kökunum örlítið „kikk og fal-
legri lit“ eins og hann orðar það. Síð-
an þarf tvær mikið notaðar pönnu-
kökupönnur og vana manneskju við
eldavélina til að baka pönnukök-
urnar hverja á fætur annarri. „Feit-
an rjómann þarf að þeyta mjög vel
og ekki vitlaust að setja smá van-
illudropa eða vanillusykur saman við
til að gefa réttinum ögn meiri vídd.“
Er líka gaman að gera flatkök-
urnar frá grunni. Deigið er mjög ein-
falt, en steikingin kallar á ákveðin
vinnubrögð þar sem steiktri kökunni
er dýft í vatn og kökunum svo stafl-
að hverri ofan á aðra og leyft að
draga í sig vökvann. „Hafa verður
hugfast að panna sem er notuð í flat-
kökubakstur mun ekki eiga aft-
urkvæmt í pönnukökubaksturinn.
Nota ég eina pönnu fyrir pönnu-
kökugerðina en aðra fyrir flatkök-
urnar og nota sömu pönnu einnig
þegar ég geri nan-brauð.“
ai@mbl.is
Þarf að vera einfalt,
ódýrt og bragðgott
Það er ekki að ástæðu-
lausu að brauðrétturinn
klárast oft fyrst af öllu í
fermingarboðinu, segir
Ragnar Ingvarsson. Með
skipulögðum vinnubrögð-
um í eldhúsinu er svo hægt
að ná verulegum afköstum
í snittugerð.
Tæki „Hafa verður hugfast að panna sem er notuð í flatkökubakstur
mun ekki eiga afturkvæmt í pönnukökubaksturinn,“ segir Ragnar.
Miðað við margan hefðbundinn ís-
lenskan mat verður að segjast að ís-
lenska pönnukakan, sem í mörgu lík-
ist frönsku pönnukökunni, crepe, er
sannkallað lostæti. Hún er gjarnan
safarík og með góðu jafnvægi af
sætu, bragðstyrk og svo þessum
ljúffenga vanillukeim. Margir bæta
kaffi í uppskriftina sína og það er
bara af hinu góða (þarf ekki nema
eitt skot af espressó).
Flestir eru aldir upp við að fá
pönnukökur hjá afa og ömmu og
þannig var það líka í mínu ungdæmi.
Ég vona að fólk sé jafniðið við að
steikja pönnukökur og áður fyrr þar
sem þær eru feikigóðar – og al-
íslenskar í mínum huga þó að þær
hafi borist hingað frá Evrópu!
Og þeim má auðveldlega breyta.
Hægt er að sleppa sykri og van-
illudropum og gera „savory“-kökur í
staðinn og vefja þeim utan um
skinku, ost og sinnep. Ekki leið-
inlegt það.
Fyrir 20 pönnukökur
4 dl hveiti,
2 msk. sykur,
½ tsk. salt,
½ tsk. matarsódi,
2 egg,
1 tsk. vanilludropar,
50 g brætt smjör,
500 ml mjólk,
25 g smjör (aukalega),
250 ml rjómi,
1 msk. vanillusykur (í rjómann)
jarðarber, bláber, hindber
1. Blandið öllum þurrefnum nema
vanillusykrinum saman í skál.
2. Hrærið egg og vanilludropa
saman við ásamt mjólkinni.
3. Bætið svo brædda smjörinu út í
deigið og hrærið vel saman.
4. Hitið smjör á pönnukökupönnu
og bakið pönnukökurnar, 20 stykki
eða svo.
5. Þeytið rjómann og sigtið van-
illusykurinn yfir. Blandið saman
með sleikju.
6. Setjið eina kúfaða matskeið á
hverja köku og svo nokkur ber.
Brjótið saman og leggið á disk.
Auðvitað er hægt að bæta ljúf-
fengri sultu við þessa berjadýrð, til
dæmis bláberjasultu.
Íslenskar pönnukökur
með ferskum berjum og þeyttum vanillurjóma