Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 70
70 | MORGUNBLAÐIÐ K ra ft av er k Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa marg-víslegar viðurkenningar fyrir hljómburð og hönnun. Hægt að tengja saman þannig að 2 eða fleiri geti hlustað úr sama tækinu. Fjarstýrð símsvörun og hljóðnemi fyrir „hands free“ símtöl. Tvær gerðir og ótal litir... U R B A N E A R S • H Á G Æ Ð A H Ö N N U N • H L J Ó M F Y L L I N G & G Æ Ð I Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 www. minja.is • facebook: minja TVÆR GERÐIR: PLATTAN kr. 10.800 HUMLAN kr. 9.900 Þ að er að ótalmörgu að hyggja ef halda á ferming- arveislu með öllu tilheyr- andi, boðskortum, kertum, gestabók, servíettum, borðskrauti, hárskrauti og jafnvel skóskrauti! Það er því ekki að undra þótt margir fari þá leið að láta prenta boðskort og kaupi skrautið tilbúið en það er alltaf ákveðinn hópur sem hefur bæði tíma og ánægju af því að leggja á sig vinnuna við að föndra sem mest af veisluefninu. Þannig verða boðskortin t.d. aðeins persónulegri og oft ennþá skemmtilegri og dýr- mætari minjagripur um ferming- ardaginn. Í versluninni Föndru er boðið upp á allt milli himins og jarðar til að búa eitt og annað til fyrir ferm- inguna. „Við erum með allt í boðs- kortin, skreytiefni, dúkaefni og renninga, styttur á veisluborðið og fermingartertuna, servíettur og margt, margt fleira,“ telur Björg Benediktsdóttir verslunareigandi upp. Og ef litast er um í búðinni í dag er greinilegt að fermingar eru á næsta leiti, búið er að setja upp dúk- uð borð með skreytiefnum og vefn- aðarvörudeildin er úttroðin af nýj- um og fallegum efnisströngum fyrir fermingarkjólinn, slæður eða fatnað annarra fjölskyldumeðlima en ferm- ingarbarnsins. Björg segir að í ár sé meiri mýkt í skreytingunum en verið hefur und- anfarin ár, meira um náttúruleg efni og dálítil nostalgía jafnvel þar sem gamaldags lausnir séu notaðar. „Það er meira um blúndur og mýkt og mikið t.d. verið að skreyta krukkur til að nota undir kerti á borðinu.“ Ekkert dregið úr föndrinu Það er ekki beinlínis litadýrðinni fyrir að fara þetta árið í skreytingunum en Björg segir að svo- kölluð „natur“-lína sé ríkjandi og ef notaðir séu litir séu það helst fuschia- bleikur og petrol- túrkísblár en þeir tónar eru báðir mun dýpri og ekki eins skærir og hreinn bleikur og túrkísblár og setja því aðeins fág- aðri og fullorð- inslegri blæ á skreytingarnar þótt fólk velji litagleðina. Að sögn Bjargar hefur ekkert dregið úr því að fólk föndri boðskort og annað fyrir ferminguna þótt tölvutæknin og prentþjónustur geti sparað manni tíma. „Nei, það er ekkert minna föndrað nú en áður og okkur finnst meira um að ferming- arbarnið hafi sjálft skoðanir og velji sjálft liti og þema fyrir veisluna.“ Hún hefur fulla trú á að allir geti föndrað og búið til eitthvað persónu- legt og fallegt fyrir veisluna og seg- ist hafa allt til þess. „Það er alltaf vinsælt hjá fermingarbarninu að gera kertið sjálf(ur) en einnig að gera veifur til að skreyta með. Þá er mjög einfalt að gera nokkurs konar „bolta“, þá er bandi vafið um blöðru og það svo bleytt með stífelsi og þegar blaðran er sprengd sitja eftir mismunandi skemmtilegir boltar sem eru t.d. tengdir saman með bandi eða borða. Einnig er vinsælt að mála pappamassastafi, nafn eða upphafsstafi fermingarbarnsins, og láta standa á veisluborðinu.“ Þetta segir Björg alla geta gert og er starfsfólk Föndru reiðubúið að segja fólki til og veita leiðbeiningar um vörurnar sem eru þar til sölu. Þá heldur verslunin einnig kerta- og skreytinámskeið sem taka eina kvöldstund. Heimasaumaðir kjólar og rúmföt Fyrir þá sem vilja fara alla leið og sauma fötin fyrir ferm- inguna eða jafnvel fermingargjafirnar kennir ýmissa grasa í vefn- aðarvörudeild Föndru. „Við erum með efni í fatnað, silkisatín, blúndur og fleira í ferm- ingarkjólana en einnig damask því það er mikið verið að gera damask- rúmföt til að gefa í fermingargjöf.“ Skraut frá höfði niður á tær Fallegar skreytingar og kerti setja svip sinn á veislu- borðið í fermingarveislunni og ekki skemmir ef hand- bragðið er fermingarbarnsins sjálfs, eða einhvers úr fjöl- skyldunni. Að auki skapar það skemmtilega stemningu að koma saman og föndra dálítið mitt í öllum ferming- arundirbúningnum. Morgunblaðið/Kristinn Gamalfínt „Í ár er meiri mýkt í skreytingunum en verið hefur undanfarin ár, meira um náttúruleg efni og dálítil nostalgía,“ segir Björg Benediktsdóttir eigandi Föndru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.