Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 75

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ | 75 Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Frábært verð! 5 ÁRA ÁBYRGÐ FERMINGATILBOÐHeilsudýnan sem lætur þér líða vel! AÐEINS KRÓNUR 89.925 FERMINGAR- TILBOÐ GOLD120X200 AÐEINS KRÓNUR 67.425 FERMINGAR- TILBOÐ PLATINIUM100X200 RÚMGAFL ER AUKAHLUTUR Á MYND glúteni eða hnetum. „Svo pössum við að sjálfsögðu alltaf að bjóða upp á eitthvað girnilegt fyrir grænmet- isætur, en það vill stundum gleym- ast í veislum. Loks er það sjálf fermingarkakan, hún þarf að slá í gegn. Við myndum útbúa dásamlega brownies-köku þar sem aðaluppistaðan er svartar baun- ir. Brownies-bitunum röðum við upp í turn, til að fá svipaða stemningu og með kransakökunni. Drykkir í boði væru lífrænt kaffi, te, sódavatn, ávaxtasafar og lífrænir gosdrykkir. Á þessum árstíma er til nóg af fal- legum blómum og laukum og það er um að gera að nýta sér það til að skapa vorlega og bjarta stemningu. Að okkar mati er engin veisla án blóma.“ Fermingarveisla mæðgnanna Kínóasalat með granateplum og spergilkáli 250 g soðið kínóa 1 granatepli, kjarnarnir notaðir 200 g spergilkál, skorið í munnbita 100 g pekanhnetur, ristaðar og gróf- saxaðar 100 g kirsuberjatómatar 50 g mórber ½ agúrka, skorin í sneiðar og stein- hreinsuð ¼ rauðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar og lagður í nýkreistan appels- ínusafa í 15 mín. 2 msk. límónuhýði handfylli af ferskum kóríander handfylli af myntu eða basil handfylli af steinselju Allt sett í skál og blandað létt saman. Dressing: safi úr 1 límónu rifið hýði af 1 límónu 2 msk. ólífuolía 1 msk. sinnep 1 daðla, smátt söxuð smá himalaya/sjávarsalt Allt sett í krukku og hrist saman og hellt yfir kínóasalatið. Litlar grænkáls- og kínóabökur 2 b. soðið kínóa 4 egg, þeytt saman 1 tsk. madrass-karrí ½ tsk. cuminduft ½ tsk. sjávarsalt 2 vorlaukar, smátt saxaðir 1 b. hreinn fetaostur, mulinn 1 hvítlauksrif, pressað 1 b. smátt saxað grænkál ½ b. blómkál ¾ b. möndlumjöl Hitið ofninn í 190°C. Blandið öllu saman í skál og látið standa í nokkr- ar mínútur. Smyrjið lítil muff- insform, setjið 1 strimil af bök- unarpappír í hvert og eitt form svo auðvelt sé að ná bökunum upp úr þeim. Setjið blönduna í formin og bakið í 25-30 mín. Takið út og látið standa í 5-10 mín. áður en þið fjar- lægið bökurnar. Þessar eru góðar bæði heitar og kaldar. Spæsý kasjúmæjó 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst. 1 dl vatn 3 döðlur 2 msk. sítrónusafi 1-2 msk. sambal oelek eða annað chili- mauk 1 hvítlauksrif 1 tsk. laukduft smá himalaya/sjávarsalt nýmalaður svartur pipar Allt sett í blandara og blandað vel þangað til laust við alla kekki. Litlar sætkartöflusnittur með guacamole 2 sætar kartöflur, skornar í 1 cm þykkar sneiðar (ferkantaðar) Penslaðar með smá olíu, saltaðar með smá sjávarsaltflögum og papr- ikudufti, bakaðar í ofni við 175°C í 20-25 mín. Snúið sneiðunum við eftir 10 mín. og klárið að baka þar til þær verða gylltar. Setjið 1 kúfaða teskeið af guaca- mole ofan á hverja sætkartöflusneið. Guacamole 2 avókadó, afhýdd og skorin í bita 2 msk. rauðlaukur, smátt saxaður (má nota vorlauk) 2 msk. ferskur kóríander, saxaður 1 msk. límónusafi 1 hvítlauksrif, pressað ½ tsk. salt smá nýmalaður svartur pipar Stappið avókadó, hrærið saman við rauðlauk, kóríander, límónusafa og hvítlauk og kryddið með smá salti og nýmöluðum svörtum pipar. Grænmetisspagettí með pistasíupestó 1 rófa, afhýdd og breytt í spagettí með julienne peeler 1-2 gulrætur, breytt í spagettí með juli- enne peeler 1 rauðrófa, afhýdd og breytt í spagettí með julienne peeler 1 lítill kúrbítur, breytt í spagettí með julienne peeler 2 msk. sítrónusafi granateplakjarnar Byrjið á að setja „spagettíið“ í skál, veltið því upp úr sítrónusafa og látið standa smástund. Dreifið því síðan í litlar krukkur, setjið pestó- slettu ofan á og toppið með gran- ateplakjörnum. Pistasíupestó 40 g pistasíuhnetur 30 g kasjúhnetur (gott að rista þær) 1 búnt basil 1-2 msk. sítrónusafi 1 msk. næringarger 1 hvítlauksrif, pressað smá himalayasalt 1 dl kaldpressuð ólífuolía Setjið allt í matvinnsluvél nema ólífuolíu og blandið í smástund, ekki of lengi svo þetta verði ekki að mauki. Hrærið olíunni út í með gaffli í lokin. Pestóið geymist í rúma viku í kæli í loftþéttu íláti. Litlar pítsur Botn: 250 g gróft spelt 3 tsk. vínsteinslyftiduft ½ tsk. sjávarsalt 1-2 msk. kaldpressuð jómfrúarólífuolía ca. 130 ml heitt vatn Blandið þurrefnunum saman í skál, eða í matvinnslu- eða hrærivél, það er mun auðveldara, olíunni bætt út í og allt hnoðað saman. Deigið er tilbúið þegar það myndar kúlu. Strá- ið smá spelti á borðið og fletjið deig- ið út frekar þunnt, takið svo glas í þeirri stærð sem þið viljið hafa pits- urnar og skerið út litla hringlaga botna. Setjið bökunarpappír á ofn- plötu og botnana þar ofan á og for- bakið við 200°C í 3-4 mín., takið plöt- una úr ofninum og leggið rakt viskustykki yfir svo botnarnir harðni ekki. Sósa: 4 msk. tómatmauk 2 dl maukaðir tómatar 1-2 hvítlauksrif 1 tsk. óreganó rifinn ostur að eigin vali, t.d. vegan day- ia ostur eða lífrænn cheddar Sósu og osti dreift jafnt yfir pitsu- botnana, plötunni stungið aftur inn í ofn og pitsurnar bakaðar þar til ost- urinn er bráðnaður (örfáar mínútur). Brownies-fermingarkaka (Ath. þetta er einföld uppskrift, til þess að útbúa brownies-turn þarf að tvöfalda hana) 400 g soðnar svartar baunir, skolaðar og þerraðar 350 g kókospálmasykur eða hrásykur ¾ dl kókosolía 60 g kakóduft 50 g möndlumjöl (eða góð glútenlaus mjölblanda fyrir þá sem eru með hnetuofnæmi) 1 tsk. vínsteinslyftiduft 1 tsk. vanilla ¼ tsk. sjávarsaltflögur 1 dl chia-fræ, möluð 1 ½ dl vatn 150-200 g dökkt 70% súkkulaði, saxað Byrjið á að hræra chia-fræin út í vatn og látið þau draga í sig vökv- ann. Á meðan setjið þið svörtu baun- irnar í matvinnsluvél og maukið. Bætið síðan öllu nema súkkulaðinu út í, líka chia-blöndunni, og blandið saman í deig með því að nota pulse- takkann. Þegar þetta er orðið að deigi er súkkulaðinu loks bætt sam- an við. Setjið bökunarpappír í fer- kantað form og hellið deiginu í það, bakið við 175°C í 50-60 mín. Ath.: eft- ir 20 mín. er álpappír settur yfir kök- una í ofninum til þess að hún brenni ekki, hann aftur fjarlægður 20 mín. síðar og kökunni leyft að klára að bakast án álpappírs. Fjölskyldupönnukökur Í hverri stórfjölskyldu er a.m.k. einn pönnukökumeistari. Finnið meistarann og fáið hann til að baka pönnukökur fyrir veisluna, flestir taka mjög vel í það. Í okkar fjöl- skyldu er það amma Hildur sem bak- ar dásamlegar, grófar pönnukökur úr spelti. Allir elska pönnukökurnar hennar ömmu. beggo@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.