Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Side 3

Bókasafnið - 01.09.2009, Side 3
bókasafnið Landskerfi bókasafna hf. www.landskerfi.is gegnir.is er vefviðmót bókasafnskerfis sem hýsir samskrá íslenskra bókasafna. Í samskránni eru einkum bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlistarefni og myndefni. Allar prentaðar íslenskar bækur og íslensk tímarit eru skráð í gegnir.is. Kerfið veitir aðgang að upplýsingum um safnkost flestra bókasafna landsins, auk þess sem margvísleg þjónusta er í boði fyrir notendur. Efnisyfi rlit 4 Dr. Ágústa Pálsdóttir Framhaldsnám á meistarastigi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands 7 Dr. Ágústa Pálsdóttir NORSLIS – Samstarf um doktorsnám í bókasafns- og upplýsingafræði á Norðurlöndunum og í Baltnesku ríkjunum 10 Ólöf Benediktsdóttir Hugmyndafræði flokkunar – straumar og stefnur 16 Þórdís T. Þórarinsdóttir Upplýsingalæsi – Gildi þess í upplýsinga- og þekkingarþjóðfélaginu 23 Hrafn Harðarson og Margrét Sigurgeirsdóttir Maður lifir lengur með því að fara oft á bókasafnið sitt! 24 Hrafn Harðarson Tvö ljóð 25 Gunnhildur Björnsdóttir Menningarstefna og listbókasöfn 30 Gunnhildur Manfreðsdóttir Þekkingarfyrirtækið Gagnavarslan ehf. 34 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Þekkingarveita í allra þágu – Stefna Landbókasafns Íslands - Háskólabókasafns 2009-2012 38 Þórhildur S. Sigurðardóttir Um bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 41 Bragi Þorgrímur Ólafsson Dýrgripur Ragnheiðar Finnsdóttur: stutt frásaga af gömlu handriti 42 Minningarorð 43 Bækur og líf 46 Afgreiðslutími safna 50 Höfundar efnis Frá ritstjóra Hefð hefur verið fyrir því að Bókasafnið komi út að vori og er það að ýmsu leyti hagstæðara. En eins og síðasta hefti er þetta seint á ferðinni og ber ritnefnd það fyrir sig að hafa tekið seint við. Áætlað er að næsta hefti komið út að vori. Efni þessa heftis er af ýmsu tagi. Sagt er frá framhaldsnámi á meistarastigi og doktorsnámi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands, en í þeim fræðum sem öðrum hefur framhaldsnám efl st mjög á undanförnum árum. Í síðasta hefti var vikið að sögu þessarar námsgreinar við Háskóla Íslands í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá því að kennsla í henni hófst. Segja má að upplýsingafræði séu fræði nútímans enda oft talað um upplýsingasamfélag. Það orð var reyndar farið að nota fyrir meira en þremur áratugum og síðan hefur orðið gífurleg þróun í þessum efnum. Um svipað leyti og orðið upplýsingasamfélag komst á kreik varð til annað hugtak, upplýsingalæsi, og um það er fj allað í grein í þessu hefti. Hin hraða þróun kallar á ýmiskonar endurskoðun í bókasafns- og upplýsingafræðum. Fyrir bókavörðinn er fl okkunarkerfi bókasafnsins eins og heili líkamans og dags daglega er það fj arri honum að krukka mikið í undirstöður þess. En hér birtist nú grein um þróun fl okkunarkerfa og nýjustu hugmyndir um endurskoðun þeirra. Þá er grein um samband menningarstefnu og listbókasafna. Tvær greinar eru um háskólabókasöfn, annars vegar um stöðu bókasafns Menntavísindasviðs Háskóla Íslands eftir að Kennaraháskólinn sameinaðist Háskóla Íslands, og hins vegar er grein um nýja stefnumörkun Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Einn ritnefndarmaður, Kristína Benedikz, lét af störfum á árinu. Í stað hennar hefur Áslaug Óttarsdóttir veitt ritnefndinni lið, þótt ekki hafi hún verið formlega kosin eða skipuð til þess, og er hún talin með í ritnefndinni með þeim fyrirvara. Á vegum Upplýsingar koma nú út tvö tímarit, Bókasafnið og Fregnir. Þá rekur félagið líka vefi nn upplysing.is. Rætt hefur verið um að fara yfi r þessa útgáfustarfsemi alla og skipuleggja hana betur. Í því samhengi hefur verið rætt um að hafa Bókasafnið að hluta ritrýnt og auka þannig vægi þess í fræðaheiminum. Brýnt er að halda jafnframt fj ölbreytileika tímaritsins þannig að það verði í senn traust og fræðilegt og létt og aðgengilegt. Það er von ritnefndar að allir félagar Upplýsingar geti hlakkað til að fá Bókasafnið í hendurnar. Einar Ólafsson Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða Lyngási 18 | 210 Garðabæ | Sími 864-6220 | Netfang: upplysing@upplysing.is Veff ang: www.upplysing.is Prentun: GuðjónÓ Veff ang: www.bokasafnid.is Mynd á kápu er eftir Kristínu Arngrímsdóttur. Kristín er í hópi fl eiri listamanna sem hafa unnið í Borgarbókasafni Reykjavíkur. Þar gegnir hún stöðu deildarbókavarðar en auk hefðbundinna bókavarðastarfa hefur hún sinnt myndskreytingum og kennt í rit- og listsmiðjum á vegum safnsins. Ritnefnd: Einar Ólafsson, ritstjóri – bokasafnid.timarit@gmail.com Kristína Benedikz, aðstoðarritstjóri Kristín Ingunnardóttir, gjaldkeri – kingunnar@gmail.com Sigurborg B. Ólafsdóttir, ritari – sigurborg@internet.is Hallfríður Hr. Kristjánsdóttir, vefstjóri – hhk1@bok.hi.is Áslaug Óttarsdóttir – aslaugo@hi.is Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science Abstracts (LISA) Bókasafnið • 33. árgangur september 2009 • ISSN 0257-6775

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.