Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.09.2009, Qupperneq 13

Bókasafnið - 01.09.2009, Qupperneq 13
13 bókasafnið efnisgreiningu. Út komu kennslubækur um efnisgreiningu og flokkun, t.d. kom hin ágæta bók A.C. Foskett (1997), „The subject approach to information“ fyrst út árið 1969. Þar gerir hann m.a. ítarlega grein fyrir flokkunarkerfum og lögmálum við flokkun. Foskett setur ekki fram nýjar kenningar í flokkun en leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa ávallt þarfir notenda í huga. Hin mikla útþensla þekkingar og útgáfu eftir seinna stríð, nýjar vísindakenningar og samruni og samnýting þekkingar á ýmsum sviðum hefur haft sín áhrif á flokkunarfræðin. Þróun smátölvunnar og auknir möguleikar á leit og tengingu hefur sett mikinn svip á fræðin síðustu áratugina. Kenningar í heimspeki, bókmenntum, sálfræði, félagsfræði, málvísindum, náttúrufræði o.fl. fræðigreinum eru notaðar til að skilgreina hugtök í þekkingarstjórnun og efnisflokkun. Sem dæmi má taka að sænskur bókasafnsfræðingur, Joacim Hansson (1999), hefur notað túlkunaraðferðir bókmenntafræðinnar og heimspekinnar, þ.e. frummynda- kenningu Platons og Aristotelesar „mimesis“, til að skoða speglun hins sænska SAB flokkunarkerfis bæði á þjóðfélaginu sænska frá byrjun 19. aldar og sögu almenningsbókasafnanna í Svíþjóð. Skilgreiningar á efnisgreiningu og efnisleit í upplýsinga- fræði eru í auknum mæli álitnar forsendur flokk unar. Komið hafa fram staðlar og reglur sem hægt er að nota við efnisgreiningu, t.d. ISO 5963 frá 1985 (á íslensku ÍST ISO 5963 (1994)) og ISO 2788 frá 1986 sem ÍST 90 (1991) er byggður á. Í skrifum upplýsingafræðinga síðustu áratugi 20. aldar má greina ýmis spennandi sjónarmið og hugmyndafræði sem byggir þó að ýmsu leyti á kenningum þeirra eldri. Birger Hjørland (1997 og 2003) telur að kenning um „efni“ sé forsenda kenningar um efnisgreiningu í flokkun og lyklun. Hann telur að „efni“ rits eða skjals megi skilgreina sem hinn þekkingarfræðilega kjarna þess. Skilgreining þess sé fræðilega síbreytileg og felist í greiningu þekkingarsviða sem byggist á vísindalegri heimspeki ásamt félagsfræði og sögu fræðasviða. Hann gagnrýnir gildandi ISO staðal 5963 um efnisgreiningu og telur hann ekki taka tillit til mismunandi fræðasviða eða krefjast ákveðinnar greiningar á þeim. Að hans áliti ætti tenging efnis í flokkun ekki að vera háð líkindum eða sameiginlegum eiginleikum heldur ætti að flokka saman gögn sem þjóna líku eða sama hlutverki. Góð flokkunarkerfi og kerfisbundnir efnisorðalyklar eigi að tryggja bæði hámarks svörun við spurningum sem fyrir þau eru lögð en einnig að gefa möguleika á að notandinn geti fengið yfirsýn á ákveðnu efnissviði og vafrað um kerfið og spurt nýrra spurninga. Susan Leigh Star (1998) veltir fyrir sér aðferðafræðilegum tengslum í félagsfræði og flokkun. Hún ber saman liðflokkun Ranganathans og grundaða kenningu í félagsvísindum. Líkt og í PEMST greiningu í liðflokkun sé í grundaðri kenningu reynt með nákvæmri sundurgreiningu og samanburði að nálgast kjarna hvers hugtaks. Bæði í liðflokkun og grundaðri kenningu sé litið á þekkingarforðann sem óendanlegan, opinn og breytilegan. Star telur efnisgreiningu gagna vera mjög fljótandi og tengingar milli þeirra síbreytilegar. Möguleikarnir á að hluta niður og nota hluta skjala eða rita í tölvu hafi í för með sér að bókfræðileg flokkun sé nú ekki aðeins bundin hefðbundnum fræðigreinum heldur líka vinnuferlum, tjá skiptum og ritun. Breytingar á eðli upplýsingaleitar, tölvuvinnslu á neti og aðferðum við eigindlegar rannsóknir geri það æ nauðsynlegra að finna nýjar leiðir til að flokka og greina hugtök. Hope A. Olsson (1998) tekur til athugunar hlutdrægni í flokkun og vill tengja hana eðli flokkunar sem félagslegs fyrirbæris. Hún endurspegli sömu hlutdrægni og menningin sem skapar hana. Í flokkunarkerfum sé líkum upplýsingum skipað saman og settar í samhengi við skyldar upplýsingar. Möguleikarnir á að tengja upplýsingar á mismunandi hátt geri það að verkum að sum hugtök fái meira rými en önnur. Flokkun in sýni með öðrum orðum þau tengsl sem augljósust eru á hverjum tíma. Útgáfa ráði miklu um það hvernig flokk- unarkerfi séu og þar sem útgáfa stjórnist líka af þeim fræðum sem eru mest ráðandi eða í tísku hverju sinni sé hætt við að kerfin endurspegli ráðandi hugsun. Hlutverk flokkunarkerfa í þekkingarstjórnun og tjá skiptum er umfjöllunarefni Marianne Wikgren (2001). Hún lítur á flokkun fremur sem staðsetningartæki en lýsingu á efnisinnihaldi. Nauðsynlegt sé að líta á hugtökin í samhengi og flokkunarkerfi sem tæki til að bæta tjáskipti. Um leið og hlutverk bókasafna þróist frá því að varðveita og vernda söfnin yfir í að efla sam- skipti, einkum í rafræna heiminum, ættu bókaverðir að taka meiri þátt í þekkingarstjórnuninni. Þetta geti þeir gert með því að þróa flokkunarkerfi sem mæta mismunandi þörfum notenda. Bókavörðurinn geti orðið tengiliður milli upplýsingafram leið- enda og notenda. Stafræna upplýsingatæknin gefi kost á að þróa blöndu af almennum kerfum og sérhæfðum eftir mismunandi áhugahópum og notendum og það ýti undir þekkingarmiðlun milli mismunandi fræðasviða. Svipuð viðhorf koma fram hjá Albrechtsen og Jacob (1998), sem ræða sveigjanleika flokkunarkerfa og möguleika til að efla samvinnu í stafrænum bókasöfnum. Bókasöfn ættu að vera virkir þátttakendur í þekkingarframleiðslu og þróa flokkunarkerfi sem styðja þarfir fjölbreytts upplýsingavistkerfis. Slíkt kerfi verði að þróast í samvinnu bókasafnsfræðinga og notenda og í þeim tilgangi að mynda tengsl. Á milli fjölbreyttra upplýsingavistkerfa gætu flokkunarkerfi verið grundvöllur samskipta og framleiðslu nýrra upplýsinga. Hægt sé þannig að tengja mismunandi rannsóknaraðferðir og markmið, aðferðir, gildi og tungumál. Vísindamenn gætu nýtt sér slík kerfi til að vinna saman án sameiginlegra markmiða. Tengiliði í flokkunarkerfum sé hægt að setja upp í heimilda söfnum eins og gagnabönkum eða á bókasöfnum en einnig að sýna þá t.d. með kortum eða skýringarmyndum. Kerfisbyggjendur ættu að vera eins konar þekkingar- verkfræðingar, sem stuðla að því að leiða notandann áfram frá hinni upprunalegu spurningu að tengdu efni eða nýjum fræðum sem geti auðgað þekkingu hans á ákveðnu sviði. Þannig geti orðið til fjölhliða flokkunarkerfi og höfundur kerfis taki virkan þátt í þekkingarsköpun og miðlun.

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.