Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.09.2009, Qupperneq 14

Bókasafnið - 01.09.2009, Qupperneq 14
14 bókasafnið Skoðun höfunda er sú að rannsóknir á hefðbundnum stöðluðum flokkunarkerfum hafi verið ráðandi í þeim tilgangi að stuðla að samvinnu bókasafna og flokkun hafi verið ósýnileg og ekki þjónað notendum sem skyldi. Með tilkomu Netsins árið 1990 hafi rannsóknir hins vegar beinst frá lokuðum kerfum að opnum. Flokkunarrannsóknir séu að þróast meira til félagslegra og sögulegra átta. Flokkun breytist frá ósýnilegri vinnu miðstýrðra aðila yfir í sveigjanlega vinnu sem þróast með tækni- og félagslegum netkerfum. Hlutverk flokkunar breytist frá því að vera stjórnun safnkostsins yfir í að auðvelda samskipti og samræmi. Loks má nefna vangaveltur um notkun fagorða eða fagtákna (semiotics) í fræðigreinum og notkun þeirra við þróun flokkunarkerfa á sérsviðum (Thellefsen, 2003). Stafræn bylting við flokkun Hefðbundin flokkun efnis á Internetinu er vandkvæðum bundin vegna þess um hve gífurlegt magn upplýsinga er að ræða og hve efnið er óstöðugt. Nokkrar sérhæfðar vefgáttir og ýmis gagnasöfn á Netinu hafa notað hefðbundin flokkunar kerfi í einhverjum mæli. Venjulega eru kerfin þó notuð á einfaldan hátt til að auðvelda röðun og skoðun vefja. Notkun sérhæfðra flokkunarkerfa við þekkingarstjórnun á Netinu ætti að geta gefið endalausa möguleika. Sú staðreynd að efni á neti er ekki raðað í hillur á hefðbundinn hátt, þ.e. ekki línulega, gerir mögulegt að mynda tengingar í allar áttir milli fræðigreina og frá ýmsum sjónarhornum og stuðla þannig að myndun nýrrar þekkingar. Hinn merkingarfræðilegi vefur og töggun orða og textabúta á kerfisbundinn hátt, t.d. eftir TEI (Text Encoding Initiative) staðli eða RDF (Resource Description Framework), þar sem uppsetning efnis og niðurbrot textans í tegundir og efniseiningar á hinum ýmsu fagsviðum gefur nýja möguleika á leit og þróun nýrra sérhæfðra flokkunarkerfa (Miller, 1998). Tilraunir eru gerðar með sjálfvirka flokkun á stafrænu efni, byggða á orðatalningu og málfræðilegum aðferðum (The Future of Classification, 2000 ; Hunter, 2002). Þróun „verufræðikerfa“ (ontologies), þ.e. sérhæfðra efnis- orðakerfa í rafrænu umhverfi, má e.t.v. líta á sem nýja tegund flokkunarkerfa eða blöndu stigveldisbundinna efnisorðakerfa og flokkunarkerfa. Þetta eru kerfi sem byggja á íðorðum og sérhæfðri þekkingu. Þau lýsa ákveðnum þekkingarsviðum og byggjast á samþykktum hugtökum innan þeirra. Verufræðikerfi skilgreina skyldleika og tengsl á milli hugtaka og líkjast að því leyti flokkunarkerfum. Þau gefa mismunandi skilgreiningar eftir því hvaða merkingu hugtökin hafa innan mismunandi fræðigreina. Í þeim er hægt að nota myndir og uppdrætti til skýringar og hægt að hafa þau fjöltyngd, þverfagleg jafnt sem efnissérhæfð. Kerfin eru á stafrænu formi og skrifuð eftir stöðlum eins og RDF (Eriksen, 2003; Andersen, James, 2003). Upplýsingafræðingar geta ekki gert sér vonir um að skipu- leggja eða flokka alla þekkingu á Netinu en þurfa í þess stað að einbeita sér að því að skipuleggja og flokka gæðaefni og skipuleggja efni á ákveðnum þekkingarsviðum og fræðasamfélögum. Flestar rannsóknir hafa beinst að almennum flokkunar- kerfum en skortur er á sérhæfðum kerfum og rannsóknum á þeim. Vísindaleg þekking er í stöðugri þróun og hugtök breytast. Flokkun er þannig mjög tengd vísindakenningum og bókasafns- og upplýsingafræðingum er því nauðsynlegt að kynnast fræðasviðum og semja ný kerfi í samvinnu við vísindamenn (Hjørland, 2002). Efnisútdráttur Fjallað er um ýmsar tegundir flokkunar, efnisgreiningu og tengsl flokkunar við heimsmynd og menningu á hverjum tíma. Flokkun er borin saman við lyklun. Þróun flokkunarkerfa er rakin frá munnlegri geymd til nútímans. Fjallað er um flokkunarkerfi miðaldabókasafna, þróun þeirra á upplýsingaröld og fæðingu hinna stóru almennu flokkunarkerfa á 20. öld. Reifaðar eru kenningar ýmissa þekktra fræðimanna á sviði flokkunar á 20. öld og hvernig menn fara smám saman að líta á innihald rita sem aðalatriði við flokkun, í stað þess að beina sjónum eingöngu að ritunum sem slíkum og röðun þeirra. Því næst eru könnuð skrif ýmissa núlifandi upplýsingafræðinga um flokkun t.d. hvernig hægt er að nota flokkunarkerfi sem tengiliði milli þekkingarsviða og hvernig ýmsar kenningar í félagsfræði, sálfræði og málvísindum eru notaðar í flokkunarrannsóknum. Loks er rætt um flokkun efnis á Netinu, hinn merkingarfræðilega vef og verufræðikerfi. Heimildaskrá Albrechtsen, Hanne and Jacob Elin K. 1998. The dynamics of classification systems and boundary objects for cooperation in the electronic library. Library Trends 47(2), 293-312. Andersen, Jack. 2003. Kommunikation og organisation af viden - et medieteoretisk perspektiv. Biblioteksarbejde (65), 7-20. Andersen, James D. 2003. Organization of knowledge. International encyclopedia of information and library science. 2nd ed. John Feather and Paul Sturges ed. London: Routledge, 471-490. Bliss, Henry Evelyn. 1972. Principles and definitions. Reader in classification and descriptiv cataloging. Washington: NCR, 15-23. [Birtist áður í Henry Evelyn Bliss, A bibliographic classification, vol. 1, 2nd ed. New York, 1952. Copyright 1940]. Dewey, Melvil. 1972. Catalogs and cataloging. Reader in classification and descriptive cataloging. Washington: NCR, 7-15. Birtist áður í Public libraries in the United States. Washington, 1876. Eriksen, Lisbeth. 2003. Fra manuelle tesauri og emneordslister til web- baserte ontologier og emnekart – metoder og utvikling. Rapport fra Nordisk Agricultural Ontology Service (AOS): workshop på Danmarks Veterinær og Jordbrugsbibliotek (DVJB) . DF-Revy. 2003, 108-171. Foskett, A. C. 1971. The subject approach to information. 2nd ed. London: Clive Bingley. [1. útg. 1969]. The future of classification. 2000. Rita Marcella and Arthur Maltby ed. Burlington: Gower. Graarup, Kasper. 2003. Religionsvidenskab, klassifikation og kontekst. Biblioteksarbejde (65), 21-34. Guthrie, Lawrence Simpson II. 2003. Monastic cataloging and classification and the beginnings of “class B” at The Library of Congress. Cataloging & Classification Quarterly 35(3/4), 447-465. Guthrie, Lawrence Simpson II. 1992. An overview of medieval library cataloging. Cataloging & Classification Quarterly 15(3), 93-100. Hansson, Joachim. 1999. Klassifikation, bibliotek och samhälle. En kritisk hermeneutisk studie av „Klassifikationssystem för svenska bibliotek“. Göteborg: Valfrid. Hjørland, Birger. 1997. Information seeking and subject representation. An activity-theoretical approach to information science. Westport ; London: Greenwood Press. (New directions in inf. management; 34).

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.