Bókasafnið - 01.09.2009, Síða 20
20
bókasafnið
skapandi hátt“ (bls. 9). Miðað við Pragyfirlýsinguna (2003)
vantar þarna áherslu á hinn mikilsverða þátt að meta
upplýsingar. Án öflugrar kennslu í upplýsingalæsi verður ekki
séð að ofangreind markmið náist.
Í maí 2008 var sett fram ný stefna Ríkisstjórnar Íslands um
upplýsingasamfélagið sem tekur til áranna 2008-2012 og ber
heitið Netríkið Ísland. Þar er megináherslan lögð á aðgengi
að upplýsingum og að alla opinbera þjónustu verði hægt að
nálgast á Netinu. Áhersla er lögð á upplýsingatækni en ekki
er rætt um upplýsingalæsi. Ætla má að menntamálaráðu-
neytið gefi í framhaldinu út nýtt stefnumótunarrit og æskilegt
væri að sjá þar stefnumörkun í eflingu upplýsingalæsis meðal
landsmanna.
Hér að ofan hefur þróun og áherslubreytingar í stefnu-
mörkun ríkisstjórnarinnar í upplýsingamálum verið rakin og í
ljós kemur að stefnan verður sífellt styttri og ágripskenndari.
Mikil áhersla er lögð á upplýsingatæknina sem slíka en
einnig kemur fram góður skilningur á að hún sé verkfæri
sem nýta má til að ná fram auknum lífsgæðum. Æskilegt væri
að leggja meiri áherslu á efnisinnihald, upplýsingalæsi og
upplýsingaleiðir og vonandi verður svo gert í framtíðinni, til
dæmis til þess að landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum
og tímaritum, sem aðgengilegur er á vefnum hvar.is, nýtist
þjóðinni sem best.
Endurspeglun stefnu ríkisstjórnarinnar í
upplýsingamálum í skólakerfinu
Samkvæmt Pragyfirlýsingunni (2003) ætti upplýsingalæsi „að
vera órofa hluti af menntun“ (bls. 16). Forvitnilegt er að skoða
hvernig stefna Ríkisstjórnar Íslands endurspeglast í lögum um
grunnskóla og framhaldsskóla, bæði í fyrri lögum (nr. 66/1995
og nr. 80/1996) og í nýjum lögum (nr. 91/2008 og nr. 92/2008)
með gildistöku haustið 2008.
Athygli vekur að í nýju lögunum hafa verið felldar út
greinar um skólasöfn sem var að finna í fyrri lögum (54. gr.
í grunnskólalögunum og 36. gr. í framhaldsskólalögunum)
og ekkert er heldur fjallað um upplýsingaþjónustu við
nemendur og verður það að teljast mikil afturför. Samstarfs-
hópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum (2008) hvatti í
athugasemdum sínum við framhaldsskólafrumvarpið ein-
dregið til þess að kjarna lagagreinarinnar um bókasöfnin
væri haldið inni í nýju lögunum. Það var ekki tekið til greina,
sem er áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að við nýjustu
framhaldsskólana hafa ekki verið stofnuð öflug bókasöfn.
Í 24. gr. nýju grunnskólalaganna (nr. 911 2008) segir reyndar
að í aðalnámskrá skuli meðal annars leggja áherslu á:
„margvíslegar leiðir við öflun þekkingar með notkun
tæknimiðla, upplýsingatækni og safna og heimildavinnu“
(k-liður).
Félag fagfólks á skólasöfnum (2008-9) hefur lýst yfir mikilli
óánægju með að ákvæði um skólasöfn hafi verið fellt út í nýju
grunnskólalögunum og telur að ekkert í starfi grunnskóla kalli
á að ákvæðið sé fellt niður heldur hafi mikilvægi skólasafna
aukist. Siggerður Ólöf Sigurðardóttir (2008-9) tekur í sama
streng og telur þetta ekki viðunandi stöðu og stefni í að það
„metnaðarfulla starf sem víða fer fram á skólasöfnum landsins
verði að engu og ef til vill hverfi skólasöfn alveg ef ekki verið
brugðist við þessum breytingum.“
Við endurskoðun laga um grunn- og framhaldsskóla
þurfa skólasöfnin að öðlast fyrri stöðu og tilvist þeirra að vera
staðfest í lögum sem sérstakur þáttur í starfsemi skólanna. Nú
á tímum samdráttar og aukins sparnaðar í menntakerfinu er
sérstaklega mikilvægt að söfnin í grunn- og framhaldsskólum
eigi sér styrka lagastoð þannig að sú mikilvæga starfsemi
sem þar fer fram standi á traustum grunni.
Fróðlegt er að skoða þær áherslur á upplýsingalæsi
sem koma fram í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla
(Menntamálaráðuneytið, 2006 og 2004) og hvort samsvaranir
eru á milli stefnu ríkisstjórnarinnar í upplýsingamálum
og áherslna í námskrám grunn- og framhaldsskóla í upp-
lýsingalæsi. Lausleg athugun sýnir að hugtakið upp-
lýsinga læsi er ekki að finna í almenna hluta námskránna.
Í Aðalnámskrá grunnskóla – Upplýsinga og tæknimennt frá
2007 er upplýsingalæsi hins vegar hluti af námsmarkmiðum.
Í samnefndri námskrá fyrir framhaldsskólann frá 1999 er
í námskeiðinu UTN 103 Notkun upplýsinga og tölva í námi
komið inn á upplýsingalæsi (bls. 28) en ekki taka allir
framhaldsskólanemendur þann áfanga.
Við ofangreinda athugun sýnist að skerpa þurfi á
skilgreiningu á upplýsingalæsi og tryggja að allir nemendur
fái kennslu í upplýsingalæsi miðað við þroska og getu.
Einnig væri áhugavert að skoða skólanámskrá skólanna
með tilliti til áherslna þeirra á menntun í upplýsingalæsi. Þá
er og áhugavert að skoða nánar menntun í háskólum hér á
landi á sviði upplýsingalæsis. Nánari umfjöllun og skoðun á
ofangreindum atriðum verður að bíða betri tíma.
Lokaorð
Með tilkomu upplýsingatækninnar og Netsins hefur orðið
gífurleg bylting í aðgengi að upplýsingum. Efni, einkum
skýrslur og stjórnarprent, sem áður var aðeins til á prentuðu
formi og safnaði gjarnan ryki í hillum ráðuneyta og
stofnana, er nú til á rafrænu formi og aðgengilegt á Netinu.
Möguleikarnir á að finna ýmis konar efni á Netinu, bæði í
opnum og lokuðum aðgangi, eru í reynd byltingarkenndir.
Hugsunarhátturinn hefur líka breyst til muna. Nú á dögum
er það mörgum fyrirtækjum, stofnunum og ráðuneytum
metnaðarmál að halda úti vönduðum vefjum með miklu
magni af áreiðanlegum upplýsingum. Einn kostur þeirra er
að aðgengi er ekki háð opnunartíma eða álagi á starfsmenn
heldur er Netið sívakandi og ávallt til þjónustu reiðubúið.
Með tilkomu upplýsingalaganna nr. 50/1996 hefur sýnileiki
upplýsinga og gagnsæi enn frekar verið styrkt. Reyndar
virðist á stundum tregða hjá opinberum aðilum að draga
fram í dagsljósið upplýsingar sem þeir vilja hafa í skugganum
en þeir verða ítrekað að láta undan og ganga fjölmiðlar oft
fram fyrir skjöldu við að nálgast slíkar upplýsingar. Allt þetta
stuðlar að opnara þjóðfélagi, aðhaldi og betri stjórnsýslu.
Í ljósi þess hve gífurlega mikið magn upplýsinga er að
finna á Netinu er mikilvægt að sem flestir einstaklingar