Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Síða 23

Bókasafnið - 01.09.2009, Síða 23
23 Lestur er íþrótt. Allir þurfa að læra að lesa. Síðan er mikilvægt að halda þeirri kunnáttu við með sífelldum lestri, bæði fræðiefnis og yndis. Þjálfa lestrartólin, augun og heilann. Lestrariðkun er holl heilastarfsemi. Bókasöfnin eru orkustöðvar lestraríþróttarinnar. Þar fer fram stanslaus ummyndun orku í þúsundum heilabúa. Fólk á öllum aldri gengur, hleypur, tekur strætó eða hjólar (sumir koma í einkabíl eða leigubíl) í bókasafnið sitt, velur sér bækur og annað efni til að taka með sér heim að lesa. Slík hreyfing, til og frá bókasafninu sínu, er bæði holl og hressandi. Hitt er nú líka staðfest af rannsóknum vísindamanna (m.a. Markku, T. Hyypa ofl. í Leisure participation predicts survival: a population-based study in Finland....) að lestur bóka og notkun bókasafns lengir líf fólks. Niðurstöður kannana sýna að þetta athæfi er líklegra til að lengja lífdaga okkar heldur en önnur líkamsrækt. Annað sem kemur fram er það að fólk sem reykir en les ekki lifir skemur en það sem reykir og les! Með öðrum orðum: lestur lengir líf og notkun bókasafna er talið vera það félagslega athæfi sem tekur fram reglulegri líkamsrækt í þrekmiðstöðvum eða íþróttahúsum. Bókasöfnunum, sem rekin eru af sveitarfélögum fyrir almenning, má þannig líkja við heilsuverndarstöðvar. Einsog bókasafnsfólk hefur lengi vitað er heilinn líffæri sem þarf þjálfun og örvun til þess að starfa vel. Lestur er besta heila-ræktin og að ganga í bókasafnið reglulega er bæði hollara og miklu ódýrara en mörg önnur afþreying. Íþróttir eru sjálfsagt af hinu góða og margt jákvætt um þær að segja en það er bara svo margt annað sem er líka hollt og gott. Og lestur er þar í toppsæti. Bókasafnið þitt er líkamsræktarstöð og þrekmiðstöð auk þess að vera menningarmiðstöð. Það er snjallt að skreppa á bókasafnið sitt og þjálfa heilann. Dæmisaga konunnar sem segir að lestur sé bestur „Ég varð veik um árið og þurfti að gangast undir nokkrar svæfingar á skömmum tíma. Ég er frekar bókelsk en var allt í einu hætt að lesa og orðin þrælgleymin. Mér fannst þetta hið versta mál, enda alltaf haldið mér í hreyfingu og ætti því að vera í fullu fjöri. Líkaminn kominn af stað en lesturinn vafðist fyrir mér. Hélt ekki athygli við lestur né aðrar upplýsingaveitur. Mér fannst ég ekkert muna og ekki haldast við neitt. Eitthvað varð ég að gera. Þá datt mér í hug að ég þyrfti að fá mér einkaþjálfara, en heimfæra það upp á heilaþjálfun. Ég skráði mig í skóla. Í heilan vetur sat ég á skólabekk og kláraði námið. Þetta var sem sé mín einkaheilaþjálfun. Ég varð að lesa því öllum áföngunum lauk með prófi. Minnið stórlagaðist og ég gat lesið aftur með fullri athygli. Að mínu viti er lestur bestur. Hann bjargaði mér frá minnisleysi og gleymsku.“ Annað dæmi má taka af Bókmenntaklúbbi Hana nú í Kópavogi sem hefur nú starfað í yfir 23 ár. Í honum eru félagar sem hafa verið þar frá byrjun og eru enn að lesa komnir hátt á tíræðisaldur. Og mæta á hvern fund hvernig sem viðrar. Þarf frekari vitna við? Augun eru aðveita minnis og minninga Augun eru líffæri sem líka þarfnast þjálfunar og lestur er ágætur til slíks – en jafnframt þarf að hvíla sig á lestrinum öðru hvoru til þess að ofgera ekki augunum. Þá kemur að hliðarverkun lestursins sem er minnið. Með því að lesa söfnum við minningum annarra inn í heilabúið. Og þegar okkur líkar eitthvað sem við lesum meira en annað, leggjum við á okkur að læra það utan að. Með því móti getum við endalaust, og hvenær sem er, kallað það fram, meðal annars með lokuð augun (augun í hvíld) og farið með það í huganum eða upphátt! Í greininni Besök ofte ditt lokale bibliotek og lev lenger segir m.a.: „Bókasafnið er opinbert svæði þar sem fólk af ýmsum stigum hittist óttalaust. Þar geta tekist kynni og samneyti án tillits til aldurs, kyns eða þjóðfélagsstöðu. Bókasafnsheimsókn Maður lifir lengur með því að fara oft í bókasafnið sitt! Hrafn Harðarson og Margrét Sigurgeirsdóttir

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.