Bókasafnið

Issue

Bókasafnið - 01.09.2009, Page 24

Bókasafnið - 01.09.2009, Page 24
24 bókasafnið býður upp á jákvæða reynslu og hún getur líka lengt líf okkar.“ Þessa þátttöku í samfélagsnetinu, sem eflir lýðræðisvit- undina og hvetur til virkni, kallar dr. med. dósent Markku T. Hyyppa við Nasjonalt folkehelseinstitutt í Finnlandi félagsleg verðmæti. Bókasafnið er ein af þeim fáu stofnunum þar sem fólk hittist með gagnkvæmri virðingu og tilliti. Því er það heilsusamlegur staður fyrir fólk, samkvæmt athugunum hans, sem staðið hafa yfir um skeið. Heimildir NN, kona, samtal. Inga Gísladóttir, Hananú félagi í 25 ár, samtal. Markku T. Hyyppa ofl. Leisure participation predicts survival: a population-based study in Finland. Health Promotion International Vol.21 No.1, 7. des. 2005. Selja Kivi, frilansjournalist. Besök ofte ditt lokale bibliotek og lev lenger. Bibliotekforum 2006 (7), s. 12-13. Keith Oatley. The science of fiction. New Scientist Vol.198 Issue 2662, 28. júní 2008, s. 42-43 Abstract One lives longer by visiting the public library. Reading is a kind of sport. We must all learn to read; and then practise reading for the rest of our lives. Scientific research has shown that libraries and reading are likely to extend life expectancy considerably more than any other physical exercise. The brain is a body organ that needs work-out and constant stimulation - and reading is the best activity for this. According to Keith Oatley, writing in the New Scientist, fiction improves one’s IQ. The public library is therefore a kind of health centre. PAPAR á ÍSLANDI eitt litið kenningarljóð um söguskoðun Í óðagoti, ótta og köldu veðri tóku þeir saman föggur sínar á ný og héldu á haf út. Drúidar langt að komnir á flótta. Á stöðugum flótta með visku heimsins undan ruddafengnum brautryðjendum ríkisendurskoðunar - frá Noregi. Aldrei friður til fræðimennsku né fróðleiksleitar; svo nærri hinum eina og sanna sannleika sannleikans, þrátt fyrir kalsann á þessum köldu eyjum. Naumlega höfðu þeir náð landi. Fyrsta sumarið kapphlaup að þurrka bækur og handrit og byggja hús mót veðri og vindum... og nú, enn á ný að taka saman, búa um, og leggja á flótta og finna stað til að ljúka leit í friði og ró... Á fyrsta degi siglingar frá Papey rakst skipið á oddhvassa enda öndvegissúlna; „hverjum dettur í hug að láta slíkar útskornar gersemar fljóta í hafi fyrir veðri og vindum?“ Gat á skinnsíðu bátsins, fyllist af sjó, ó, bækur, bækur, hrópar stýrimaður um leið og bátnum hvolfir, og sekkur með manni og mús. Og bókum heimsins mestu fræða. Í Alexandríu forðum brann heimsins mesta bókasafn; við Ísland sökk vísir að því næsta! Hrafn Andrés Harðarson Jarðúð? Það er bannað með boðum að bana mönnum. Hundar eru heilög dýr með hámenningarþjóðum eins og hvalir. En jörðin, móðir okkar allra ærnar eru hennar kvalir: Hún er stungin, grafin, troðin, skafin, lamin og barin, brennd og sviðin því við- erum svo iðin!- Hrafn Andrés Harðarson

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue: 33. árgangur (01.09.2009)
https://timarit.is/issue/382239

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

33. árgangur (01.09.2009)

Actions: