Bókasafnið - 01.09.2009, Side 25
25
Inngangur
Íslenskt menningarsamfélag hefur tekið miklum stakka-
skiptum frá fyrri hluta 20. aldar þegar lítið var um opinbera
styrki til lista (Björn Th. Björnsson, 1964) og formlegt listnám
varð að sækja til annarra landa. Forráðamenn þjóðarinnar
töldu jafnvel óæskilegt að listamenn helguðu sig listum
óskipt ef marka má minningargrein Jóns Þorlákssonar (18. júlí
1924) fjármálaráðherra um Þórarinn B. Þorláksson listmálara.
En þar telur Jón það að Þórarinn málaði einungis í frístundum
frá daglegum störfum, „hafi átt sinn þátt í því að halda listgáfu
hans fullkomlega fölskvalausri til síðustu stundar“.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og listgreinar
hafa nú hlotið viðurkenningu sem starfsvettvangur. Á
síðustu árum hafa orðið miklar breytingar í menntamálum
og ýmsir möguleikar opnast þeim sem leggja vilja fyrir sig
listir. Enn fleiri framhaldsskólar bjóða nú upp á listnáms- og
hönnunarbrautir en áður og hægt er að stunda háskólanám
í listum hér heima. Með hliðsjón af þessu má álykta sem svo
að áhugi og eftirspurn eftir listupplýsingum fari vaxandi og
mikilvægi sérhæfðra bókasafna á sviði lista muni aukast.
Íslensk listbókasöfn eru flest lítil og ekki mjög áberandi út á
við. Þau eru öll hluti annarra og stærri skipulagsheilda. Sum
þeirra eru sérhæfð á ákveðnu sviði, önnur einungis hluti
af öðrum bókasöfnum eins og Þjóðarbókhlöðu og stærri
almenningssöfnum.
Umfjöllunin sem hér fer á eftir er byggð á MPA verkefni
mínu í opinberri stjórnsýslu (2007) þar sem megintilgangur
rannsóknar var að kanna hvort stefnumótun íslenskra
listbókasafna endurspegli á einhvern hátt opinbera stefnu í
menningarmálum.
Rannsókn
Þegar bera á saman opinbera stefnu í menningarmálum
og stefnur listbókasafna liggur beinast við að kanna hvaða
eiginleikar eru mest áberandi og hvaða aðferðir eða áherslur
liggja að baki stefnumótun. Í rannsókninni er þetta gert með
því að skoða stefnu stjórnvalda í menningarmálum, bakgrunn
hennar og helstu einkenni, út frá sögulegu samhengi,
ákvarðanatöku og hvernig fjárhagslegum stuðningi við listir
og menningu er háttað. Þá er mótun og framkvæmd stefnu
listbókasafna könnuð og leitað svara við því hvaða þættir
hafa einkum áhrif á stefnumótun þeirra. Í því skyni voru þrjú
listbókasöfn athuguð sérstaklega, bókasöfn Listaháskóla
Íslands, Listasafns Íslands og Myndlistaskólans í Reykjavík, en
þau eru helstu bókasöfnin á þessu sviði hér á landi.
Við rannsóknina var stuðst við eigindlegar aðferðir þar
sem rætt var við forstöðumenn listbókasafna og fulltrúa
úr menntamálaráðuneyti. Niðurstöður voru skoðaðar í
ljósi kenninga um stefnu og stefnumótun og þá einkum
með áherslu á stefnumótun með tilliti til forskrifaðrar og
sjálfsprottinnar nálgunar (Mintzberg, Ahlstrand og Lampel,
1998; Mintzberg og Waters, 1985). Með forskrifaðri nálgun er
átt við formlega stefnumótun og stefnu sem hefur nákvæmar
útlistanir. Sjálfsprottin nálgun á við stefnu sem verður til án
þess að vera fyrirfram mótuð, oft vegna utanaðkomandi áhrifa
og er opin, sveigjanleg og móttækileg, án þess þó að fela í
sér stjórnleysi. Með hliðsjón af þessu hafa þeir Mintzberg og
félagar skilgreint mismunandi stefnur og kenningaskóla sem
m.a. voru hafðar til hliðsjónar við greiningu á niðurstöðum.
Menningarstefnan var auk þess skoðuð út frá kenningum um
ákvarðanatöku í stjórnsýslu og hugmyndum um opinberan
stuðning við listir. 1 Þá var starfsandi listbókasafna skoðaður
með tilliti til kenninga um stofnanamenningu. 2
Menningarstefna
Hugtakið menning getur haft víðtæka merkingu. Menningu
Menningarstefna og listbókasöfn
Gunnhildur Björnsdóttir
Einkum smáskrefakenning Lindbloms (1979) og kenningar Kingdons (2003) um ákvarðanatöku og menningarstefnulíkan Cartrands og 1.
McCaugheys (1989).
Má þar nefna Cameron og Quinn (1999), Kaarst-Brown o.fl. (2004).2.