Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Side 28

Bókasafnið - 01.09.2009, Side 28
28 bókasafnið Eitt af markmiðum stefnu stjórnvalda er að tryggja aðgengi allra að menningu með samfélagsleg og lýðræðisleg gildi að leiðarljósi. Listbókasöfnin bjóða alla velkomna að nýta sér þjónustu þeirra á staðnum og eitt þeirra er hefðbundið útlánasafn. Ritakostur allra safnanna er nú skráður í Gegni sem auðveldar aðgengi að listupplýsingum. Þegar þessi rannsókn var gerð var mikið af ýmis konar íslenskum listupplýsingum eins og tímaritsgreinum og smáefni enn óskráð eða skráð í innanhússkerfi. Þessu vilja starfsmenn bæta úr og Listasafn Íslands hefur það á stefnuskrá sinni að auka rafrænt aðgengi að þeim sérhæfðu upplýsingum sem safnið hefur að geyma. Niðurlag Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort stefnur tiltekinna listbókasafna endurspegli á einhvern hátt opinbera stefnu í menningarmálum. Niðurstöður gefa til kynna að um ákveðin tengsl sé að ræða milli stefnumótunar listbókasafna og stefnu stjórnvalda. Opinber stefna í menningarmálum byggir á samspili forskrifaðrar og sjálfsprottinnar nálgunar, þar sem forskrifaðri stefnu er ætlað það hlutverk að skapa farveg fyrir listræna starfsemi án þess að hlutast sé til um innihald. Sjálfsprottin nálgun miðar að sveigjanleika og frelsi til listrænnar tjáningar. Íslensk menningarstefna samræmist einkum arkitektalíkani Chartrands, þar sem stuðningur við menningu og listir er talinn hafa samfélagslegt og lýðræðislegt gildi. Fjárveitingar úr sjóðum eiga að vera á faglegum grunni og með reglu hæfilegrar fjarlægðar að leiðarljósi. Starfsemi íslenskra listbókasafna byggist á stefnu hvort sem hún er skjalfest eða ekki. Stefna safnanna mótast þó einkum af framkvæmd og hefur sjálfsprottna nálgun sem á sér stoð í hefðum og venjum, samráði og sveigjanleika og tekur mið af aðstæðum hverju sinni. Meðal þeirra þátta sem áhrif hafa á stefnumótun listbókasafna eru stjórnsýsla, móðurstofnun, menning og samfélag. Söfnin heyra til listastofnana sem yfirleitt starfa í síkviku umhverfi og sama gildir einnig um starfsumhverfi bókasafna. Af því má draga þá ályktun að sjálfsprottin nálgun henti vel. Stofnanamenning safnanna sem meira og minna er samtvinnuð umhverfi þeirra dregur fyrst og fremst dám af heimilislegri menningu og einkennist af gagnkvæmri ráðgjöf og sveigjanleika. Niðurstöður rannsóknarinnar auka skilning á eðli stefnumótunar þessara listbókasafna með hliðsjón af starfsumhverfi þeirra og mætti nota sem grundvöll að mótun framtíðarstefnu. Á svipaðan hátt getur sú nálgun sem hér er stuðst við einnig átt erindi víðar. Atburðir síðustu mánaða hafa sýnt það og sannað að við lifum í síkviku umhverfi þar sem hlutir geta skyndilega tekið óvænta stefnu. Og það á ekki bara við um listsamfélagið. Þeir sem móta stefnu mega því ætíð gera ráð fyrir því að hluti forskrifaðrar stefnu komi aldrei til framkvæmda vegna utanaðkomandi áhrifa og þess í stað verði til ný stefna sem ekki hafi verið gert ráð fyrir. Það að vera opinn fyrir þessari óvæntu stefnu sem hefur sjálfsprottna nálgun, ýtir undir sveigjanleika og getur gert stjórnendum kleift að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum. Heimildir: Berrio, A. A. (2003). Organizational culture and organizational learning in public, non-profit institutions: A profile of Ohio State University Extension. Journal of Extension, 41(2). Sótt 12. apríl 2007 af http:// www.joe.org/joe/2003april/a3.shtml. Björn Th. Björnsson. (1964). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld: Drög að sögulegu yfirliti I. Reykjavík: Helgafell. Byrnes, W. J. (2003). Management and the arts (3rd ed.). Amsterdam; Boston, Mass.: Focal Press. Cameron, K. S. og Quinn, R. E. (1999). Diagnosing and changing organizational culture: Based on the competing values framework. Reading, Mass.: Addison-Wesley. Chartrand, H. H. og McCaughey, C. (1989). The arm’s length principle and the arts: An international perspective. Sótt 3. október 2005 af http:// www.culturaleconomics.atfreeweb.com/arm’s.htm. (Upphaflega gefið út í M. C. Cummings og J. M. Davidson Schuster (ritstj.), Who’s to pay for the arts?: The international search for models of support. New York: American Council for the Arts). Collins, K. (2003). Patrons, processes, and the professsion: Comparing the academic art library and the art museum library. Journal of Library Administration, 39(2), 77-89. Duelund, P. (2003). Den nordiske kulturmodel: Sammendrag. Í P. Duelund (ritstj.), The nordic cultural model (s. 531-581). Copenhagen: Nordic Cultural Institute. Fjármálaráðuneytið. (1993). Umbætur og nýskipan í ríkisrekstri. Sótt 14. mars 2007 af http://fjarmalaraduneyti.is/media/Utgefin_rit/ Umbaetur_og_nyskipan_i_rikisrekstri_1993.pdf. Frank, P. (1999). Student artists in the library: An investigation of how they use general academic libraries for. Journal of Academic Librarianship, 25(6), 445-455. Freitag, W. M. (1982). The indivisibility of art librarianship. Art Libraries Journal, 8(Autumn), 23-39. Gunnhildur Björnsdóttir. (2007). Menningarstefna og listbókasöfn. Óbirt MPA-ritgerð: Háskóli Íslands, Félagsvísindadeild. Jón Þorláksson. (18. júlí 1924). Þórarinn B. Þorláksson listmálari. Morgunblaðið. Kaarst-Brown, M. L., Nicholson, S., von Dran, G. M. og Stanton, J. M. (2004). Organizational cultures of libraries as a strategic resource. Library Trends, 53(1), 33. Kingdon, J. W. (2003). Agendas, alternatives, and public policies (2nd ed.). New York: Longman. Lindblom, C. E. (1979). Still muddling, not yet through. Public Administration Review, 39(6), 517-526. Lucker, A. (2003). Evolution of a profession: The changing nature of art librarianship. Journal of Library Administration, 39(2/3), 161-174. Menntamálaráðuneytið. (2007). Menning: Listir, menningararfur, útvarp, málrækt, íþróttir, æskulýðsmál. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Mintzberg, H., Ahlstrand, B. W. og Lampel, J. (1998). Strategy safari: A guided tour through the wilds of strategic management. New York: Free Press. Mintzberg, H. og Waters, J. A. (1985). Of strategies, deliberate and emergent. Strategic Management Journal, 6(3), 257-272. Schneider, B. (1987). The people make the place. Personnel Psychology, 40(3), 437. Stueart, R. D. og Moran, B. B. (2002). Library and information center management (6th ed.). Greenwood Village, Colo.: Libraries Unlimited. Treacy, M. og Wiersema, F. (1993). Customer intimacy and other value disciplines. Harvard Business Review, 71(1), 84. Van den Berg, P. T. og Wilderom, C. P. M. (2004). Defining, measuring, and comparing organisational cultures. Applied Psychology: An International Review, 53(4), 570.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.