Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Page 32

Bókasafnið - 01.09.2009, Page 32
32 bókasafnið Gagnavarslan býður upp á að ná í gögn til viðskiptavina og hefur til umráða eigin sendibíl, náð er í gögnin og sami starfsmaður fylgir þeim alla leið í vörslu. Þar eru þau hreinsuð, þ.e. tekin úr möppum og allt plast og bréfaklemmur fjarlægðar og þeim pakkað niður í skjalaöskjur. Einnig má strikamerkja gögnin niður í skjalaöskju eða jafnvel á folder ef óskað er. Margir viðskiptavinir eru nú þegar með fjarsöfnin sín alfarið hjá GV. Enn aðrir vilja pappírslausan vinnustað og láta öll gögn til vörslu hjá GV. GV hefur þróað sérstakar umbúðir auk þess að vera í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Gæði umbúða er mikilvægur þáttur í langtíma varðveislu. Mikilvægt er að þær séu sýrufríar ef varðveita á skjöl til lengri tíma. Listaverk og menningarminjar Byggðasafn Reykjanesbæjar er til húsa hjá Gagnavörslunni. Þarfir og kröfur við vörslu muna og minja eru aðrar en til skjala. Sem dæmi þurfa listaverk allt önnur skilyrði en textil og filmur enn önnur skilyrði. Gagnavarslan mun bjóða upp á sérstaka ráðgjöf til safna á þessu sviði og aðstöðu til vörslu við rétt skilyrði. Skönnun og skráning Sérstök deild innan GV er alfarið í skönnun og skráningu gagna. Hér vinna teymin saman og leggja bókasafns- og upplýsingafræðingar á ráðin um hvernig skrá eigi hin ýmsu gögn og hvernig merkingu þeirra skuli háttað. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað um hvernig skuli merkja og meðhöndla gögn og tengja þannig saman rafræna skjalið og pappírseintakið. Einnig varðandi skönnunina sjálfa sem er sérfræðigrein út af fyrir sig og að mörgu að hyggja til að ná fram sem bestu gæðum. Sértækir skannar eru fyrir teikningar, skjöl og fisjur og unnið er að því að fjárfesta í skanna fyrir fundargerðabækur. Teymið hefur mikla reynslu í hvernig eigi að meðhöndla gögnin og ná fram sem bestum gæðum við skönnunina. Nokkur fyrirtæki hafa látið GV skanna gögn fyrir sig, skrá þau og pakka niður í kassa sem eru strikamerktir og settir í vörsluhúsnæðið. Innri starfsemi Gæðamál Í jafn viðkvæmum rekstri og Gagnavarslan er í þarf að huga vel að öryggis- og gæðamálum. Því var frá upphafi ákveðið að starfa samkvæmt gæðastjórnunarstöðlunum ISO 9001 og 27001. Gæða- og öryggisstjóri var einn af fyrstu starfsmönnum sem var ráðinn til fyrirtækisins. Stefnt er að vottun starfseminnar í árslok 2009. Búið er að skjalfesta alla vinnuferla varðandi starfsemina í vörsluhúsinu þar sem umpökkun gagna fer fram ásamt allri vinnu varðandi umsýslu við gögnin eftir að þau eru komin í hillur vörsluhúsnæðis. Nú er unnið hörðum höndum að öðrum þáttum starfseminnar. Mannauður Hjá Gagnavörslunni starfa 30 starfsmenn á mjög fjöl breyttu sviði, m.a. bókasafns- og upplýsingafræðingar, viðskipta- fræð ingar, kerfis- og tölvunarfræðingar, verk fræð ingur, verk efnastjórar, safnafræðingur, tungumála sérfræðingar og stjórnmálafræðingur. Allir starfsmenn eru trúnaðarstarfsmenn, sem felur meðal annars í sér: hreint sakavottorð, undirritaðar trún- aðar yfirlýsingar, leyfi til að kanna vímuefnanotkun, fjármála- upplýsingar og staðfestar prófgráður. Stefnumótun – framtíðarsýn Fyrirtækinu hefur verið mjög vel tekið á markaðnum og viðskiptahópurinn orðinn fjölbreyttur hópur einkafyrirtækja og opinberra stofnana. Á áætlun er að stofna útibú í öllum landsfjórðungum með vörsluhúsnæði og þjónustu við skönnun, skráningu, umpökkun og aðra umsýslu með gögnin og munina auk ráðgjafa um réttar umbúðir og sölu. Þessi þjónusta mun verða kærkomin nýjung fyrir öll söfnin á landsbyggðinni. Styrkur Gagnavörslunnar er að þar starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga saman af miklum áhuga. Mikil áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og samvinnu við tengdar stofnanir á þessum starfsvettvangi eins og Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn - Háskólabókasafn, Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafn Íslands. Brynju Guðmundsdóttur í vörsluhúsnæði Gagnavörslunnar á Suðurnesjum. Starfsmenn Gagnavörslunnar við vinnu.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.