Bókasafnið - 01.09.2009, Síða 39
39
bókasafnið
þykir einnig að tryggja að íslenskt efni á sviðinu sem einungis
er gefið út á vef sé skráð og aðgengilegt og deilum við þeim
áhuga með fleirum eins og fram kom á notendaráðstefnu
Aleflis í byrjun maí.
Rannsóknir krefjast aðgangs að upplýsingum hvort heldur
eru upplýsingar um alþjóðlegar rannsóknarniðurstöður og
kenningasmíði eða um stefnur og strauma í rannsóknum.
Fræðimenn þurfa stöðugt að lesa sér til, skanna og kynna sér
alls konar upplýsingaveitur, bækur, greinar og efni á Netinu
til að halda þekkingu sinni við. Þetta er afskaplega tímafrekt
og flókið og fræðimaðurinn þarf að finna leið til að halda utan
um gríðarmikið efni. Þarna eiga starfsmenn bókasafnanna
að koma til skjalanna með sína sérþekkingu og aðstoða
fræðimennina við að finna bestu leiðirnar bæði að efninu
sem máli skiptir og til að halda utan um heimildirnar.
Svipað má segja um námsmenn, þeir þurfa að afla sér
upplýsinga og vinna með margs konar heimildir og gera
grein fyrir þeim. Notendafræðsla bókasafnsins miðast að því
að gera nemendur læsa á upplýsingar og kenna þeim að leita,
finna og meta réttu upplýsingarnar. Notendafræðsla fyrir
nemendur í fyrrihlutanámi tengist tilteknum námskeiðum
og er í samvinnu við kennara og á framhaldsleiðum eru það
ýmist kennarar, nemendur eða starfsmenn bókasafnsins sem
hafa frumkvæðið að kynningum.
Á Menntavísindasviði hefur verið lagt til að koma á fót ritveri
eða ritsmiðju sem hefur að markmiði að efla ritmenningu og
samhæfa kennslu og leiðsögn um ritun og verður kallað eftir
fulltrúa bókasafnsins í undirbúningshóp.
Annað brýnt verkefni er að kanna hvers konar þjónusta
kæmi doktorsnemum helst til góða og að færa stuðning
við þennan hóp í fastara form. Sama gildir um allmargar
rannsóknarstofur sem hafa verið stofnaðar á undanförnum
árum og halda nú áfram á Menntavísindasviði.
Samvinna
Í starfsemi bókasafnsins hefur ævinlega verið lögð áhersla
á góða samvinnu við önnur bókasöfn, þá ekki síst við
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. T.d. er löng hefð
fyrir samráði milli safnanna tveggja um áskriftir að tímaritum
á sviði uppeldis- og menntamála.
Í aðdraganda sameiningarinnar voru haldnir nokkrir
samráðsfundir fulltrúa safnanna sem nú þjóna starfsmönnum
og nemendum Háskóla Íslands, þ.e. Lbs-Hbs, bókasafns
Landspítala og safns Menntasmiðju KHÍ, (sem nú er bókasafn
Menntavísindasviðs), um samræmingu á ýmsum þáttum
í þjónustunni og hagræðingu og var það í samræmi við
tillögur verkefnishópsins sem lagði áherslu á að efla samvinnu
safnanna til hagsbóta fyrir notendur. Til dæmis má nefna örfá
atriði:
Þessi söfn eru ekki í sömu stjórnunareiningu í Gegni • og var kannað hvort stefna ætti að því að sameina
stjórnunareiningarnar. Á daginn kom að það yrði mjög
dýrt og mikil vinna og var horfið frá því. Þess í stað
voru ýmis atriði samræmd, s.s. gjaldskrá, og ákveðið
hvernig nemendur og kennarar HÍ yrðu skráðir inn í
lánþegaskrár og réttindi þeirra samræmd í söfnunum.
Dagleg sendilsþjónusta á milli húsa Háskólans og
Landsbókasafns flýtir fyrir í þjónustunni.
Miklar auðlindir upplýsinga opnuðust nemendum og • kennurum Menntavísindasviðs með sameiningunni og
tengingu við HÍ-netið og er stóraukinn aðgangur að
gagnasöfnum og rafrænum tímaritum mikil lyftistöng
fyrir kennslu og rannsóknir á Menntavísindasviði.
Rafrænar séráskriftir Menntavísindasviðs eru nú
sömuleiðis aðgengilegar öllum á HÍ-netinu. Með
tengingunni við HÍ-netið mátti spara eina áskrift að
OECD-gagnasafninu og sömuleiðis gafst þá færi á
að samnýta áskrift að rafrænu útgáfunni af Dewey-
flokkunarkerfinu.
Jafnframt tilboðum á bókasafni Menntavísindasviðs um • kynningar og fræðslu er athygli starfsmanna vakin á
tilboðum um námskeið og fræðslu í Landsbókasafni.
Skemman, rafræn geymsla fyrir lokaverkefni (www.• skemman.is) sem upphaflega var samstarfsverkefni
Háskólans á Akureyri og Kennaraháskólans, var í haust
flutt til Landsbókasafns. Hún á hér eftir að hýsa öll
lokaverkefni frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri,
Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands og
Listaháskóla Íslands. Í Skemmunni er einnig hægt að
hýsa birt verk starfsmanna háskólanna og verður þess
vonandi ekki langt að bíða að verk margra þeirra sjáist þar.
Enn sem komið er eru einungis fáein verk starfsmanna
Háskólans á Akureyri aðgengileg í Skemmuni.
Áætlanir um að byggja yfir starfsemi Menntavísindasviðs á
Melunum, á lóð Háskóla Íslands, hafa verið kynntar en óvíst er
hvenær sú bygging rís. Ljóst þykir að bókasafnið verður ekki
flutt neitt til á meðan mest öll kennslan á Menntavísindasviði
fer fram í núverandi húsnæði á Rauðarárholti og verður verkefni
starfsmanna safnsins að vinna að vexti og viðgangi sviðsins
með ráðum og dáð en jafnframt að vinna með starfsmönnum
annarra bókasafna sem þjóna HÍ að þeim verkefnum sem til
hagsbóta horfa fyrir heildina.
Lokaorð
Í Idékatalog, fokus på forskningsbi bliotekerne sem Bibliotekar-
forbundet og Danmarks forskningsbiblioteksforening gáfu
út árið 2004 (www.bf.dk/files/dk/PDF/FagetogBibliotekaren/
F o r s k n i n g s b i b l i o t e ke r/ I d % C 3% A9 k a t a l o g _ B F - D F_
November_2004.pdf) er bent á ýmsar leiðir fyrir þarlend
rannsóknar- og sérfræðisöfn til að vekja athygli á sér í samfélagi
stofnunar eða skóla. Mér sýnast þær vel geta verið leiðarljós
fyrir okkur líka:
Söfnin skulu einbeita sér að því að vera sýnileg og láta til •
sín taka á opinberum vettvangi. Það gera þau m.a. með
virkri upplýsingastefnu sem þau beina bæði inn á við,
milli safna, út á við til notenda eða líklegra notenda, til
þeirra sem taka ákvarðanir og til þeirra sem hafa áhrif
og geta mótað skoðanir fólks.
Kynna skal vel innan stofnunar allar sýningar, viðburði •
eða skemmtanir á vegum bókasafnsins eða starfsmanna
þess og gæta þess að láta fjölmiðla líka vita.