Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 5
5
bókasafnið 35. árg. 2011
Hugmyndin um ritver sem hluta af starfsemi skóla breidd-
ist snemma út um öll Bandaríkin, bæði á framhaldsskóla- og
háskólastigi, og á tíunda áratug síðustu aldar nam hún land
á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu, en hefur kannski
fyrst komist á flug eftir þúsaldamótin. Nú starfa alþjóðleg
samtök ritvera (IWCA) í mörgum undirdeildum eftir heims-
álfum, svæðum og löndum. Evrópsku samtökunum (EWCA)
hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu árin og sama má segja
um evrópsk samtök háskólakennara sem kenna fræðileg skrif
(EATAW). Útgáfa bóka og tímarita á þessu sviði hefur farið
vaxandi.
Við á Menntavísindasviði gátum sótt í digran sjóð reynslu
og þekkingar um hvernig staðið skyldi að stofnun ritvers. Höf-
undur þessarar greinar fór í kynnisferð til háskólans í Mary-
land í Bandaríkjunum og aflaði sér gagna úr ýmsum áttum en
skorinorðustu leiðbeiningarnar um stofnun nýs ritvers komu
frá Lottu Rienecker, stofnanda og forstöðukonu ritversins við
Kaupmannahafnarháskóla sem stofnað var árið 2002. Leið-
beiningar hennar taka mið af stofnanagerð og hugsunarhætti
sem við þekkjum í okkar menningu og því var nærtækt að
fylgja þeim að svo miklu leyti sem þær áttu við hugmyndir
okkar og aðstæður. Að öðru leyti var tekið mið af hálfrar aldar
reynslu Bandaríkjamanna og annarra sem sett hafa ritver á
laggirnar og svo af sérstöðu okkar, fámenni og takmörkuðum
fjárráðum.
Þegar ritveri er valinn staður er mikilvægt að gera upp við
sig hvers konar hlutverki það á að gegna. Möguleikarnir eru
að minnsta kosti þrír.
• Í fyrsta lagi getur ritverið verið einhvers konar angi
af íslenskudeild skólans, mannað íslenskukennurum
sem fyrst og fremst hugsa um að stúdentar skrifi rétt
og gott mál. Þegar fyrstu ritverin sáu dagsins ljós í
bandarískum háskólum var algengt að þau tengdust
enskudeildum skólanna og enn í dag eru mjög mörg
þeirra (líklega flest, nákvæma tölu hef ég ekki) tengd
starfsemi enskudeildar. Á stórri háskólalóð er ritverið
þá gjarnan staðsett í námunda við enskudeildina. Þessi
tenging er hluti þeirrar arfleifðar að móðurmálskenn-
arar hvers lands hafa séð um ritgerðarkennsluna en
víða hefur þessi arfur haft þær afleiðingar að tengslin
við aðrar deildir og fræðasvið verða ekki sem skyldi.
• Í öðru lagi getur ritverið verið hluti af stoðþjónustu
skólans, líkt og til dæmis þjónusta námsráðgjafa eða
hjúkrunarfræðinga. Í samræmi við þá hugmynd er
ritverið staðsett á sama gangi eða í sömu byggingu og
námsráðgjöfin. Þessi tenging hefur það í för með sér
að stúdentar líta á ritverið sem „úrræði“ fyrir þá sem
eiga í sértækum örðugleikum og þorri stúdenta telur
slíka þjónustu ekki eiga erindi við sig.
• Í þriðja og síðasta lagi getur ritverið verið hluti af
almennri þjónustu skólans við stúdenta og kennara,
líkt og bókasafn eða tölvuþjónusta, þjónusta sem allir
þurfa á að halda, án þess endilega að eiga í sérstökum
vandræðum.
Viðtölin fara fram við skrifborð forstöðumanns, fyrir opnum tjöldum, ef svo má segja. Fyrir framan skrifborðið er eitt af mörgum vinnusvæðum
stúdenta á bókasafninu með nokkrum borðum og nemendur að störfum, en lágvær kliður í lofti af samræðum.