Bókasafnið - 01.06.2011, Page 9
9
Inngangur
„Hver sem er getur sett vefsíðu á Veraldarvefinn án gæða-
stjórnunar eða annars eftirlits“ (Kristín Ósk Hlynsdóttir, 1997,
bls. 16).
Eftir að almenningur fór að nota Internetið árið 1995 varð
sprenging í magni gagna sem sett voru á netið. Sambandið
á milli innihalds (e. content) og samhengis (e. context) upp-
lýsinganna gleymdist oft eftir því sem upplýsingarnar urðu
flóknari og magn þeirra jókst. Þegar fólk fór að reiða sig á upp-
lýsingarnar skapaði þetta vandamál fyrir notendur (Cumming,
2009). Fyrirtæki fóru að nota vefsetur (e. web site) til að kynna
starfsemi sína og notkun tölvupósts varð hluti af vinnu skrif-
stofumannsins (Cronin, 1995). Um aldamótin fór að bera á of-
gnótt upplýsinga á vefnum og með Internetbólunni (e. Inter-
net boom) varð gríðarleg aukning á vefsíðum (e. web pages)
með lítilli stjórnun á innihaldi þeirra (Cumming, 2009).
Buttler Group er tölvufyrirtæki sem sérhæfir sig í rann-
sóknum á sviði upplýsingatækni. Í rannsókn sinni komust þeir
að því að þegar upplýsingaleitir starfsmanna skila ekki árangri
hefur það bein áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækja. Þetta bæði
skaðar fyrirtækin og setur þau í hættu. Allt að 10% af launa-
kostnaði fer í að greiða fyrir ómarkvissa leit starfsmanna að
áreiðanlegum upplýsingum. Rannsakendurnir segja að starfs-
menn þjáist bæði vegna ofgnóttar upplýsinga sem og einnig
vegna skorts á upplýsingum. Niðurstaðan er sú að hinn venju-
legi starfsmaður eyðir hátt í einum fjórða á hverjum degi í leit
að réttum upplýsingum til að geta unnið vinnuna sína (Dubie,
2006, Time spent searching cuts into company productivity).
Niðurstöður annarrar rannsóknar sem Delphi Research fram-
kvæmdi árið 2004 sýnir sömu niðurstöður (Palarchio, 2004).
Uppspretta góðrar þekkingar kemur með góðum upplýs-
ingum (Wurman, 1989). Í dag er aðgengi að allskonar gögnum
nánast ótakmarkað en þar fara gæði og magn ekki endilega
saman og við mikið magn upplýsinga að glíma. Ef notandinn
veit ekki svarið við ákveðinni spurningu þá „gúgglar“ hann það
bara. En hvernig eru gæði þeirra upplýsinga sem við fáum við
upplýsingaleit, til dæmis á netinu? Finnum við alltaf það sem
við leitum að?
Upplýsingaarkitektúr og tilgangur hans
Upplýsingaarkitektúr snýst um að umbreyta gögnum í upp-
lýsingar og gera þær aðgengilegar. Peter Morville og Louis Ro-
senfeld (2006) útskýra upplýsingaarkitektúr á eftirfarandi hátt:
• Hönnun á upplýsingum sem er deilt, til dæmis
á Internetinu.
• Samþætting á leit, leiðakerfi og nafnakerfi á
vef setrum og innraneti.
• Listin og vísindin við að aðlaga upplýsingar og reynslu
til að styðja við nytsemi og auka líkur á að finna efni á
Veraldarvefnum.
• Styðst við meginreglur hönnunar á rafrænum
miðlum, svo sem vefsetrum, gagnasöfnum og fleira.
„Upplýsingaarkitektúr snýst um að búa til áætlun um og
skipuleggja uppsetningu gagna til að notendur geti náð mark-
miðum sínum á skilvirkan hátt með gagnsæu notendaviðmóti“
(Anna Sveinsdóttir munnleg heimild glærur, 24. janúar 2008).
Wurman lýsti upplýsingaarkitektúr svona árið 1996 í bók sinni
Information Architects:
Upplýsingaarkitekt. 1) Einstaklingur sem skipu-
leggur mynstur sem felst í gögnum eða gerir það
flókna skýrt. 2) Einstaklingur sem býr til, byggir
upp eða kortleggur upplýsingar sem gerir öðrum
kleift að finna þeirra eigin veg í átt að vitneskju.
3) Vaxandi fagstétt 21. aldarinnar sem tekst á við
öld þarfarinnar sem einblínir á skýrleika, skilning
manneskjunnar, og vísindin á bak við flokkun upp-
lýsinga. (Morville og Rosenfeld, 1998, bls. 10).
Eva Ósk Ármannsdóttir
Upplýsingaarkitektúr
Þú getur ekki notað það sem þú finnur ekki