Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Page 13

Bókasafnið - 01.06.2011, Page 13
13 bókasafnið 35. árg. 2011 Peter Morville og IA Institute stóðu saman að keppni í byrjun ársins 2010 þar sem fólk var beðið um útskýra upplýsingaarki- tektúr. Veitt voru peningaverðlaun fyrir bestu útskýringuna á upplýsingaarkitektúr, besta myndbandið sem lýsti heitinu og bestu skýringarmyndina. Þegar myndböndin og skýringar- myndirnar eru skoðuð sést að skilgreining á upplýsingaarki- tektúr er enn sú sama og Morville og Rosenfeld (2006) nota. Fyrstu verðlaun fyrir bestu útskýringuna fékk myndband þar sem risaeðlumamma er í smá erfi ðleikum með að útskýra fyrir unganum sínum hvað upplýsingaarkitektar gera. Í verðlaun- unum fyrir besta myndbandið er upplýsingaarkitektum líkt við Hróa Hött þar sem þeir „stela“ eða fá lánaðar hugmyndir og verkfæri annarra starfstétta til að gera vefsetur auðveld- ari í notkun fyrir notendur. Tveir fengu verðlaun fyrir bestu skýringarmyndina, önnur útskýrir að upplýsingaarkitektar tengi fólkið við innihald vefsetra og hin skýringarmyndin sýnir hvernig fi mm ára sonur keppandans lýsir á myndrænan hátt hvað pabbi hans gerir. Vinningshafarnir voru kynntir 21. febrúar 2010 og má sjá verk þeirra á vefsetri The Information Architecture Institute (2010, 21. febrúar). Hvort þetta sé rétt aðferð til að hressa upp á starfsheitið skal ósagt látið en margar skemmtilegar tillögur bárust í keppnina. Á Íslandi hefur starfsheitið upplýsingaarkitekt ekki náð fótfestu á meðal bókasafns- og upplýsingafræðinga þó nokkrir starfi við það. Í könnun sem Óskar Þór Þráinsson gerði árið 2008 á starfsvettvangi bókasafns- og upplýsingafræðinga kom fram að tæp 17% vinna við kerfi svinnu (viðhald, hönnun eða þróun rafrænna upplýsinga) og tæp 25% vinna við vef- stjórnun (umsjón eða ritstjórn vefsíðu) (bls. 32). Nothæfi Í allri umfj öllun um hvernig fólk notar Internetið er oftast vísað í orðið notendur. Hér er farið stuttlega yfi r hvað felst í orða- notkuninni. Mýtan um meðalnotanda er í raun og veru röng, allir vefnotendur eru sérstakir og öll vefnotkun er sérkenni hvers og eins (Krug, 2006). Það sem skiptir máli er að fi nna út hver markhópur viðkomandi vefsíðu er og fá notendur úr honum til að taka þátt í notendaprófunum (Thurow og Musica, 2009). Það er ekkert sem getur komið í stað notendaprófana (Krug, 2006). Fjallað verður nánar um notendaprófanir síðar. Nielsen og Loranger (2006) skipta not- endum í tvo hópa eftir því hversu lengi fólk hefur notað Internetið. Þau miða við hvað fólk er að gera á netinu, til dæmis netspjall, setja inn nýjan vafra, hvort það noti bókamerkingar og fl eira. Þeir spyrja hvort fólk hafi búið til sína eigin vefsíðu, hvort það geti sjálft lagað vandamál tengt tölvunni og hversu mikið notendur eltast við allt það nýjasta á netinu. Notendur eru þó alltaf allir sem nota netið og þegar vísað er í notendur þá er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar vefsíður eru hannaðar. Samkvæmt ODLIS (e. Online Dictionary for Library and Information Science) er nothæfi útskýrt sem: „Hversu vel óvönum notanda líður við að nota tölvu- viðmót á skilvirkan og árangursríkan hátt. Það fyrsta sem huga þarf að við hönnun með notagildi að leiðarljósi er skýrt samræmt leiðakerfi með innihaldi“ (Reitz, 2007, Usability). Nielsen og Loranger útskýra nothæfi á eftirfarandi hátt: „Nothæfi er nokkurskonar gæðastimpill á hversu auð- velt er að nota eitthvað. Nánar tiltekið hversu fl jótt fólk getur lært það, hversu árangursríkt það er, hversu auðvelt er að muna það, hversu laust við villur það er og hversu vel notandinn naut þess að nota það. Ef fólk vill ekki eða getur ekki notað þá möguleika sem í boði eru, gætu þeir alveg eins ekki verið til“ (Nielsen and Loranger, 2006, bls. xvi). Upplýsingahegðun notenda Þegar notkun leitarvéla er skoðuð kemur í ljós að notendur nota vefi nn ekki alltaf eins og búast má við. Margir slá inn vef- slóðir í leitarvélar í stað þess að slá það inn í vafrann. Spyrja má hvers vegna það sé? Svarið er að þetta virkar og er það oftast nóg fyrir fl esta þó að þetta sé lengri leið. Þetta á við um alla hópa og oft eru ótrúleg göt í þekkingu sérfræðinga rétt eins og nýgræðinga. Þetta snýst um fólk sem þarf að komast að settu marki og það skiptir það ekki máli hvernig það fer að því (Krug, 2006). En er þetta þá ekki bara allt í lagi? Ekki samkvæmt Krug (2006) sem vill meina að þó að fólk nái oft að bjarga sér með þessum hætti þá er það ekkert sérlega árangursríkt fyrir not- andann sjálfan þegar upp er staðið. Þess vegna er mikilvægt að notendur skilji vefsetrin sem þeir vafra á því það eykur líkurnar á að þeir fi nni það sem þeir leita að. Þeir skilja einnig betur hvað er hægt að gera á viðkomandi vefsetri án þess að Mynd 2 – Þróun starfa

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.