Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 24

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 24
24 bókasafnið 35. árg. 2011 Norska bókavarðafélagið stofnað 1913 Norska bókavarðafélagið (Norsk bibliotekforening – NFB) er opið fyrir alla sem starfa við bókasöfn, heimildavinnu eða upplýsingastarfsemi en í Noregi starfar einnig Norsk fagbiblio- tekforening (NFF) en allir meðlimir þar eru líka tengdir Norska bókavarðafélaginu. Félaginu er skipt upp í svæðisbundnar einingar eftir landfræðilegri skiptingu og hafa þær eigin stjór- nir. Í félaginu eru um 3200 félagar.6 Sænska bókavarðafélagið stofnað 1915 Sænska bókavarðafélagið (Svensk Biblioteksförening) var stofnað 1915 undir heitinu Svenska Allmänna Biblioteksfö- reningen (SAB). Árið 1921 var sett á stofn annað félag undir heitinu Svenska bibliotekariesamfundet (SBS). Þessi tvö félög voru svo sameinuð árið 2000. Bókavarðafélagið er nú félags- skapur allra bókavarða og taldi árið 2009 um 3700 félaga sem eru bæði einstaklingar og stofnanir.7 Bókavarðafélag Íslands stofnað 1960 Það liðu mörg ár frá því bókaverðir formuðu sín félög í kringum okkur og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar til tími var til kominn til að stofna félags- skap fyrir íslenska bókaverði. Aðstæður hér á landi voru mjög ólíkar því sem tíðkaðist á hinum Norðurlöndunum, einkum hvað snerti almenningsbókasöfnin. Hjá okkur var útgáfa bóka lengi vel svo takmörkuð að vel lesinn maður gat mjög vel innt af hendi þjónustu við almenning. Langt fram eftir síðustu öld var almenningsbókasöfnunum stýrt af sjálfboðaliðum, rit- höfundum eða „bókfróðum“ einstaklingum sem tóku að sér að lána út bækur úr litlum lestrarfélögum eða bókasöfnum. Árið 1955 voru fyrstu lög um almenningsbókasöfn sett eftir að Guðmundur G. Hagalín hafði ferðast um landið til að gera úttekt á stöðu almenningsbókasafna. Í þessum fyrstu lögum var stofnað til embættis bókafulltrúa ríkisins og fyrsti bóka- fulltrúi ríkisins var einmitt Guðmundur G. Hagalín. Árið 1956 hóf Björn Sigfússon að kenna bókasafnsfræði við heimspekideild Háskóla Íslands og var kennslan miðuð við þá sem ætluðu sér að starfa í Landsbókasafni eða Háskólabóka- safni og höfðu gráðu í íslensku eða sagnfræði. Engin áhersla var lögð á þjónustu almenningsbókasafna. Í ritinu Á leið til Upplýsingar8 fjallar höfundurinn, Friðrik G. Olgeirsson, um stofnun Bókavarðafélags Íslands en hann segir einnig að lítið sé til af upplýsingum um aðdragandann að stofnun félagsins og af hverju þessi sérstaki tímapunktur var valinn. Hann telur þó að heimsókn Magnus K. Kristoffer- sen, sem hingað kom frá Bandaríkjunum þetta sama ár til að halda námskeið fyrir almenningsbókaverði, gæti hafa orðið hvatinn sem þurfti til að koma félagsskapnum af stað.9 Einnig hafði Guðmundur G. Hagalín ferðast um allt land og kynnt sér stöðu bókasafna og kynnst þeim sem í bókasöfnunum störf- uðu og gat því haft beint samband við þá og látið þá vita um fyrirhugaða stofnun félagsins. Í skemmtilegu viðtali við Guð- mund G. Hagalín10 segir hann frá afskiptum sínum af bóka- söfnunum, tilurð fyrstu skýrslu um almenningsbókasöfnin og fyrstu lögum um almenningsbókasöfn og skipun sinni í embætti bókafulltrúa ríkisins. Það var sunnudaginn 4. desember 1960 að bókaverðir víða að af landinu hittust í Bókasafni Hafnarfjarðar við Mjósund 12 til að stofna félag. Herborg Gestsdóttir frá Borgarbókasafni Reykjavíkur var fundarstjóri, Haraldur Sigurðsson frá Lands- bókasafni var fundarritari en fundurinn hófst með frásögn Guðmundar G. Hagalíns af störfum hans við að undirbúa stofnfundinn. Alls höfðu 37 aðilar gefið til kynna að þeir vildu gerast stofnfélagar.11 Í fyrstu lögum félagsins eru ýmis merkileg ákvæði fyrir utan tilgang og félagsaðild: Tilgangur félagsins er: 1. Að vekja sem víðtækastan skilning ráðamanna þjóðar- innar og alls almennings á hlutverki bókasafna og gildi þeirra og koma því til leiðar að löggjöf um bókasöfn, fjárveitingar til þeirra og aðbúnaður allur verði þannig að starfsemin geti orðið sem víðtækust og fjölþættust. 2. Að vinna að aukinni menntun og hæfni bókavarða, stuðla að bættum kjörum þeirra og standa á verði um réttindi þeirra og aðstöðu.12 Rétt til þátttöku í félaginu hafa allir, sem hafa á hendi bóka- vörzlu í bókasöfnum og skjalasöfnum, sem eru kostuð af al- mannafé. Enn fremur þeir, sem lokið hafa bókavarðaprófi frá háskóla eða annarri kennslustofnun, er félagsstjórn tekur gilda.13 Það er athyglisvert að svo lítið félag skuli hafa sérstaka grein sem veitir félagsstjórninni heimild til að skipta félaginu upp í deildir sem hafi þó eigi færri en 10 félaga. Þessar fjórar deildir virðast í raun vera sérstök félög og skulu þær hafa sér- stakar stjórnir og starfsreglur. Þessar deildir eða félög hafa eftirfarandi nafngiftir: 1. Félag bæjar- og héraðsbóka- og skjalavarða. 2. Félag sveitarbókavarða. 3. Félag bókavarða í skólum og hælum. 4. Félag bóka- og skjalavarða í ríkisstofnunum.14 6. http://www.norskbibliotekforening.no/ 7. http://www.biblioteksforeningen.org/ 8. Í þessari grein er mikið stuðst við rit Friðriks G. Olgeirssonar. Á leið til Upplýsingar. Saga Bókavarðafélags Íslands, aðildarfélaga þess og Félags bókasafnsfræðinga. Reykjavík. Upplýsing, 2004. 9. Friðrik G. Olgeirsson, sama rit, s. 38. 10. S[teingrímur] J[ónsson]: Bókavörður og bókafulltrúi. Viðtal við Hagalín. Bókasafnið 6 (1982) 1, s. 4-10. 11. Lista yfir alla stofnfélagana er að finna í Á leið til Upplýsingar bls. 40-41. 12. Lög BVFÍ 1960, gr. 2. 13. Lög BVFÍ 1960, gr. 3. 14. Lög BVFÍ 1960, gr. 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.