Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 32

Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 32
32 bókasafnið 35. árg. 2011 ennfremur hægt að velja hluti sem tilheyra ákveðinni sögu, t.d. hluti sem tilheyra sögunni um Rauðhettu og úlfinn, hluti sem tengjast ákveðnu þema eða hluti af handahófi.6 Eins og lesa má í þessari grein hafa sögupokar margþætta notkunarmöguleika og auðvelt er að búa þá til án mikils til- kostnaðar. Bókasafn Reykjanesbæjar er stolt af því að geta boðið upp á þá tegund samverustunda sem sögupokarnir gefa möguleika á. þar sem handbrúður og hlutir sem fara vel í hendi eru gjarnan notaðir. Með þessu móti má auka gæðasamverustundir fjöl- skyldunnar og njóta skemmtilegrar upplifunar við iðju sem kostar ekki neitt. Nýting hérlendis sem erlendis Það var breski kennarinn og rithöfundurinn Neil Griffiths sem átti hugmyndina að sögupokunum (e. storysacks) en honum fannst að hægt væri að gera lestrarupplifun meira lifandi og áhugaverðari fyrir börn og foreldra. Honum leist ekki á hvað foreldrar og kennarar lögðu of lítinn metnaði í að segja sögu.3 Á undanförnum árum hefur notkun sögupoka í leikskól- um, skólum og bókasöfnum aukist til muna og það tíðkast í Bretlandi að sveitarfélög láni út sögupoka, t.d. til mennta- stofnana, og leikskólar og bókasöfn til almennings.4 Sögu- pokar hafa verið notaðir af bókasöfnum til að ná til félagslega einangraðra samfélagshópa, svo sem í fátækrahverfum og fólks af ólíkum uppruna, sem er einangrað vegna tungumála- örðugleika.5 Einnig hefur tíðkast að nota sögupoka í sérkennslu til að efla lestrarfærni og auka áhuga á sögum og lestri og ekki síður í kennslu tvítyngdra barna. Það er meðal annars gert hjá Reykjavíkurborg og í verkefni frá Huldu Karen Daníelsdóttur, „Við kunnum að kenna íslensku“, eru sögupokar nefndir undir góðum ráðum fyrir þá sem kenna íslensku sem annað mál: Notið sögupoka með hjálparhlutum. Útbúið sögupoka með heimilishlutum, verkfærum, fötum, snyrtivörum, fígúrum eða hverju öðru sem hægt er að nota til að styðja við sögur og bækur. Í sögupokann er Mæðginin Svala Björk Reynisdóttir og Tómas Tómasson voru með þeim fyrstu að nota sögupokana á Bókasafni Reykjanesbæjar. Hér bregða þau á leik með Rauðhettu og úlfinn. Í sögupokanum með Örkinni hans Nóa er grænt og blátt efni úr saumakassa starfsmanna fyrir land og haf, plastörk og plaststigi sem fannst á markaði sem seldi notaðan fatnað og dót, Ficher Price tré sem kom úr dótasafni sona starfsmanns og hluti af leikmunum úr stórri tréörk sem innihélt Nóa og frú og par af nokkrum dýrategundum og var til á safninu. 3. Af http://www.nationalliteracytrust.net/Pubs/griffiths2.html. Sótt 22. nóvember 2010. 4. Af http://www.cambridgeshire.gov.uk/leisure/libraries/children/storysacks.htm. Sótt 22. nóvember 2010. 5. Af http://www.nationalliteracytrust.net/socialinclusion/earlyyears/storysackspractice.html. Sótt 22. nóvember 2010. 6. Af http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-2332/4197_view-74. Sótt 19. nóvember 2010.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.