Bókasafnið - 01.06.2011, Page 33
33
Inngangur
Umfjöllunarefni þessarar greinar er upplýsingahegðun
græðara. Græðarar veita heilsumeðferðir sem eru oftast kall-
aðar óhefðbundnar, heildrænar eða viðbótarmeðferðir. Þær
eiga sammerkt að þær eru almennt stundaðar utan ramma
opinbera heilbrigðiskerfisins. Vegur óhefðbundinna heilsu-
meðferða fer vaxandi um hinn vestræna heim. Sama þróun á
sér stað hér á landi. Samkvæmt nýlegri rannsókn Landlæknis-
embættisins á notkun óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu
á Íslandi, hafði ríflega þriðjungur þátttakenda gengist undir
óhefðbundnar heilsumeðferðir. Að mati rannsakenda fer sá
hópur stækkandi (Björg Helgadóttir, Rúnar Vilhjálmsson &
Þóra Jenný Gunnarsdóttir, 2010).
Samfara aukinni notkun óhefðbundinna heilsumeðferða
má telja víst að margir séu á höttunum eftir upplýsingum um
þessi efni. Jafnframt má ætla að sá hópur fólks sem leitar upp-
lýsinga um óhefðbundnar heilsumeðferðir sé margbreyti-
legur. Þrátt fyrir vísbendingar um að ofangreindur hópur sé
fjölmennur og fari sístækkandi hefur raunverulegt umfang
hans og eðli lítið verið kannað. Að sama skapi hafa fáar rann-
sóknir verið gerðar á upplýsingahegðun1 fólks í tengslum við
óhefðbundnar heilsumeðferðir. Hins vegar hafa fjölmargar
rannsóknir verið gerðar á upplýsingahegðun sjúklinga og
almennings í tengslum við heilsutengd málefni (Case, 2002)
og á upplýsingahegðun hinna ýmsu starfsstétta innan heil-
brigðiskerfisins (Case, 2002; Detlefsen, 1998; McKenzie, 2004).
Aftur á móti takmarkast rannsóknir á upplýsingahegðun heil-
brigðisstétta í tengslum við óhefðbundnar heilsumeðferðir
við upplýsingaleit lækna og læknanema (Owen & Fang, 2003;
Lie & Boker, 2006) og rannsóknir á upplýsingahegðun með-
ferðaraðila sem veita óhefðbundnar heilsumeðferðir eru telj-
andi á fingrum annarrar handar (Steinvör Haraldsdóttir, 2010).
Efni þessarar greinar er sótt í MLIS-ritgerð mína sem ber
heitið: „Minn sannleikur“ upplýsingahegðun græðara og
áhugafólks um óhefðbundnar heilsumeðferðir. Ritgerðin bygg-
ir á eigindlegri rannsókn sem var gerð undir handleiðslu dr.
Jóhönnu Gunnlaugsdóttur.
Markmið og aðferðir
Þekking á upplýsingahegðun í tengslum við óhefðbundnar
heilsumeðferðir er af skornum skammti. Hér á landi hefur
engin rannsókn verið gerð á því hvernig meðferð eða notkun
upplýsinga á þessu sviði er háttað. Megintilgangur rann-
sóknarinnar var að bæta úr ofangreindum þekkingarskorti
með því að varpa ljósi á helstu einkenni upplýsingahegðunar
græðara í tengslum við óhefðbundnar heilsumeðferðir.
Í rannsókninni var leitað svara við fjórum meginspurn-
ingum. Í fyrsta lagi var rýnt í upplýsingaþarfir þátttakenda og
spurt hvaða aðstæður í lífi þeirra lágu að baki því að þörf fyrir
upplýsingar um óhefðbundnar heilsumeðferðir vaknaði og í
hverju upplýsingaþarfir þeirra fólust. Í öðru lagi var skoðað
hvernig upplýsingaöflun þátttakenda var háttað og hvaða
tegundir upplýsinga þeir nýttu sér. Í þriðja lagi var sjónum
beint að upplýsingamiðlun þátttakenda og kannað hvaða
tilgangi hún þjónaði og hvernig hún fór fram. Loks, í fjórða
lagi var leitast við að greina helstu þætti sem settu mark sitt á
upplýsingahegðun þátttakenda.
Eins og fyrr sagði er ennþá margt á huldu um upplýsinga-
hegðun einstaklinga í tengslum við heilsumeðferðir sem eru
stundaðar utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þess vegna
hentuðu eigindlegar rannsóknaraðferðir viðfangsefninu
einkar vel þar sem styrkur þeirra felst meðal annars í því að
Steinvör Haraldsdóttir
Upplýsingahegðun og óhefðbundnar heilsumeðferðir
Ritrýnd grein
1. Allt hátterni mannsins sem snýr að upplýsingum og aðgangi að upplýsingum (Wilson, 2000).