Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 33

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 33
33 Inngangur Umfjöllunarefni þessarar greinar er upplýsingahegðun græðara. Græðarar veita heilsumeðferðir sem eru oftast kall- aðar óhefðbundnar, heildrænar eða viðbótarmeðferðir. Þær eiga sammerkt að þær eru almennt stundaðar utan ramma opinbera heilbrigðiskerfisins. Vegur óhefðbundinna heilsu- meðferða fer vaxandi um hinn vestræna heim. Sama þróun á sér stað hér á landi. Samkvæmt nýlegri rannsókn Landlæknis- embættisins á notkun óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu á Íslandi, hafði ríflega þriðjungur þátttakenda gengist undir óhefðbundnar heilsumeðferðir. Að mati rannsakenda fer sá hópur stækkandi (Björg Helgadóttir, Rúnar Vilhjálmsson & Þóra Jenný Gunnarsdóttir, 2010). Samfara aukinni notkun óhefðbundinna heilsumeðferða má telja víst að margir séu á höttunum eftir upplýsingum um þessi efni. Jafnframt má ætla að sá hópur fólks sem leitar upp- lýsinga um óhefðbundnar heilsumeðferðir sé margbreyti- legur. Þrátt fyrir vísbendingar um að ofangreindur hópur sé fjölmennur og fari sístækkandi hefur raunverulegt umfang hans og eðli lítið verið kannað. Að sama skapi hafa fáar rann- sóknir verið gerðar á upplýsingahegðun1 fólks í tengslum við óhefðbundnar heilsumeðferðir. Hins vegar hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á upplýsingahegðun sjúklinga og almennings í tengslum við heilsutengd málefni (Case, 2002) og á upplýsingahegðun hinna ýmsu starfsstétta innan heil- brigðiskerfisins (Case, 2002; Detlefsen, 1998; McKenzie, 2004). Aftur á móti takmarkast rannsóknir á upplýsingahegðun heil- brigðisstétta í tengslum við óhefðbundnar heilsumeðferðir við upplýsingaleit lækna og læknanema (Owen & Fang, 2003; Lie & Boker, 2006) og rannsóknir á upplýsingahegðun með- ferðaraðila sem veita óhefðbundnar heilsumeðferðir eru telj- andi á fingrum annarrar handar (Steinvör Haraldsdóttir, 2010). Efni þessarar greinar er sótt í MLIS-ritgerð mína sem ber heitið: „Minn sannleikur“ upplýsingahegðun græðara og áhugafólks um óhefðbundnar heilsumeðferðir. Ritgerðin bygg- ir á eigindlegri rannsókn sem var gerð undir handleiðslu dr. Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Markmið og aðferðir Þekking á upplýsingahegðun í tengslum við óhefðbundnar heilsumeðferðir er af skornum skammti. Hér á landi hefur engin rannsókn verið gerð á því hvernig meðferð eða notkun upplýsinga á þessu sviði er háttað. Megintilgangur rann- sóknarinnar var að bæta úr ofangreindum þekkingarskorti með því að varpa ljósi á helstu einkenni upplýsingahegðunar græðara í tengslum við óhefðbundnar heilsumeðferðir. Í rannsókninni var leitað svara við fjórum meginspurn- ingum. Í fyrsta lagi var rýnt í upplýsingaþarfir þátttakenda og spurt hvaða aðstæður í lífi þeirra lágu að baki því að þörf fyrir upplýsingar um óhefðbundnar heilsumeðferðir vaknaði og í hverju upplýsingaþarfir þeirra fólust. Í öðru lagi var skoðað hvernig upplýsingaöflun þátttakenda var háttað og hvaða tegundir upplýsinga þeir nýttu sér. Í þriðja lagi var sjónum beint að upplýsingamiðlun þátttakenda og kannað hvaða tilgangi hún þjónaði og hvernig hún fór fram. Loks, í fjórða lagi var leitast við að greina helstu þætti sem settu mark sitt á upplýsingahegðun þátttakenda. Eins og fyrr sagði er ennþá margt á huldu um upplýsinga- hegðun einstaklinga í tengslum við heilsumeðferðir sem eru stundaðar utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þess vegna hentuðu eigindlegar rannsóknaraðferðir viðfangsefninu einkar vel þar sem styrkur þeirra felst meðal annars í því að Steinvör Haraldsdóttir Upplýsingahegðun og óhefðbundnar heilsumeðferðir Ritrýnd grein 1. Allt hátterni mannsins sem snýr að upplýsingum og aðgangi að upplýsingum (Wilson, 2000).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.