Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Side 40

Bókasafnið - 01.06.2011, Side 40
40 Sólveig Þorsteinsdóttir Útdráttur Vísindastarf hefur aukist um 900% á Íslandi á tímabilinu 1994- 2008. Rannsóknir og vísindi á heilbrigðissviði eru um 58% af vísindum á Íslandi og er Landspítalinn þar framarlega. Mæl- ingar sýna að í samanburði við aðrar þjóðir er Ísland í efstu sætunum hvað snertir fj ölda tilvísana í birtar ritrýndar greinar í heilbrigðistímaritum (1, 2). Aukning á birtingu erlendra rit- rýndra greina frá Landspítalanum var 52% á tímabilinu 2001- 2009 (3). Fjöldi vísindamanna sem birti ritrýndar erlendar greinar árið 2009 frá Landspítalanum var um 190. Helstu erlendu samstarfsaðilar Landspítalans í greinaskrifum eru Svíþjóð, Bandaríkin og Bretland. Á fj ögurra ára tímabili 2007- 2010 voru 70% samstarfsaðila vísindamanna frá Landspítal- anum erlendir. Starfsumhverfi vísindamanna er mikilvægt og skiptir miklu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum. Á síðustu þremur árum hefur niðurskurður verið mikill á Heil- brigðisvísindabókasafni LSH. Vísindatímarit eru mikilvægasti hluti safnkostsins en á þessu tímabili hefur hann verið skorinn niður um 25%. Þessi niðurskurður ásamt fækkun starfsfólks á LSH og sú hætta að ungir læknar sem hafa lokið námi erlendis skili sér ekki til starfa á Landspítalanum gæti haft áhrif á vís- indavirknina hjá LSH á komandi árum. Inngangur Fjallað verður um vísindastörf á Landspítalanum á tímabilinu 2001-2010. Gróska í vísindastörfum hefur verið mikil á þessum tíma. Samtímis hefur aðgangur að rafrænu efni frá bókasafn- inu aukist og einnig þjónusta. Fjallað verður um hugsanlegt samhengi þarna á milli. Greint er frá erlendri samvinnu vís- indamanna LSH, tilvísanatíðni, aðgangi að vísindagreinum þeirra og birtingu þeirra í opnum aðgangi og fj allað um mikil- vægi birtingar á greinum á íslensku og hlutverk bókasafnsins við að koma íslenska efninu á framfæri. Einnig er fj allað um erlendu vísindagreinarnar og mikilvægi þess að birta á er- lendum tungumálum. Að lokum er fj allað um niðurskurð hjá safninu frá því að kreppan skall á og hugsanleg áhrif á vísinda- og klínísk störf á Landspítalanum. Tímabilið 2001-2010 – vísindi og rafrænn aðgangur Tafl a 1 sýnir birtingar ritrýndra vísindagreina, bóka og bóka- kafl a á níu ára tímabili. Aukning á birtingum erlendra ritrýndra greina frá Landspítalanum var 52% á tímabilinu 2001-2009. Fjöldi vísindamanna sem birtu ritrýndar erlendar greinar árið 2009 frá Landspítalanum var um 190. Tafl a 1: Ritrýndar greinar og bókakafl ar LSH 2001-2009 Samkvæmt samantekt frá Rannís (1), eru áhrif greinaskrifa vísindamanna í heilbrigðisvísindum á Íslandi hæst í ríkjum OECD að meðaltali á tímabilinu 2003 til 2007. Hlutur Íslands í birtingum greina innan Norðurlandanna og á heimsvísu er stór miðað við mannfj ölda. Klínískar læknisfræðirannsóknir Niðurskurður hjá Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans Áhrif á vísindavirkni og klínískt starf á Landspítalanum

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.