Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 40

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 40
40 Sólveig Þorsteinsdóttir Útdráttur Vísindastarf hefur aukist um 900% á Íslandi á tímabilinu 1994- 2008. Rannsóknir og vísindi á heilbrigðissviði eru um 58% af vísindum á Íslandi og er Landspítalinn þar framarlega. Mæl- ingar sýna að í samanburði við aðrar þjóðir er Ísland í efstu sætunum hvað snertir fj ölda tilvísana í birtar ritrýndar greinar í heilbrigðistímaritum (1, 2). Aukning á birtingu erlendra rit- rýndra greina frá Landspítalanum var 52% á tímabilinu 2001- 2009 (3). Fjöldi vísindamanna sem birti ritrýndar erlendar greinar árið 2009 frá Landspítalanum var um 190. Helstu erlendu samstarfsaðilar Landspítalans í greinaskrifum eru Svíþjóð, Bandaríkin og Bretland. Á fj ögurra ára tímabili 2007- 2010 voru 70% samstarfsaðila vísindamanna frá Landspítal- anum erlendir. Starfsumhverfi vísindamanna er mikilvægt og skiptir miklu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum. Á síðustu þremur árum hefur niðurskurður verið mikill á Heil- brigðisvísindabókasafni LSH. Vísindatímarit eru mikilvægasti hluti safnkostsins en á þessu tímabili hefur hann verið skorinn niður um 25%. Þessi niðurskurður ásamt fækkun starfsfólks á LSH og sú hætta að ungir læknar sem hafa lokið námi erlendis skili sér ekki til starfa á Landspítalanum gæti haft áhrif á vís- indavirknina hjá LSH á komandi árum. Inngangur Fjallað verður um vísindastörf á Landspítalanum á tímabilinu 2001-2010. Gróska í vísindastörfum hefur verið mikil á þessum tíma. Samtímis hefur aðgangur að rafrænu efni frá bókasafn- inu aukist og einnig þjónusta. Fjallað verður um hugsanlegt samhengi þarna á milli. Greint er frá erlendri samvinnu vís- indamanna LSH, tilvísanatíðni, aðgangi að vísindagreinum þeirra og birtingu þeirra í opnum aðgangi og fj allað um mikil- vægi birtingar á greinum á íslensku og hlutverk bókasafnsins við að koma íslenska efninu á framfæri. Einnig er fj allað um erlendu vísindagreinarnar og mikilvægi þess að birta á er- lendum tungumálum. Að lokum er fj allað um niðurskurð hjá safninu frá því að kreppan skall á og hugsanleg áhrif á vísinda- og klínísk störf á Landspítalanum. Tímabilið 2001-2010 – vísindi og rafrænn aðgangur Tafl a 1 sýnir birtingar ritrýndra vísindagreina, bóka og bóka- kafl a á níu ára tímabili. Aukning á birtingum erlendra ritrýndra greina frá Landspítalanum var 52% á tímabilinu 2001-2009. Fjöldi vísindamanna sem birtu ritrýndar erlendar greinar árið 2009 frá Landspítalanum var um 190. Tafl a 1: Ritrýndar greinar og bókakafl ar LSH 2001-2009 Samkvæmt samantekt frá Rannís (1), eru áhrif greinaskrifa vísindamanna í heilbrigðisvísindum á Íslandi hæst í ríkjum OECD að meðaltali á tímabilinu 2003 til 2007. Hlutur Íslands í birtingum greina innan Norðurlandanna og á heimsvísu er stór miðað við mannfj ölda. Klínískar læknisfræðirannsóknir Niðurskurður hjá Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans Áhrif á vísindavirkni og klínískt starf á Landspítalanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.