Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 48

Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 48
48 bókasafnið 35. árg. 2011 Við sem störfum á almenningsbókasöfnum vitum að þau voru síst ofalin á tímum hins svokallaða góðæris og því varla af nokkru að taka. Það er erfiður róðurinn víða þar sem þörfin fyrir þjónustuna hefur aukist á sama tíma og allsstaðar er klipið af, hvort sem er af stöðugildum eða innkaupum safn- gagna. Hér á Húsavík er staðan með þeim hætti að áætlaðar fjárveitingar til safnsins 2011 eru minni að krónutölu en var árið 2007, svo niðurskurðurinn er mikill ef litið er á verð- lagsþróun síðustu ára. Öll innkaup eru skorin við nögl, stöðu- gildum fækkað og opnunartími skertur. En það er ljós í myrkr- inu: Útlán hafa víða aukist, komum á bókasöfn fjölgar, fleiri sækja í ódýra afþreyingu, kyrrð og ró hefur náð vinsældum á ný. Því felst í ástandinu ákveðið tækifæri til að efla bókasöfn, auka starfsemi þeirra, teygja sig til þeirra sem orðið hafa illa úti í kreppunni svokölluðu. Margt er hægt að gera án mikils kostnaðarauka og náist aukin nýting safna mun það án efa styrkja okkur öll í baráttunni um fjárveitingarnar. Nú er því lag að bjóða notalegt umhverfi og uppbyggilega iðju fyrir unga sem aldna, bjóða jafnt upplýsingar sem afþreyingu og augnabliks flótta frá veruleikanum inn bækurnar þar sem hægt er að sökkva sér niður í ævintýraheima fjarri dagsins önn. Það er nefnilega svo að það þarf ekki að kosta mikið að láta sér líða betur og gera sér dagamun. Það er mín reynsla sem og margra annarra að séu lítil börn spurð hvert þau langi að fara er svarið ansi oft: Á bókasafnið. Eyrún Ýr Tryggvadóttir Sá sem á garð og bókasafn þarfnast einskis frekar1 -Hugleiðingar um mikilvægi bókasafna Bókasöfn hafa verðugu og margþættu hlutverki að gegna í nútíma samfélagi. Þau veita ekki aðeins upplýsingaþjónustu og varðveita söguna, heldur veita þau skemmtun og afþrey- ingu fyrir unga sem aldna. Þau eru kyrrlátt skjól í lífsins ólgusjó þar sem allir eru boðnir velkomnir og engum má mismuna eftir kyni, kynþætti, trú eða öðru, allir landsmenn skulu eiga kost á að njóta þjónustu almenningsbókasafna samkvæmt lögum nr. 36/1997. Bókasafn hvers sveitarfélags er sameign íbúanna allra og líklega fáir sem vildu missa þau úr samfélaginu. Nú ríður því á að starfsmenn bókasafna, ráðamenn og almenningur allur standi vörð um bókasöfnin í landinu, þegar niðurskurðar- hnífnum er sveiflað sem aldrei fyrr og bókasöfn eiga víða und- ir högg að sækja. Þau eru nefnilega þess eðlis að enginn tekur eftir þeim fyrr en hann þarf á þeim að halda, þau eru hljóðlát og lítt áberandi, en þó mikilvægir máttarstólpar í baklandinu sem enginn vill vera án. Ekkert bendir til þess í dag að mikilvægi bókasafna sé að minnka, þvert á móti verður krafan um upplýsingar og þjón- ustu sífellt háværari á tímum þar sem allir eru í námi, allir vilja fylgjast með á öllum vígstöðvum, taka þátt í umræðunni, skipta máli. Bókasöfnin eru jú kjörinn vettvangur fyrir fólk til að leita sér heimilda, tilvitnana, samheita og hvaðeina. Hversu margir góðir ræðumenn skyldu lesa bækur? Og fræðimenn- irnir, menntafólkið? Svarið við því er augljóst og þarf ekki að tíunda hér en það eru ekki aðeins sérfræðisöfn og háskóla- bókasöfn sem eru mikilvæg fyrir þjóðina. Nei, almennings- bókasöfnin eru ekki síður mikilvæg enda þar að finna afþrey- ingu ekki síður en fræði fyrir unga sem aldna. Og það er kjarni málsins. Almenningsbókasöfn eru hvort tveggja fræðslustofn- anir og menningarstofnanir. Þau hafa í gegnum tíðina oft ver- ið kölluð háskóli alþýðunnar og margir þeir sem ekki hafa átt kost á formlegri menntun hafa sótt sína menntun á bókasöfn. Þau eru staður þar sem sækja má þekkingu, menningu og menntun, almenningi til ánægju og andans eflingar. Hér á landi hafa stjórnvöld margoft lýst þeirri stefnu sinni og framtíðarsýn að bókasöfn hafi mikilvægu hlutverki að gegna í þróun upplýsingasamfélagsins. Upplýsingar og að- gengi að þeim eru einn af hornsteinum þróaðra samfélaga, aðgengi að þekkingu er forsenda allrar þróunar og nýsköp- unar. Því skýtur skökku við nú, að um leið og stjórnvöld telja rétt að leggja áherslu á menntun landsmanna og nýsköpun sem leið út úr efnahagsþrengingunum, er mikið skorið niður á bókasöfnum, inn að beini og jafnvel lengra. 1. Cicero, sjá www.tilvitnun.is

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.