Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Page 53

Bókasafnið - 01.06.2011, Page 53
53 bókasafnið 35. árg. 2011 Hugvísindasvið Hlutfall ritgerða í opnum aðgangi á Hugvísindasviði var 79%, sem er yfir meðallagi. Einungis 65% meistaranema á Hug- vísindasviði velja opinn aðgang að sínum ritgerðum en 82% nema í grunnnámi. Á Hugvísindasviði voru meistaranemar aðeins 21% þeirra sem útskrifuðust í júní en nemar í grunn- námi 79%. Innan Hugvísindasviðs eru fjórar deildir með fjölbreytt námsframboð. Deildirnar eru deild erlendra tungumála, bók- mennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspeki- deild. Innan þessara deilda, sérstaklega íslensku- og menn- ingardeildar eru margar ólíkar námsgreinar, svo sem kvik- myndafræði, listfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Hvað varðar opinn aðgang var talsverður munur milli deilda í júní en hér gildir hið sama og á Heilbrigðisvísindasviði að tölur eru lágar í sumum greinum. Í deild erlendra tungumála, bók- mennta og málvísinda luku til að mynda einungis þrír nem- endur meistaraprófi og voru allar ritgerðirnar þrjár í opnum aðgangi. Opinn aðgangur var líka algengur meðal nema sem útskrifuðust úr grunnnámi eða 89%. Á Hugvísindasviði voru allt frá 50% upp í 90% ritgerða í opnum aðgangi. Menntavísindasvið Á Menntavísindasviði var hlutfall ritgerða í opnum aðgangi 68% í júní 2010 sem er nokkuð undir meðallagi. Innan Menntavísindasviðs eru þrjár deildir: íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild, kennaradeild og uppeldis- og mennt- unarfræðideild. Ef skipting milli grunnnáms og meistaranáms hvað varðar opinn aðgang er skoðuð kemur í ljós að 88% meistaranema á sviðinu velja opinn aðgang að ritgerðum sínum en aðeins 66% nema í grunnnámi. Hér ber að nefna að meistaranemar eru hlutfallslega mjög fáir á þessu sviði, aðeins 37 eða 9% af heildarfjölda útskrifaðra af sviðinu. Hvað varðar opinn aðgang var nokkur munur milli deilda í júní, en hlutfall ritgerða í opnum aðgangi var ýmist undir eða yfir meðaltali. Opinn aðgangur að ritgerðum nemenda í grunnnámi allra deilda sviðsins var undir meðaltali í júní eða 63%-71% (íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild 63%, kennaradeild 71% og uppeldis- og menntunarfræðideild 67%). Verkfræði- og náttúruvísindasvið Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði var hlutfall ritgerða í opnum aðgangi 75% sem er aðeins yfir meðallagi. Hlutfall rit- gerða í opnum aðgangi minnkaði eftir því sem leið á veturinn. Ef skipting milli grunnnáms og meistaranáms hvað varðar op- inn aðgang er skoðuð í júní kemur í ljós að 79% meistaranema á Verkfræði- og náttúruvísindasviði völdu opinn aðgang að sínum ritgerðum og 73% nema í grunnnámi. Hér ber að nefna að meistaranemar eru hlutfallslega fáir í öllum deildum, að- eins 31 alls (eða 28% af heildarfjölda útskrifaðra af sviðinu). Sama má segja um nemendur í grunnnámi en einungis 78 útskrifuðust af sviðinu í júní og af þeim skiluðu ekki nema 48 ritgerð í Skemmuna. Þess ber einnig að geta að í sumum greinum á þessu sviði geta nemendur valið hvort þeir skila lokaritgerð eða ekki og er því eðlilegt að skilatölur séu lágar miðað við önnur svið. Innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru sex deildir. Þær eru iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræði- deild, jarðvísindadeild, líf- og umhverfisvísindadeild, raf- magns- og tölvuverkfræðideild, raunvísindadeild og um- hverfis- og byggingarverkfræðideild. Fjöldi útskrifaðra nema er lágur í flestum deildum og hlutfallstölur um skil og opinn aðgang segja því lítið. Í raunvísindadeild geta nemendur víða valið hvort þeir skila ritgerð og sama á til dæmis við í tölvun- arfræði en þar skilaði aðeins einn nemandi ritgerð af þeim sjö sem útskrifuðust. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði voru 71%-100% rit- gerða í opnum aðgangi: (iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild 71%, jarðvísindadeild 89%, líf- og um- hverfisvísindadeild 68%, rafmagns- og tölvuverkfræðideild 100% (1 nemandi), raunvísindadeild 87% og umhverfis- og byggingarverkfræðideild 75%). Eins og áður segir er lítið hægt á álykta út frá þessum tölum þar sem fáir nemendur liggja að baki tölfræðinni. Viðbrögð við Skemmunni Skemman hefur vakið almenna ánægju meðal flestra not- enda. Borið hefur á jákvæðri umfjöllun hjá nemendum, kenn- urum og almenningi. Oftar en einu sinni hefur höfundur ritgerðar bent á það í fjölmiðlum að ritgerðin sé aðgengileg í Skemmunni. Alloft berast fyrirspurnir frá nemendum sem út- skrifuðust áður en Skemman kom til sögunnar um hvort þeir geti skilað inn ritgerð sinni. Það er jákvætt en vandkvæðum háð því tryggja þarf að ritgerðin sem skilað er inn sé óbreytt frá þeirri sem skilað var inn á sínum tíma sem prentað eintak. Oftast hefur verið gripið til þess ráðs að biðja leiðbeinanda viðkomandi nemanda að staðfesta að um óbreytt eintak sé að ræða. Þó að viðbrögð við Skemmunni hafi að mestu leyti verið góð hafa einnig heyrst neikvæðar raddir. Einn kennari skrif- aði bréf með efnisheitið „Skemmustarfsemi – skemmdar- starfsemi“ og fór fram á að ritgerð nemanda sem hann hafði umsjón með væri fjarlægð úr Skemmunni. Nemandinn hafði valið opinn aðgang. Annar kennari vildi láta loka ritgerð nem- anda síns og taldi sig eiga höfundarétt að efni ritgerðarinnar þar sem rannsókn nemandans hafði verið unnin af teymi. Nokkrir nemendur hafa neitað að skila inn rafrænu eintaki af ritgerð sinni. Ástæðurnar eru eflaust margvíslegar en oftast er engin skýring gefin. Til bóta væri að Háskóli Íslands setti skýrar reglur um skil og aðgang. Samantekt Ef deildir og svið Háskóla Íslands eru borin saman í júní sést að ekkert eitt svið sker sig úr og deildirnar eru líka mjög mis- munandi hvað varðar opinn aðgang. Það virðist því enn vera að mörgu leyti handahófskennt hvaða nemendur velja opinn aðgang og hverjir velja að loka aðgangi að ritgerð sinni. Innan Félagsvísindasviðs er munurinn einna mestur þar sem laga-

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.