Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Page 56

Bókasafnið - 01.06.2011, Page 56
56 bókasafnið 35. árg. 2011 Ég les eiginlega alltaf í rúminu, sofna helst aldrei án þess að lesa aðeins áður. Það liggja alltaf ein- hverjar bækur á náttborðinu og frekar en að lesa ekkert les ég sömu bækurnar aftur. Stundum vakna ég þegar bókin dettur, svo bækurnar mega helst ekki vera of stórar, ævisaga Gunnars Thoroddsen var til dæmis of stór. Þegar ég var lítið barn var ein af uppáhaldsbókunum mínum Sagan af honum Nóa eftir Loft Guðmundsson. Bæði las mamma hana fyrir mig og síðar las ég hana sjálf. Ég dáðist mest að því í þeirri sögu að það var í henni kona sem hellti upp á kaffi með annarri hendinni og prjónaði með hinni. Síðan hef ég verið meðvituð um þann eiginleika kvenna að geta gert margt í einu. Ég notaði bókasafnið við Hólsveg í Kleppsholti. Þar réði ríkjum Magnús stormur Magnússon. Þá mátti maður bara taka þrjár bækur í einu. Svo ætla ég að gera pínulitla játningu, að þrjár bækur dugðu mér ekki alveg, þannig að ég tók stundum aukabækur og setti inn undir úlpuna, svo fór maður og skilaði þeim seinna. Stundum gleymdist að skila bókum þótt maður færi á bókasafnið en þá var bara komið heim og bækurnar sóttar. Magnús var oft með vini sína inni á bókasafninu þann- ig að hann var ekki alltaf að fylgjast mikið með manni, það sátu hjá honum svona kallar og drukku kaffi og kannski eitt- hvað sterkara út í, stundum kaupstaðalykt inni á bókasafninu. Þegar ég stækkaði fórum við líka að sækja bókasafnið niðri í bæ, í Þingholtsstræti og var þá farið í strætó. Sem krakki las ég Dórubækurnar eftir Ragnheiði Jóns- dóttur, líka þýddar bækur eins og bækurnar um Beverly Gray. Svo las ég bækur eftir Slaughter og Cronin og allar bækurnar eftir Guðrúnu frá Lundi. Móðir mín var nú ekki mjög hrifi n af þessu bókavali og ég var eiginlega ekki búin að lesa neinar bækur sem voru heima, fannst þær svo erfi ðar og þungar, til dæmis Þrúgur reiðinnar, bækur Kiljans og Þórbergs og svo ljóðabækur höfuðskáldanna, ekki þó Davíð og Tómas sem þóttu of borgaralegir. Mömmu ofbauð bókavalið hjá mér og þegar ég var tólf ára skipaði hún mér að lesa Atómstöðina og skýrði hana út fyrir mér. Hún sagði mér hver væri litli feiti maðurinn á svölum alþingishússins sem sveik landið. Þetta er mín uppáhaldsbók og tel að hún ætti að vera skyldulesning með skýringum mömmu minnar. Sjálf las móðir mín fyrir okkur þegar við vorum lítil áður en við lærðum að lesa. Til dæmis sögu Jónasar Hallgrímssonar um það þegar drottningin á Englandi fór yfi r til Frakklands að heimsækja kónginn þar. Táningurinn Sigríður las líka mikið af rósrauðum rómönum. En ég og vinkona mín, við lágum oft á sitt hvorum dívaninum inni í herbergi heima hjá henni, það var meira pláss þar en heima hjá mér, og við lásum hvor fyrir sig tímunum saman án þess að tala neitt, en fundum fyrir vináttu og nálægð við lesturinn. Þetta var á tímum þegar var tvískiptur skóli þannig að börn höfðu frið á daginn til að gera eitthvað annað en að vera í skipulögðu skóla- og tómstundastarfi , fengu að vera í friði fyrir fullorðnu fólki. Þegar ég fermdist fékk ég margar góðar gjafi r, meðal ann- ars Tuttugu smásögur eftir Einar H. Kvaran sem ég hélt mikið upp á þá. Einhvern veginn glataðist bókin en ég er nýlega búin að kaupa hana aftur hjá Braga. Sögurnar hans Einars eru margar mjög snjallar, ein sú besta er um manninn sem var alltaf að tapa en hafði tapað mest þegar hann giftist kon- unni sinni. Ég var lengi að skilja þá sögu. En það var auðvitað þannig að hann tapaði aleigunni því hann keypti konuna frá gömlum manni sem hún átti að giftast vegna skuldar föður hennar við hann og lét allar ærnar sínar, aleigu sína, í staðinn. Þegar ég eltist fór ég að meta Kiljan mikils og hef líka gaman af Þórbergi. Hjá ættingjum mínum voru alltaf miklar umræður í jólaboðunum um hvaða bækur væru bestar og yfi rleitt höfðu þeir félagarnir vinninginn, sumir máttu ekki vatni halda yfi r Sálminum um blómið eða Brekkukotsannál. Ég hef haft fyrir sið seinni ár að gefa barnabörnum og barna- barnabörnunum Íslandsklukkuna í skírnargjöf. Ég hef alltaf stundað bókasafnið, raunar mismikið eftir því sem tími hefur verið til. Ég á líka mikið af bókum sem ég les eftir hendinni. En þegar ég var ein með dætur mínar nokkur ár þá gaf ég sjálfri mér alltaf bók, var svo hrædd um að ég fengi ekki bók í jólagjöf. Ég pakkaði henni alltaf inn eins og þetta væri mikið leyndarmál. Á aðfangadagskvöld, þegar stelpurnar voru sofnaðar, tók ég bókina svo upp og fór að lesa. Ég gaf mér yfi rleitt bók eftir Guðberg Bergsson. Fékk mér svolítið sérrí og konfekt með en oftast var ég orðin svo uppgefi n að ég sofnaði fl jótlega, eins og venjuleg þreytt hús- móðir, en hafði þá bókina á jóladag. Ég les bækur oft í einum rykk. Maðurinn minn heldur því fram að ég lesi ekki nema aðra hverja blaðsíðu en ég er fl jótlæs. Svo er ég oft með margar bækur í einu og les þær til skiptis þegar ég fer að sofa. Bækur og líf Hvernig ég hef notað bókasafnið gegnum tíðina Sigríður Kristinsdóttir

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.