Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 57

Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 57
57 Núna förum við á Borgarbókasafnið nánast í hverri viku. Búum svo vel að eiga heima skammt frá Aðalsafninu. Það er mjög gaman að ganga um safnið og sjá hvernig fólk nýtir sér aðstöðuna. Það eru alltaf einhverjir að lesa blöðin eða fl etta bókum, sumir taka jafnvel í prjóna. Margir foreldrar koma með börnin sín og venja þau þannig á bókasafnið. Svo er þarna gott barnahorn. Mér fi nnst líka gaman að sjá hvað starfsfólkið fylgist vel með tímanum með því að draga fram bækur sem eiga við atburði hverju sinni. Ekki skal ég fullyrða hvenær ég varð læs, en áreiðanlega var ég farinn að lesa bækur 6 ára og bóklestur var eiginlega eina afþreyingin sem stóð til boða heima á Sauðárkróki í bland við óskalagaþætti, útvarpsleikrit og skemmtiþætti (kl. 9 á sunnudags- kvöldum) á gömlu Gufunni og bíó klukkan 5 á sunnudögum. Ég held ég hafi verið alæta á bækur, ef hægt er að taka svo til orða. Ég las nefnilega líka stelpubækur ef annað var ekki að hafa og eitthvað grautaði ég svo í fullorðinsbókum sem til voru á heimilinu. Ég man til dæmis vel eftir Öldinni okkar og sér- staklega myndinni af líkum áhafnarinnar og vísindamann- anna á Pourquoi Pas? vestur á Mýrum og lík dr. Charcots í forgrunni. Ég á enn auðvelt með að kalla þessa mynd fram í hugann og með sínum hætti vakti hún með mér ugg fyrir dauðanum sem birtist m.a. með þeim hætti, að væri fl aggað í hálfa stöng á Króknum þá fór ég ekki stystu leið í heimsókn til ömmu Stefaníu sem var upp með gamla spítalanum og fram hjá líkhúsinu sem stóð þar á bak við. Eitthvað á ég enn af bókum frá þessum árum en fl estar fóru þær til systurbarna minna og þaðan áfram til næstu kynslóð- ar. Einni hef ég þó glatað og það þeirri sem síst skyldi, nefni- lega sögunni um selinn Snorra. Ég lá lengi í mislingum ein- hvern vetur í æsku og gat ekki lesið sjálfur, en hún Sigurlaug amma las fyrir mig Selinn Snorra og ég gaf myndunum auga. Ég tók slíku ástfóstri við þessa bók - og kannski sérstaklega selinn - að ég litaði ísbjörninn Voða rauðan til þess að hann sæist betur á ísnum og ég klippti tennurnar úr háhyrningnum Glefsi til þess hann ynni nú engum skaða. Svona geta bækur og daglegt líf runnið saman í raunveruleik hvort sem menn eru ósjúkir eða með mislinga. Biblían er ekki bögglað roð Sölvi Sveinsson Stefanía amma mín var oft með Biblíuna í kjöltu sér og ævinlega á sunnudagsmorgnum og las þá kafl a og kafl a. Ekki las ég þá bók í æsku nema valda endursagða kafl a í biblíusögutímum í skólanum og vitaskuld kann hver maður þær goðsagnir. Fyrir nokkrum árum varð ég að láta gera við fæturna á mér og þurfti að liggja og einsetti mér að lesa Biblíuna spjalda á milli og gerði það; skal þó játa að ég fl etti býsna hratt ýmsum köfl um með ættartölum eða útlistunum á lögmáli gyðinga og víst ýmsu fl eira. Þetta var ánægjulegur lestur af ýmsum sökum. Í Biblíunni eru tugir rita, misgóð eftir atvikum, en í bland stórkostlegar og fj ölbreyttar bókmenntir. Ótalmargir íslenskir talshættir eiga rætur í Biblíunni og alveg burtséð frá því hvort fólk er trúað eða ekki, þá er menningar- heimur þessarar bókar sprelllifandi í nútímanum. Hvað ætli mörg listaverk séu beinlínis vaxin úr ritum Biblíunnar, mál- verk, skáldsögur, leikrit, ljóð, kvikmyndir? Ótal tákn í málinu sem við notum á hverjum degi eru þaðan komin og svo mætti lengi rekja. Eiginlega væri alveg þess virði að láta gera meira við fæturna á sér til þess að fá nokkurra daga næði til þess að glugga betur í þessa bók! Ég las Kóran síðar, af forvitni til samanburðar og þar er ólíku saman að jafna. Kóran fi nnst mér erfi ður afl estrar því uppröðun efnis er með þeim hætti, að þáttum (súrum) er raðað eftir lengd, og styttist hver kafl i eftir því sem líður á bókina. En margt er þar fagurlega og frið- samlega mælt og Helga Hálfdanarson brestur ekki smekkvísi á meðferð máls. Margvíslegt efni beggja þessara rita á rætur í sama jarðvegi. Öldin okkar, Selurinn Snorri, Biblían og Kóran. Sérkennileg og tilviljanakennd blanda frá liðnum dögum. Nú er framboð á afþreyingu miklu meira en eftirspurn. Samt er það svo að bestu næðisstundirnar og heilnæmasta hvíldin er með bók í hönd – þangað til svefn sígur á brár. bókasafnið 35. árg. 2011

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.