Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 Hvað stendur upp úr frá þeim tíma sem þú söngst og spilaðir með Bruna- liðinu? „Lífið í kringum bandið, eða eigum við kannski frekar að segja brjálæðið. Ég hef oft tekið tarnir á ferlinum en fyrsta árið með Brunaliðinu slær þeim öllum við. Svo þessar ofboðslegu vinsældir, sem komu mér persónulega í opna skjöldu.“ Af hverju heldurðu að hljómsveitin hafi orðið svona vinsæl? „Bæði voru þeir sem komu að hljómsveitinni allt fólk sem þjóðin þekkti fyrir en einnig held ég að hinar ótrú- legu vinsældir lagsins „Ég er á leiðinni“, sem varð svo eitt vinsælasta lag fyrr og síðar hérlendis, hafi spilað stóran þátt í því að hljómsveitin sló í gegn.“ Hvað geturðu sagt lesendum sem eru yngri – hvernig hljómsveit var Brunaliðið? „Hljómsveitin var sérstaklega sett saman af útgefandanum Jóni Ólafssyni. Einstaklingarnir í hljómsveitinni komu úr öllum áttum, flestallir úr þekktum böndum. Einhver myndi segja það ávísun á vesen en einhvern veginn gekk þetta upp og úr varð gríðarlega vin- sælt band sem sló öll aðsóknarmet og seldi plötur í trukkaförmum.“ Hjá þeim sem eldri eru – á tónlist Brunaliðsins enn sterkar taugar hjá þjóðinni? „Ég held það upp að ákveðnu marki. Við áttum vinsæl lög sem voru spiluð í ræmur og stóran aðdáendahóp sem fylgdi okkur hvert skref og er núna að mæta í Eldborg til að halda veislu með okkur nokkrum árum síðar.“ Hvað er á döfinni hjá þér sjálfum? „Ég er að vasast í alls konar. Skrifa bók sem ég skila af mér í vor, vinn í handritum fyrir kvikmyndir sem er tómstundagaman hjá mér og einhverjir eru að lesa yfir þessa stundina. Síðan er ég að spila á bassann minn með hinum og þessum, klára disk með spunabandi sem ég stofnaði ásamt félögum mínum og hefur ekkert með popp að gera og bíð svo eftir sumrinu með öllum sínum ævintýrum.“ Morgunblaðið/RAX PÁLMI GUNNARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Nei, ég ætla bara að vera í sólinni á Akureyri. Bergþóra Pálsdóttir, 52 ára. Ég var að koma frá Túnis, Edinborg og Írlandi en ætla samt að ferðast meira í sumar. Ég er svolítið ferða- sjúk en er ekki búin að ákveða neitt. Tinna Brá Baldvinsdóttir, 30 ára. Ég reikna með því að ferðast innanlands eins og ég er vanur. Óttarr Ingimarsson, 63 ára. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég ætla að fara til útlanda með fjölskyldunni, við munum ferðast til Frakklands og Ítalíu. Atli Jakobsson, 39 ára. Morgunblaðið/Eggert SPURNING DAGSINS ÆTLAR ÞÚ AÐ FERÐAST TIL SÓLARLANDA Í SUMAR? „Ég er komin til Íslands til að vera,“ segir myndlistar- konan og kennarinn Louise Harris sem opnar sína fyrstu einkasýningu á Ís- landi á laugardag. Hún hefur búið hér á landi ásamt fjöl- skyldu sinni í um áratug, seg- ir þetta vera gott samfélag fyrir konur og nýtur þess að starfa hér. Menning 56 MÁLAR DRAUMSÝNIR ÚR TÍMARITUM Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Hvít skyrta er flík sem allir ættu að eiga í fata- skápnum. Henni er hægt að klæðast bæði fínt og afslappað, eða sem flík sem passar við allt. Tíska 42 Breski rithöfundurinn David Nicholls er heims- þekktur fyrir metsölubók sína Einn dagur. Hann segir nýja bók sína, Okkur, sem kom út á íslensku fyrir stuttu, vera fullorðinslegri og betur skrifaða en jafn hjartnæma. Bækur 58 Una Ólöf Gylfadóttir og Björn Ragnar Lárus- son hafa komið sér og börnum sínum tveimur vel fyrir í bjartri íbúð í Breiðholti þar sem heimilisstíllinn einkenn- ist af sterkum litum og dökkum við. Heimili og hönnun 26 Hljómsveitin Brunaliðið kemur saman í Eldborg eftir 35 ára hlé hinn 18. apríl næstkomandi. Meðlimir hljómsveitarinnar voru meðal annarra auk Pálma þau Magnús Kjartansson, Diddú, Magnús Eiríksson og Laddi. Tón- leikarnir verða tvennir, þeir fyrri klukkan 19.30 og þeir seinni 22.30. Lögin spiluð í ræmur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.