Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 36
sem hefur markaðssett sig af svo mikilli
natni að það getur selt miðlungstæki á topp-
verði, enda er fólk að kaupa stöðutákn og
upplifun, en ekki bara hljómgæði. Áþekkt
hefur og verið sagt um Beats-heyrnartól,
en líkt og með áðurnefndan framleið-
anda, þá eru Beats-heyrnartólin frá
Apple alla jafna prýðileg og þó hægt sé
að fá meiri hljómgæði fyrir sama eða
minni pening þá er líka verið að borga fyr-
ir útlit og stöðutákn og, ekki síst, Beats-
merkið.
Tímaritið Time birti fyrir ári umfjöllun um
bestu og verstu heyrnartól, eða réttara sagt
bestu og verstu heyrnartólaframleiðendur,
enda bar blaðið saman umsagnir og tilraunir
á um þrjú þúsund heyrnartólunm, allt frá
ódýrum eyrnatöppum upp í appatöt sem
kosta hundruð þúsunda. Niðurstaðan kom
svo sem ekki á óvart: besti framleiðandinn
var Shure, þá kom Grado en Plantronics rak
lestina. Listann má sjá hér til hliðar.
Þrennt er rétt að taka fram varðandi
þessa samantekt: Hún er mjög „amerísk“,
þ.e. mjög miðuð við það sem fáanlegt er
vestan hafs og mest fjallað um alla jafna,
hún var gerð áður en Apple tók við Beats og
svo er ekki rétt að taka of mikið mark á
henni, því ekki eru allar gerðir heyrnartóla
allra þessara framleiðenda prófaðar af sama
fjölda gagnrýnenda sem notuðu sömu mats-
aðferðir – þetta er vísbending, en ekki end-
anlegur dómur. Þegar rýnt er í samantekt-
ina sem finna má á vef Time sést til að
mynda að Grado SR60i eru mun betri
heyrnartól en Grado RS-2, sem kosta þó
fimmfalt meira, og Grado Professional
PS1000e eru áþekk Grado SR325is að gæð-
um þó þau fyrrnefndu sé um það bil tíu
sinnum dýrari.
Að sama skapi er ekki rétt að dæma
Beats of hart – bæði er að hægt er að fá
mjög góð Beats-heyrnartól og svo má ekki
gleyma því að þeir sem kaupa Beats-
heyrnartól eða langar í þau eru ekki bara að
leita að hljómgæðum, þeir vilja fylgja tísku
og útliti – og
er það ekki jafn-
gild ástæða til að
kaupa þau og álit innimyglaðra hljóm-
tækjapælara?
Að þessum langa formála loknum langar
mig svo til að benda á þrenn heyrnartól sem
sjást á meðfylgjandi myndum, en í þeim fer
saman tiltölulega hagstætt verð og til-
tölulega mikil hljómgæði. Allt eru þetta
heyrnartól sem ég á í safni mínu og nota
dagsdaglega, þó ekki öll í einu.
Fyrst er þar að nefna nýjustu heyrnar-
tólin, Shure SRH440 sem kosta 15.990 kr. í
Hljóðfærahúsinu - Tónabúðinni. Lokuð
heyrnartól og þó mjög þægileg. Snúran
stendur kannski í sumum, hún er sver og
þung gormasnúra, en venjuleg snúra kostar
2.690 kr.
Grado SR60e eru opin heyrnartól og sér-
kennileg útlits, en það er ekkert sér-
kennilegt við hljóminn í þeim, mjög opinn og
náttúrlegur. Kosta 14.990 kr. í Hljómsýn.
Eitt þekktasta heyrnartólamerki hér á
landi er Sennheiser og ekki hef ég tölu á
hve mörg Sennheiser-heyrnartól eru til af
öllum stærðum. Sennheiser HD 518 eru af-
bragðs opin heyrnartól, mjög þægileg og
með góðum hljóm. Þau kosta 19.800 kr. í
Pfaff.
Shure SRH440
Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA?
Grado SR60e
Sennheiser HD 518
S
vo vildi til fyrir stuttu að ég
þurfti að færa mig um set vikup-
art og vantaði þá ný heyrnartól,
því ég vildi ekki taka með mér
gömlu Sennheiser-tólin. Ekki þurfti mikl-
ar rannsóknir til að ákveða að kaupa svo-
nefnd opin heyrnartól og þá frá Grado og
fyrir valinu urðu Grado SR60e, sem eru í
Prestige-framleiðsluröð Grado, ekki dýr
en mjög góð.
Ég undi glaður við mitt þar til kvart-
anir bárust frá nálægum samstarfs-
mönnum – þeir kunnu ekki að meta
tónlistarsmekk
minn og alls
ekki hve hátt
heyrðist í heyrnar-
tólunum. Ég fór því
aftur á stúfana í leit
að heyrnartólum
sem væru þá lokuð
og keypti Shure
SRH440 sem dró
heldur úr kvört-
unum samstarfsmanna.
Í heyrnartólum eru litlir hátalarar, en ým-
ist er ekkert lok eða lítið sem ekkert lok
fyrir aftan hátalarana. Opin heyrnartól, sem
eru algengasta gerð heyrnartóla, gefa þá til-
finningu að hljómurinn sé stærri, ef svo má
segja, enda blandast umhverfishljóð saman
við það sem berst út hátölurunum við hvort
eyra, og virka fyrir vikið náttúrlegri, eins og
maður sé að hlusta á hljómsveit eða tónlist-
armann í sama herbergi. Lokuð heyrnartól
aftur á móti, heyrnartól sem eru með lok
fyrir aftan hátalara, eru með allt öðruvísi
hljóm alla jafna. Í þeim heyrist ekkert, eða
nánast ekkert, nema hljómurinn og fyrir vik-
ið er eins og tónlistin sé miklu nær og nán-
ast inni í hausnum á þeim sem hlustar. Mjög
er misjafnt hversu vel fólk kann við slíkan
hljóm en það fer líka eftir viðkomandi
heyrnartólum.
Í dæmisögunni af sjálfum mér hér fyrir
ofan koma líka fram kostir og gallar fyrir
aðra en þann sem er að hlusta – víst eru op-
in heyrnartól skemmtilegri fyrir þann sem
hlustar, en lokuð eru skemmtilegri fyrir
þann sem vill hlusta. Inn í þetta spila svo at-
riði eins og það hvernig viðkomandi heyrn-
artól fara á viðkomandi kolli, hversu vel
liggja þau að eyrunum og hversu þægileg
eru þau til lengri tíma, til að mynda ef spil-
uð er löng tölvuleikslota, hlustað á hljóðrás
langrar kvikmyndar eða ef eyða á heilum
vinnudegi í það að skrifa blaðagreinar og
hlusta á hipphopp og tilraunarokk.
Þegar heyrnartól eru annars vegar var
það nánast regla í eina tíð að maður fékk
það sem maður borgaði fyrir og það á svo-
sem við enn, en þar sem maður var að borga
fyrir hljómgæði í fyrndinni er kaupandi núna
oftar en ekki að borga fyrir útlit/hönnun eða
markaðssetningu. Gott dæmi um það er eitt
þekktasta hljómtækjamerki Bandaríkjanna
ÁRNI
MATTHÍASSON
Græjan
Græjur
og tækni
Gylltur Makki
*MacBook er ein besta fistölva sem völ er á ogeiginlega eina tölvan sem slær henni við er gull-slegin Macbook, eða í það minnsta næstum þvígullslegin. Þegar Apple kynnti nýjar MacBook ívikunni kom í ljós að þær verða ekki bara silfr-aðar heldur verður nú hægt að fá þær silfurlitar,gráar og gulllitar. Þeir sem kjósa gullið verða þó
að sýna þolinmæði, því allt að mánaðar bið er
eftir gullmakka.
Á Time-listanum vegur álit sérfræðinga,
þ.e. umsagnir fjölmiðla, 75% og
tæknilegar upplýsingar 25%.
Shure
Grado
Klipsch
Pioneer
Sony
AKG
Sennheiser
JVC
Audio-Technica
Panasonic
Apple
Bose
Philips
Creative
Koss
Skullcandy
Beats by Dre
Plantronics
Sjá time.com/74886/best-headphones
BESTU FRAMLEIÐENDURNIR
Listinn allur
LÍKLEGA HLUSTA FLEIRI Á TÓNLIST
NÚ EN NOKKRU SINNI OG FLESTIR
HLUSTA Í GEGNUM HEYRNARTÓL.
OFT ERU ÞAU HEYRNARTÓL Í
ÓDÝRARI KANTINUM OG HLJÓM-
GÆÐI STUNDUM EFTIR ÞVÍ, EN SVO
ER LÍKA HÆGT AÐ KAUPA DÝR
HEYRNARTÓL SEM HLJÓMA
HÖRMULEGA EF VILL.