Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 Heilsa og hreyfing Katrín Tanja: „Þetta er fyrsta önnin sem ég er ekki í skóla, sem setur á mig meiri pressu að gefa allt í hverja æfingu og passa vel upp á mig. Ég er búin að vera mikið úti að undanförnu þar sem þjálfarinn minn er í Boston en það er að breytast. Ég er þó viss um að ég mun fara aftur í nám í haust.“ Hjördís: „Þetta snýst allt um skipulag. Ég reyni að nýta helgarnar í að sinna fjöl- skyldu og vinum og kvöldin líka ef maður er ekki sigraður eftir daginn. Annars eru bestu vinir manns oft þeir sem eru mest í kring- um manns, eins og á æfingu. Ég hef líka eignast marga góða vini í gegnum íþróttina. Stærsti vinahópurinn minn er á Hvamms- tanga þannig að ég fer stundum þangað til að anda og kem svo fersk til baka.“ Ragnheiður Sara: „Ég er í innritun hjá Icelandair og tek að mér útköll þar. Þá fæ ég einhvern til að leysa mig af í þjálfuninni og fer upp á flugvöll. Svo er ég líka í fjar- námi í sálfræði í Háskólanum á Akureyri en bara í tveimur áföngum. Þetta snýst allt um skipulagningu. Ég er alltaf með tölvuna með mér þannig að ef ég á lausan klukkutíma nota ég hann í að hlusta á einn fyrirlestur.“ Þuríður: „Þegar ég á lausan tíma gæti ég þess að læra í stað þess að fara á Facebook. Ég er í virkum vinahópi og gef mér tíma í að rækta hann.“ Hvernig undirbúið þið ykkur fyrir mót? Katrín Tanja: „Ég æfi af mun meiri ákefð Stúlkurnar eru á leiðinni á Evrópuleikana í crossfit sem verða haldnir í maí. Vantar þig yfirsýn yfir æfingarnar? Prófaðu að skrá inn alla hreyfingu dagsins á hverjum degi inn á Fitocracy (www.fitocracy.com). Forritið veitir þér svo stig fyrir hverja æfingu sem eru mismörg eftir kílóafjölda, fjölda endurtekninga og ákefð. þú getur borið þig saman við aðra, gefið og þegið ráð og lesið greinar um æfingar og mataræði. Rafræn æfingadagbók veitir yfirsýn yfir hreyfingu Annie Mist Þórisdóttir er fyrsta og eina konan til að verða tvisvar heimsmeistari í crossfit, sem hún varð árin 2011 og 2012. Vinni Annie heimsleikana í ár yrði það því þriðji sigur hennar. Hún er nú stödd í San Francisco en gaf sér tíma til að ræða við Sunnudags- Moggann. Hún segist almennt æfa tvisvar á dag, tvo til þrjá tíma í senn. Önn- ur æfingin feli í sér tækni og úthald en hin styrktaræfingar og ólymp- ískar lyftingar. Þar að auki syndir hún og hleypur reglulega og tekur einn dag í viku til að hita upp og teygja vel fyrir átök næstu viku. Tíu dögum fyrir Evrópuleikana eða heimsleikana breytir hún æf- ingunum þannig að þær verða aðeins styttri og léttari. „Ég hvíli tveimur dögum fyrir mót og tek tækniæfingu daginn fyrir það. Ég reyni að slaka á og eyða tíma með fjölskyldunni eða kærastanum. Ég reyni að borða eins og venjulega og breyta eins litlu og mögulegt er.“ Annie sigraði í Crossfit Open í ár og er því efst kvenna í öllum heiminum. „Venjulega eru mót eins og Open með tiltölulega einföldum æf- ingum þar sem fólk hefur tíma til að jafna sig vel á milli vikna. Slíkt hefur almennt ekki hentað mér. Einn af helstu styrkleikum mínum er að ég jafna mig hratt á milli æfinga. Æfingarnar í keppninni í ár hent- uðu mér samt nokkuð vel en það kom það mér mjög á óvart að mér skyldi takast að vinna. Þetta var frábær byrjun á keppnistímabilinu,“ segir Annie. Hún er í því óðaönn að undirbúa sig fyrir næstu Evrópuleika og stefnir órauð á heimsleikana í júlí. Annie er ekki í vafa þegar hún er spurð um markmið sín í íþrótt- inni: „Ég vil vinna heimsleikana aftur. Ég vil keppa eins lengi og ég hef gaman af þessu og hef áhuga. Ég vil hjálpa til við að miðla heilbrigðum lífsstíl og hreyfingu. Ég er einn af eigendum CrossFit Reykjavík þann- ig að ég veit að það mun alltaf vera hluti af lífinu taka þátt í uppbygg- ingu og kennslu þar.“ Aðspurð hvers vegna svona margar íslenskar konur séu efnilegar í crossfit svarar hún: „Það er erfitt að svara því en ég tel okkur hafa mikið keppnisskap og drifkraft. Við erum ekki hræddar við að ýta okkur áfram og við höfum trú á okkur. Íslenskar stelpur eru auk þess með sterk gen.“ Annie Mist við heimkomuna til Íslands eftir að hafa varið titil sinn sem Hraustasta kona veraldar árið 2012. Morgunblaðið/Eggert Gæti orðið heimsmeistari þrisvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.