Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 inn við uppfærsluna og mér finnst ég alltaf eiga talsvert í þessari sýningu. Ég var dans- kafteinn (yfirdansari) í sýningunni frá upp- hafi og 2006 var mér boðið að verða fastur danshöfundur við sýninguna. Það starf felur í sér allt viðhald sýningarinnar, að ráða nýja dansara, þjálfa nýja stráka til að leika Billy Elliot og að vera tengiliður sýningarinnar við framleiðendur. Ég bar alla ábyrgð á því að sýningin héldi ferskleika sínum og gæðum. Ég var í þessu starfi í sex ár, til 2012, með hléum. Sýningin sló í gegn og gengur enn í London.“ Fékk enga tilnefningu til Grímunnar Upp úr þessu fór Lee að bjóðast að semja dansa við sýningar í litlum leikhúsum víðs- vegar um Bretland og svo árið 2011 fékk hann símtal frá Bergi Þór Ingólfssyni. „Hann sagðist hafa fundið mig á netinu og við áttum skype-samtal. Ég var búinn að læra tvær setningar í íslensku og ég held að þær hafi gert útslagið,“ segir Lee Proud og hófst þá íslenski kaflinn í lífi hans. „Við gerðum nýja Mary Poppins-sýningu frá grunni. Nýir dansar, sviðsmynd, búningar og útsetningar. Okkur tókst að ná ótrúlega miklu út úr leikurunum, sem fæstir höfðu nokkra reynslu af dansi, hvað þá steppdansi, sem er mjög erfiður. Umhverfið í Borgarleik- húsinu kom mér líka á óvart, hæfileikarnir í húsinu og getan til að gera flókna hluti til að framkalla galdra á sviðinu er á heimsmæli- kvarða.“ Og Mary Poppins sló í gegn. 50 þúsund manns sáu sýninguna sem er sú vinsælasta sem sett hefur verið upp á Íslandi til þessa. Allir listrænir stjórnendur fengu tilnefn- ingu til Grímuverðlauna, nema Lee. Hvað fannst honum um það? „Mér sárnaði það. Mér fannst fram hjá mér gengið og skildi ekki hvers vegna ég fékk ekki tilnefningu. Sérstaklega í ljósi þess að dansarnir í Mary Poppins voru alger nýj- ung í íslensku leikhúsi, eða svo er mér sagt.“ Eftir Mary Poppins fóru hjólin að snúast á fullu hjá Lee. Hann gerði sviðshreyfingar í Furðulegu háttalagi hunds um nótt í Borg- arleikhúsinu og honum buðust æ stærri verk- efni í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hápunkt- ur ársins var án efa tilnefning til Offie-verðlauna sem danshöfundur ársins fyr- ir Carousel í London. Á sama tíma tókst hann aftur á við Billy Elliot. Og verkefnið var metnaðarfullt; að gera alveg nýja sýningu sem styðst ekki á neinn hátt við fyrri uppfærslur á verkinu. Nú á Íslandi. Hvernig var fyrir hann að hitta aft- ur þennan gamla vin sinn og fá nú að gera sýningu frá grunni? „Fyrir hreina tilviljun var fyrsti samlestur í Borgarleikhúsinu ná- kvæmlega tíu árum eftir fyrsta samlestur í London. Það kveikti hjá mér miklar tilfinn- ingar og minningar. Mér leið vel við tilhugs- unina um að fá að semja alveg nýja dansa í sýningu sem ég þekki svona vel, en á sama tíma var þetta gríðarleg áskorun.“ Í Bretlandi þótti vafamál hvort nægilega góður piltur fyndist í hlutverk Billys, en hvernig ætti að finna þrjá slíka á Íslandi? „Sá sem leikur Billy þarf að geta dansað ballett, steppað, vera góður í fimleikum, syngja, leika, vera líkamlega sterkur, á rétt- um aldri og hæð og geta haldið uppi þriggja tíma leiksýningu. Sá hinn sami þarf líka að vera andlega sterkur, því þjálfunin fyrir hlut- verkið tekur yfir allt hans líf í marga mánuði. Merkilegt nokk tókst það, raunar fundum við fleiri en þrjá sem gætu leikið hlutverkið. Ís- land er mikil hæfileikaverksmiðja. En ég bjó að því að hafa þjálfað upp 28 stráka í þetta hlutverk í London.“ Á æfingatímabili Billy Elliot var Lee boðið spennandi verkefni, hinn kunni leikstjóri Matthew White bauð honum að semja dansa við nýja uppfærslu af söngleiknum The Producers eftir Mel Brooks. „Þetta var tæki- færi af slíkri stærðargráðu að ég gat ekki annað en sagt já takk. Sýningin hefur verið á ferðalagi um Bretland en lokaáfangastaður- inn er West End. Ég var heppinn að hafa mjög fært samstarfsfólk sem tók við Billy El- liot þegar ég þurfti að fara fáeinum vikum fyrir frumsýningu.“ En hver er munurinn á íslensku sýning- unni og þeirri í London? „Sýningin á Íslandi hefur marga kosti umfram uppfærsluna í London. Hún er ferskari, danshreyfingarnar eru erfiðari og um leið nær bíómyndinni í raunveruleikablæ.“ Hvað langar þig að gera í framtíðinni? „Núna er ég á leiðinni í langt frí til Mallorca, en það sem mig dreymir um að fá að gera er að leikstýra. Hver veit nema sá draumur rætist.“ Morgunblaðið/Kristinn * Fyrir hreina tilviljunvar fyrsti samlestur íBorgarleikhúsinu nákvæm- lega tíu árum eftir fyrsta samlestur í London. Það kveikti hjá mér miklar til- finningar og minningar. Lee Proud danshöfundur hafði þjálfað 28 stráka í hlut- verk Billy Elliot áður en hann kom hingað til lands til að vinna að uppfærslu verksins. Við hlið hans á myndinni er Hjörtur Viðar Sigurðarson og fyrir framan sitja Baldvin Alan Thorarensen og Sölvi Viggósson Dýr- fjörð. Þessir þrír ungu menn skipta með sér hlutverki Billy Elliot á sviði Borgarleikhússins. Magnús Geir Þórðar- son útvarpsstjóri var við stjórnvölinn í Borg- arleikhúsinu þegar Lee Proud kom til starfa í Mary Poppins. „Áhrif Lees á íslenskt leikhúslíf verða seint ofmetin. Með vinnu sinni í Mary Poppins setti hann, að mínu mati, ný viðmið hvað varðar dansþáttinn í íslenskum söng- leikjauppfærslum. Áhorfendur stóðu á öndinni yfir glæsilegum dansatriðum sem voru viðameiri og flóknari en menn áttu að venjast. Hann gerir miklar kröfur og er einstaklega mikill fagmaður. Það var lærdómsríkt fyrir okkur öll að kynnast hans vinnubrögðum í þessari risavöxnu sýningu. Svo er gaman að sjá á Billy Elliot að þróunin heldur áfram. Við unnum í nokkur ár að því að fá réttinn til að setja Billy Elliot upp í Borgarleikhúsinu og eitt það fyrsta sem við gerðum þegar ljóst var að verkið færi á svið var að fá Lee til að stýra dönsunum. Hann er enda einn af lykilmönnum þessarar uppfærslu, líkt og í Mary Poppins, án þess að lítið sé gert úr frábærri vinnu á öllum póstum sýningarinnar.“ MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON Hefur haft mikil áhrif á íslenskt leikhúslíf „Lee er mikill listamað- ur og kemur með verð- mæta reynslu inn í leik- húsið hér. Maður á djúp samtöl við hann um lögn á persónum. Hann hefur tekið kóreógrafíu í söngleikjum upp á alveg nýtt stig hér á Íslandi. Lee heldur miklum aga og nær miklu út úr listamönnunum sem hann vinnur með,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, sem leikur ballettkenn- arann frú Wilkinson í Billy Elliot. HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR Nær miklu út úr listamönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.