Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 Fjölskyldan Fjölskyldur sem misstu af barnaleikritinu Elsku Míó minn, í þýðinguÞórarins Eldjárns, sem útvarpað var á Rás 1 um páskana, geta nálg- ast það og spilað á Sarpinum fyrir háttinn næstu kvöld en verkið var flutt í þremur hlutum og var úrvalsfjölskylduskemmtun. Sarpurinn fyrir háttinn F yrr en varir mun tölvupóstur berast frá bekkjarráðum þar sem skipulagðar hafa verið hjólaferðir og það er oft lítill tími til að græja reiðhjólin með stuttum fyrirvara. Það er því eiginlega kominn tími til að fara í hjólageymsluna og gera hjólið klárt fyrir veturinn. Það er misskilningur að það séu aðeins eldri hjól sem þarf að yfir- fara eftir veturinn og hægt er að fara með hjólin á ýmis reiðhjóla- verkstæði hér í borg og úti á landi, en slík yfirferð getur samkvæmt því sem blaðamaður kemst næst tekið hálftíma ef ekki þarf að skipta um slöngu, bremsuklossa eða aðra varahluti og er þá fyrst og fremst verið að smyrja hjólið, herða skrúfur og slíkt. Vert er að gera verðsamanburð en slík yfir- ferð, ef ekkert þarf að gera auka- lega, getur kostað frá tæplega 2.400 krónum, svo sem hjá Hvelli, upp í rúmlega 4.000. Athugið að þegar nær dregur sumri er oft mikið að gera á hjólaverkstæð- unum svo það er þess þá heldur nauðsynlegt að drífa sig af stað. Hins vegar þarf ekki alltaf sér- fræðinga til að yfirfara hjól. Hægt er að leita leiðbeininga á netinu, bæði skriflegra en einnig er hægt að horfa á myndbönd á You- tube. Þá eru meira að segja nám- skeið öðru hvoru auglýst þar sem koma má með eigin hjól, læra að yfirfara það og gera það að sjálf- sögðu um leið klárt út í sumarið. Það sem flestir eiga að geta gert sjálfir er að sjálfsögðu að þrífa það, stilla gíra og smyrja þá, at- huga hvort skrúfur og rær séu nokkuð að losna eða jafnvel ofhert- ar og hvort bremsupúðar eru nokkuð skakkir – hvort þeir liggi ekki rétt að gjörðinni, mæla þrýst- ing í dekkjum, pumpa í dekk sem eru með frönskum ventli og muna þá að nota sérstakar hjólapumpur eða kaupa millistykki sem skrúfað er á ventilinn. Hér til hliðar má finna nokkur af þeim atriðum sem flestir ættu að geta gert heima. Gott er þá að fara yfir hvort yf- irferðin hafi heppnast og fara í að minnsta kosti klukkutíma hjólaferð. Ef eitthvað er enn að er verk- stæðið trúlega næsta skref. ALLIR KLÁRIR Í SUMARIÐ Í hjólagírinn í tæka tíð Það er gæðastund að læra og hjálpast að við að yfirfara reiðhjólin fyrir sumarið, smyrja þau, pumpa og bæta slöngur. Getty Images/iStockphoto ÞAÐ ER ENN FROST Í JÖRÐU EN ÞAÐ GETUR GERST Á EINNI NÓTTU AÐ SUMARIÐ HALDI INNREIÐ SÍNA. Í ÞAÐ MINNSTA ER GOTT AÐ VERA BÚINN AÐ YFIRFARA HJÓLIN MEÐ GÓÐUM FYRIRVARA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Gaman að hjóla á nýju reiðhjóli. Getty Images/iStockphoto Heimsfrægir hönn- uðir og lúxus- vörumerki stíla í stórauknum mæli markaðssetningu sína inn á yngstu börnin og breska blaðið the Telegraph greindi frá því ný- lega að lúxusinn fæl- ist ekki lengur bara í vönduðum barnavörum og -vöggum. Nú væri til dæmis hægt að fara í sumarfrí á sér- stakar suðrænar barnaeyjur þar sem innifaldir væru sérstakir þjónar fyrir börnin og einnig fengju þau nudd á ströndinni. Það er ferðaskrif- stofan ITC Luxury Travel sem hef- ur skipulagt ferðir sem þessar. SÉRSTAKAR BARNAEYJUR Lúxussum- arfrí barna Lúxusfrí fyrir börn eru það nýjasta. ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Á Youtube eru frábær myndbönd fyrir þá sem treysta sér til að læra hjólaviðgerðir undir leiðsögn á ensku.  Ef fólk þarf að skipta um slöngu er hægt að slá inn eftirfarandi: How to repair a Flat Bicycle Tire  Ef bæta þarf slöngu er það: How to repair a Biccly puncture  Ef stilla þarf gíra skal slá inn: How to adjust bicycle gears  Og ef yfirfara þarf bremsur er það: Bicycle Repairs - How to Adjust Bicycle Front Brakes Þess má geta að þegar reiðhjól eru þrifin duga gaml- ir tann- og uppþvottaburstar vel. Nota skal milt sápu- vatn með uppþvottalegi og alls ekki of mikið af því. Hér er aðeins átt við hreinsun á hjólastellinu en einnig má þrífa það með bílabóni. Til að þrífa keðjur og gjarðir er best að kaupa sérstök hreinsiefni. Lærðu það sjálfur á netinu 9. maí næstkomandi stendur Endurmennt- unarskóli Tækniskólans fyrir námskeiði í reiðhjólaviðgerðum þar sem fólk lærir léttar viðgerðir og kemur með eigið hjól eða hjól einhvers úr fjölskyldunni og lagar það um leið. Farið er yfir léttar viðgerðir og viðhald, svo sem stillingar á stelli, hvernig reiðhjól er yfirfarið til að átta sig á ástandi þess, hvernig á að gera við sprungið dekk, laga loftþrýsting og almenna umgengni við gjarðir. Þá er skipt um bremsupúða og öryggisbil handbremsa skoðað. Einnig eru gírar og keðjur smurð. Þátttakendur koma með eigið reiðhjól. Námskeiðið er einn dagur, frá 9-16, og kostar 17.500 kr. en þess má geta að nám- skeið Endurmenntunarskólans eru flest styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stétt- arfélaga. Sniðugt námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.