Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015
*Hræðslan við dauðann er afleiðing hræðslunnar við lífið. Sásem lifir lífinu til fulls er tilbúinn að deyja hvenær sem er.Mark Twain ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
Dauðann upp á yfirborðið
Tilgangurinn er að opna fyrirumræðuna um dauðann ogað við erum dauðlegar ver-
ur,“ segir Arndís Jónsdóttir, sér-
fræðingur í líknarhjúkrun, en hún
verður meðal þátttakenda í pall-
borðsumræðum á ráðstefnunni List-
in að deyja í Háskóla Íslands á
fimmtudaginn.
Spurð hvort þessi umræða sé
alltaf jafnmikið feimnismál segir
Arndís ekkert óeðlilegt við það að
óttast endalokin. Það geri allir á
sinn hátt. Við sem vinnum með
veiku og dauðvona fólki inni á
sjúkrahúsunum finnum að mörgum
þykir erfitt að ræða um dauðann og
koma hugsunum sínum í orð. Ég
held þetta sé sammannlegt og ekki
skipti máli hvort
um er að ræða
fagfólk, sjúklinga
eða aðstandendur,“
segir Arndís.
Hún segir óhjá-
kvæmilegt fyrir
alla sem starfa í
miklu návígi við
dauðann að horfa
inn á við og líta í
eigin barm. Velta þurfi fyrir sér
áleitnum spurningum eins og „hve-
nær mun ég deyja?“ og „hvernig
mun ég deyja?“ „Þetta snýst ekki
um að vera alltaf að hugsa og tala
um dauðann, miklu frekar að vera
meðvitaður um hann. Það deyja
ekki allir gamlir. Sumir fara alltof
snemma frá sínum ástvinum,“ segir
Arndís.
Að sögn Arndísar er það mikil-
vægur réttur hvers og eins að und-
irbúa endalok sín með því að huga
að sínum málum og hagsmunum
burtséð frá því hvort viðkomandi sé
orðinn aldraður eða glími við alvar-
leg veikindi. Fullfrískt fólk ætti al-
veg eins að gera þetta og leysa
þannig nánustu aðstandendur und-
an ábyrgð við ákvarðanatöku þegar
þar að kemur. „Það er mikilvægt að
eiga samræður um þessi mál innan
fjölskyldunnar. Hvernig umönnun
vill fólk fá? Vill það deyja heima
eða á spítala? Og svo fram eftir
götunum. Þetta getur auðveldað
margt þegar viðkomandi einstak-
lingur er orðinn veikur, að ég tali
ekki um ef hann fellur skyndilega
frá.“
Arndís tekur undir það að feimni/
óttinn við dauðann sé öðrum þræði
afleiðing þeirrar breytinga sem
þessi þjóð hefur gengið í gegnum á
liðinni öld. Hér áður var barnadauði
mun algengari og alls ekki sjálf-
gefið að foreldrum tækist að koma
öllum sínum börnum á legg. „Það
er alveg rétt, dauðinn var mun nær
okkur áður fyrr. Fyrir vikið var
umræðan um dauðann eðlilegri og
fólki miklu nær,“ segir Arndís.
Í kynningu vegna ráðstefnunnar
er Arndís titluð „aðstandandi“ en
hún missti báða foreldra sína með
skömmu millibili á síðasta ári. Bæði
móðir hennar og faðir fengu ósk
sína uppfyllta um að deyja heima,
fóru ekki á spítala. Fyrir vikið
reyndi líklega meira á fjölskylduna
meðan dauðastríðið stóð yfir og
Arndísi þótti merkilegt að fylgjast
með aðkomu yngri fjölskyldu-
meðlima. Þeir hafi lært mikið á
þessu ferli. „Við settum upp vakta-
plan og skiptum með okkur verk-
um. Það gafst ótrúlega vel og for-
eldrar mínir fengu báðir hægt
andlát í faðmi sinna nán-
ustu.“
Breiður hópur fólks
kom að skipulagn-
ingu ráðstefnunnar
og Arndís segir
menn sérstaklega
hafa leitast við að
hafa fulltrúa
margra kynslóða með í ráðum, allt
niður í ungmenni í framhaldsskóla.
Spurð hvernig opna megi um-
ræðuna ennþá meira nefnir Arndís
frekara ráðstefnuhald og almennar
umræður. „Vonandi er þetta bara
upphafið. Ég geri fastlega ráð fyrir
að fleiri samkomur af þessu tagi
komi í kjölfarið. Áhuginn er mikill
og vonandi næst að smita hann út í
samfélagið. Síðan er auðvitað mik-
ilvægt að hver og einn horfi í eigin
barm og sé duglegur að tala opin-
skátt um þessi mál.“
Hún segir umræðuna lengra
komna í nágrannalöndum okkar og
horft hafi verið til Noregs sem fyr-
irmyndar við skipulagningu ráð-
stefnunnar. „Þegar ég var 26 ára
gömul bjó ég í Svíþjóð og þá var
fólk opinberlega hvatt til að hugsa
meira um þessi mál. Það vakti at-
hygli mína en á þeim tíma hafði ég
ekki gert ráð fyrir að fólk velti
dauðanum sérstaklega fyrir sér.
Það varð mér hvatning til að gefa
þessum málum meiri gaum.“
RÁÐSTEFNA UNDIR
YFIRSKRIFTINNI LISTIN AÐ
DEYJA VERÐUR HALDIN
Í HÁTÍÐARSAL HÁSKÓLA
ÍSLANDS Á FIMMTUDAGINN
KEMUR. TILGANGURINN
ER AÐ OPNA FYRIR UM-
RÆÐUNA UM DAUÐANN.
Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni á fimmtudaginn er dr. Peter Fenwick,
prófessor emerítus við King’s College í Lundúnum. Hann er bæði
taugasálfræðingur og taugalífeðlisfræðingur að mennt.
Dr. Fenwick hefur verið afkastamikill rannsakandi og eftir hann
liggja mörg ritverk. Hann hefur haft mestan áhuga á að rannsaka hvað
gerist í heila mannsins í aðdraganda andláts. Þessar rannsóknir hefur
hann gert á fólki sem hefur verið við dauðans dyr.
„Dr. Fenwick er vísindamaður sem höfðar sérstaklega til almenn-
ings þar sem hann er á andlegu sviði og á gráu svæði vísindanna.
Hann hefur fengið marga hefðbundna lækna upp á móti sér en er
samt virtur í vísindasamfélaginu,“ segir í kynningu aðstandenda
ráðstefnunnar.
Auk Arndísar Jónsdóttur verða í pallborði Andri Snær
Magnason rithöfundur, Jón Ásgeir Kalmansson heimspek-
ingur, Sólveig Birna Ólafsdóttir sálfræðinemi, séra Vigfús
Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Þórhildur
Kristinsdóttir læknir.
Þá mun Sveinn Kristjánsson kynna vefinn aevi-
.is. Rósa Kristjánsdóttir, djákni og ritari Hollvina-
samtaka líknarþjónustu, setur rástefnuna en
fundarstjóri verður Ævar Kjartansson.
Ráðstefnan hefst kl. 17 fimmtudaginn 16.
apríl og lýkur um kl. 19:30.
DR. PETER FENWICK AÐALFYRIRLESARI
Dr. Peter
Fenwick
Arndís
Jónsdóttir