Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 30
1Sjóðið vatniðHellið nógu miklu vatni í pott til að fylla í eins margabolla og þarf og látið suðuna koma upp. Ef vatnið er gott verður tebollinn góður en það er eitthvað sem við Íslendingar þurfum ekki að hafa áhyggjur af, enda fáum við hreint og ferskt vatn beint úr krananum. Athugið að það má aðeins sjóða vatnið í pottinum einu sinni. Ef það er soðið oftar en einu sinni minnkar súrefnismagnið í vatninu sem lætur teið jafnast á við flatt gos. Getty Images/iStockphoto 3Tepokinn neðstSetjið tepokannneðst í bollann. Te- pokinn hefur verið mæld- ur fyrir neytendur og inniheldur um 1-2 tsk. af tei sem er einn skammt- ur. Hafið þó í huga að pokarnir þurfa að vera nokkuð ferskir eða nýir. Í tepokum eru laufin nefni- lega afar smá og því mun viðkvæmari fyrir því að verða gömul. 4Heitt vatnHellið heita vatninu yfir tepokann. Mismun-andi er eftir tei hversu heitt vatnið á að vera því misjafnt er eftir laufum hvernig þau gerjast. Til að mynda þarf vatnið að vera sérstaklega heitt fyrir svart te á meðan ljóst eða grænt te þarf ekki eins heitt vatn. Sjá hér til hliðar. 5Látið liggja í bleytiLíkt og með vatnið er það mis-munandi eftir tetegundum hversu lengi þarf að liggja í bleyti. Yf- irleitt standa leiðbeiningar á kass- anum. Ef ekki, látið tepokann þá liggja í bleyti í um 1-2 mínútur. Smakkið síðan til eftir það með pokann í vatn- inu þar til teið verður bragðmikið en passið að það verði ekki biturt. 6Berið framSmekkur manna er misjafn en venjan erað svart te séu borið fram með mjólk, sykri, sítrónu eða hunangi. Ekki bjóða upp á bæði mjólk og sítrónu saman því þegar þessu tvennu er blandað saman hleypur mjólkin. Rétt hitastig Grænt te/hvítt te Þegar vatnið hefur náð suðu slökkvið á hitanum og látið það kólna í um hálfa mín- útur fyrir hvítt te en um mínútu fyrir grænt te áður en því er hellt yfir teið. Hitastigið þarf að vera um 76-85°C. Svart te Vatnið þarf að vera afskaplega heitt eða um 100°C. Algengustu mistökin við að út- búa svart te eru að vatnið sé ekki nógu heitt sem kemur í veg fyrir að virku efnin í teinu nái að blómstra. Oolong-te Þessi tegund af tei getur verið svipuð svörtu og grænu tei. Vatnið þarf að vera um það bil 90-100°C heitt. LJÚFUR OG GÓÐUR TEBOLLI ER ALLRA MEINA BÓT. ÞAÐ ER ÞÓ EKKI SAMA HVERNIG HELLT ER UPP Á OG GOTT ER AÐ HAFA Í HUGA NOKKUR MIK- ILVÆG ATRIÐI TIL ÞESS AÐ BOLLINN VERÐI BRAGÐMIKILL EN EKKI BITUR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Má bjóða þér te? 2Forhitið bollannEf bollinn er forhitaður áðuren teið er útbúið kemur það í veg fyrir að teið tapi hitastigi sínu þegar heitu vatninu er hellt í bollann. Látið vatnið sem hitar bollann upp standa í smátíma eða þar til bollinn er orðinn nokkuð volgur. Hellið síðan vatninu. Góð viðmið Svart te: 3-5 mínútur Grænt eða ljóst te: 2-3 mínútur Oolong-te: 4-7 mínútur Matur og drykkir Vissir þú … *… að þrátt fyrir að Bretar séu þekktir fyrir að vera mikil „te-þjóð“ eru það Tyrkir sem drekka langmest af tei. Bretarnirdrukku mikið te forðum daga og geraeflaust enn en samkvæmt könnunsem gerð var árið 1998 voru þeirfarnir að snúa sér frekar að kaffi.Hins vegar er talið að te hafi ver- ið uppgötvað af kínverskum keis- ara, Shen Nung, 2737 fyrir Krist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.