Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 Óheftur kapítalismi getur farið illa meðnáttúruna. Það geta alræðiskerfi semekki leyfa gagnrýni líka gert. Þetta kennir sagan. Ótöluleg eru dæmin um hrikaleg náttúruspjöll þar sem græðgi mannskepnunnar hefur verið hleypt til beitar á viðkvæmri móður jörð. Örsnauðum þjóðum sem búa við örbirgð hefur verið vorkunn þegar þær leita leiða til að komast til bjargálna. Ég minnist ferðar til Eþíópíu á fréttamannsárum mínum að fjalla um hungur- sneyð þar í landi. Ég kom í stjórnarbyggingu þar sem voru listaverk á veggjum. Þau sýndu eimyrj- uspúandi risareykháfa. Þeir vöktu óhug með mér en greinilega von í brjóstum landsmanna. Eftir því sem velsæld þjóða verður meiri og vandinn við að lifa morgundaginn af verður ekki eins yfirþyrmandi, eykst meðvitund um nauðsyn þess að hugsa til langs tíma. Þá er farið að tala um sjálfbærni og mikilvægi þess að náttúran njóti vaf- ans. Ég heimsótti nýlega Potsdam, rétt utan við Berlín. Þar sat á sínum tíma Prússakóngur og keisari og voru þar miklar hallir og kirkjur. Þar á meðal dómkirkja ein mikil. Alræðisvaldinu í Aust- ur-Þýskalandi var sem kunnugt er lítið gefið um kirkjur og hallir enda táknræn minnismerki um kúgun og misskiptingu. Fyrir vikið voru þessar byggingar margar eyðilagðar eða sýnd óvirðing í verki. Alveg upp að dómkirkjunni hafði þannig verið reist íbúðablokk ein, herfilega ljót, sem kom sér reyndar vel því þá var öruggt að allir gerðu sér grein fyrir hversu ómerkileg þessi kirkja, þetta gamla valdatákn, væri. Vissulega á ekki að gleyma ljótum sögulegum staðreyndum en þar með er ekki sagt að maður vilji láta eyðileggja sögulegar og á sinn hátt fal- legar byggingar. Í Potsdam hafði hins vegar eng- inn verið til að halda slíkum sjónarmiðum á lofti og reisa mótmæli. Leyniþjónustan hafði séð fyrir því. Allt þetta hefur farið í gegnum huga mér eftir að ég las grein eftir Hjörleif Guttormsson, nátt- úrufræðing og fyrrum stjórnmálamann, um Skógafoss og fyrirhugaða hótelbyggingu þar. Hjörleifur hvetur okkur til að hugsa langt fram í tímann og bendir á að með útsjónarsemi megi reisa fyrirhugað hótel í grennd við Skógafoss þannig að hótelgestir megi sem best njóta fossins án þess þó að eyðileggja áhrifin sem frá honum stafa. Ekki er ég þaulkunnugur þessu máli. En hitt veit ég, hve varasamt það er að hlusta ekki á þá sem taka upp hanskann fyrir móður jörð, okkur öllum til farsældar þegar til langs tíma er litið. Þess vegna segi ég, enga Potsdam-blokk á Skóga- sandi. Hlustum á Hjörleif. Blokkin í Potsdam og hótelið við Skógafoss *Hjörleifur hvetur okkurtil að hugsa langt fram ítímann og bendir á að með útsjónarsemi megi reisa fyr- irhugað hótel í grennd við Skógafoss þannig að hót- elgestir megi sem best njóta fossins án þess að eyðileggja. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Félagsskapurinn Beauty Tips á Facebook, þar sem ungar konur skiptast á ráðum og reynslu af lífinu og tilverunni, nýtur mikilla vinsælda en meðlimir eru rúmlega 23.000. Manúela Ósk Harðardóttir, fatahönnunarnemi og tískubloggari, deilir því á Twitter að hún hafi eitt- hvað verið að skrifa á síðuna og af færslu hennar að dæma hefur hún fengið talsverð viðbrögð en hún skrifar á Twitter: „Ef þið viljið lifa góðu lífi, ekki kommenta á status á Beauty Tips.“ Stuttu síðar skrifar hún aftur: „Ég var bara að reyna að vera næs – og internetið refsar mér.“ Leikarinn Ævar Þór Benedikts- son, gjarnan nefndur Ævar vís- indamaður af yngri kynslóðinni, dvaldi í Noregi í páskafríinu og hefur lít- illega skrifað um ferðina á Twitter. Meðal annars fór hann í 10 kíló- metra skíðagöngu í norsku fjöll- unum. Ævar er mikill útivistarg- arpur og birti mynd af forláta gönguskóm á samskiptamiðlinum og skrifaði: „Þessir voru upphaflega vígðir á Mt. Kilimanjaro. Í dag fóru þeir hins vegar í göngutúr í Nor- egi.“ Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson er skemmti- legur tístari og um hina hversdags- legu tilveru skrifaði hann í vikunni: „Barnlaust fólk hefur því miður aldrei kynnst þeirri dásamlegu, ljúfu og alltumlykjandi kyrrð sem fylgir því þegar börnin sofna sam- tímis.“ Forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, eyddi páskafríinu meðal annars í að horfa á Stjörnu- stríðsmyndirnar með fjölskyldu sinni. Á Twitter skrifaði Sóley: „#Starwarspáskar búnir. Bangsarnir í síðustu mynd- inni voru uppáhalds. Grét smá þeg- ar Svarthöfði dó. Ok bæ.“ AF NETINU Búi Bjarmar Aðalsteinsson náði ald- eilis athygli fjölmiðla erlendis á síð- asta ári þegar hann komust í frétt- irnar ytra, meðal annars í Daily Mail, fyrir vélrænt skordýrabú sem átti að ala lirfur í matargerð. Búið var lokaverkefni vöruhönn- uðarins frá Listaháskóla Íslands en í gær komst hann og samstarfsfélagi hans, Stefán Atli Thoroddsen al- þjóðamarkaðsfræðingur, aftur í helstu fréttir Daily Mail en orku- stangir þar sem uppistaðan er krybbuhveiti eru orðnar að veru- leika. Þróun orkustanganna hlaut tvo styrki í desember síðastliðnum, ann- ars vegar frá Nýsköpunarsjóði og hins vegar frá RANNÍS, sem var frumherjastyrkur. Búi sagði á sínum tíma að hug- myndin hefði meðal annars kviknað þegar hann las sér til um landrými í Evrópu sem yrði uppurið eftir þrjá- tíu ár og þá yrði ómögulegt að fram- leiða mikið af kjöti. Nýir prótín- gjafar yrðu því að finnast og skordýr gætu komið þar sterk inn. Daily Mail vitnar í frétt Icenews um skordýraorkustangirnar sem nefnast Jungle Bar en þær eru komnar í sölu á Kickstarter. Í frétt Daily Mail segir að við fyrstu sýn virðist stangirnar vera of- urvenjuleg orkusúkkulaðistykki en utan krybbuhveitisins eru innihalds- efnin nokkuð hefðbundin; döðlur, súkkulaði og fræ en vandlega er fjallað um að lirfurnar séu ræktaðar þannig að þær séu sérstaklega hent- ug fæða fyrir menn og öll fram- leiðslan lífræn. Stangirnar innihalda vítamín og steinefni og eru meinholl- ar. Þegar fréttirnar um fyrirhugaða framleiðslu birtust á síðasta ári flugu tíðindin um allan heim, á fréttasíður í Asíu og vestanhafs og væntanlega má búast við því sama núna en það er sprotafyrirtæki þeirra félaga, Crowbar Protein, sem framleiðir vöruna. Þá hefur Hinrik Carl Ellertsson kokkur aðstoðað við að búa stangirnar til. Í viðtali sem birtist í Morgun- blaðinu við þá Búa Bjarmar og Stef- án síðasta sumar þegar þróun fram- leiðslunnar var í gangi sagði Stefán að í lokaafurðinni væru engar lappir, vængi eða fálmara að finna heldur aðeins fínmalað og næringarríkt hveiti. Samskonar stangir mætti finna í takmörkuðum mæli í Banda- ríkjunum en í Evrópu væru þeir væntanlega fyrstir til að framleiða orkustykki úr skordýrum og þeir ætli sér að viðhalda forskotinu á þeim markaði. Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson. Skordýrastangirnar komnar í heimsfréttirnar Svona lítur Jungle Bar út sem fæst á Kickstarter.com. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.