Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 Menning Sýningin Nýmálað 2 á Kjarvals-stöðum er seinni hluti stórrarsamsýningar þar sem leitast er við að sýna þverskurð af því sem misþekktir listamenn eru að fást við í samtímamálverki. Sýningin er í báðum sölum safnsins, í Vestursal og Kjarvalssal – að auki er í milli- rýminu austan megin áhugaverð sýning á verkum Kjarvals sjálfs. Í Vestursalnum blasa við fígúratíf verk í anda raunsæis og ljósmynda- raunsæis eftir Stefán Boulter, Erlu S. Haraldsdóttur, Hlaðgerði Írisi Björnsdóttur, Hallgrím Helgason og Aron Reyr Sverrisson. Verk Jóns Axels Björnssonar hafa raunsæislega þætti en ganga út á annars konar táknræna frásögn. Hægra megin taka við málverk af landslagi eða mannverum með ann- arlegum eða fantasíukenndum und- irtónum – verk eftir Birgi Snæbjörn Birgisson, Helga Þorgils Friðjóns- son, Daða Guðbjörnsson, Arngunni Ýri Gylfadóttur, Þorbjörgu Páls- dóttur, Gabríelu Friðriksdóttur og Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Í „krika“ L-laga skilrúms getur áfram að líta frásagnarkennd verk undir áhrifum frá popplist eftir Snorra Ásmunds- son og Erró – sem sýnir þarna við hlið Braga Ásgeirssonar, þótt verk hins síðarnefnda teljist ekki til popplistar. Þegar gengið er áfram á bak við stóran millivegg, sem skiptir saln- um í tvo meginhluta, tekur við rými þar sem getur að líta verk sem ganga út á formrænan leik, lita- stúdíur eða tvívíða eiginleika mál- verksins í verkum Steingríms Ey- fjörð, Söru Riel, Ragnars Jónassonar og Hafsteins Austmann, auk þess sem verk eftir Einar Há- konarson, Björgu Örvar og Björgu Þorsteinsdóttur fela í sér, hvert með sínum hætti, samspil forma og lita sem skapa persónulega frásögn. Í rýminu innst (vinstra megin í saln- um) má svo sjá margs konar verk sem eiga sameiginlega draum- kennda náttúrutúlkun: súrrealískt landslag Eyjólfs Einarssonar, „turneríska“ móðu Kristbergs Ó. Péturssonar, ljóðrænt andrúmsloft Guðbjargar Lindar, Þórðar Hall og Þorra Hringssonar, ólgu óhlutbund- inna forma í verkum Mörtu Maríu Jónsdóttur og dramatískan veður- ham Hrafnhildar Ingu Sigurðar- dóttur. Í rými þar inn af tekur við óræður, mynsturkenndur leikur í verkum Sigurðar Örlygssonar, Helga Más Kristinssonar, Valgarðs Gunnarssonar og Guðbjargar Ringsted. Bernsk stíliseríngin í verkum Guðmundar Thoroddsen og Þorvalds Jónssonar á vel við í þessu samhengi. Í þrískiptum Kjarvalssal ræður óhlutbundið málverk ríkjum að mestu. Í miðrýminu svífur arfleifð afstrakt-expressjónismans og Kóbra yfir vötnum. Þarna eru stór, tilþrifamikil og gjarnan „gestúral“ verk (sem einkennast af ríkri til- finningu fyrir snertingu málarans) eftir Sigurbjörn Jónsson, Katrínu Friðriks, Bjarna Sigurbjörnsson, Önnu Jóelsdóttur, Jóhönnu Boga- dóttur, Hauk Dór og Eggert Pét- ursson í sínum „maleríska“ ham. Í rýminu vinstra megin er lögð áhersla á málverk sem lýsa öguðum vinnubrögðum, vissri íhugun og naumhugulli afstöðu til miðilsins. Verkin eru öll fremur stór, mynst- urkennd og sum með ríkri efnis- áferð. Endurtekningin er stef í verkum Sigurðar Árna Sigurðs- sonar, Höddu Fjólu Reykdal, Krist- ínar Geirsdóttur, Halldórs Ragn- arssonar og Erlu Þórarinsdóttur. Kristján Steingrímur Jónsson og Guðrún Einarsdóttir fást við efn- islega eiginleika verka sinna í anda vissrar naumhyggju í lita- og efn- isnotkun og Hulda Stefánsdóttir er einnig á slóðum naumhyggjunnar og íhugunar um eðli málverksins í verkum sínum. Ýmis verk í rými hægra megin í salnum hefðu einnig sómt sér vel í „naumhyggjurýminu“ en svo virðist sem landslags- og náttúrutengsl verkanna hafi skipað þeim saman. Þarna eru verk sem byggjast á út- hugsaðri tækni og aðferðum og af- mörkuðum viðfangsefnum eins og sést í verkum Hörpu Árnadóttur, Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, Ásdísar Spanó, Þuríðar Sigurðar- dóttur, Guðrúnar Kristjánsdóttur og Björns Birnis. Aðalheiður Val- geirsdóttir byggir ljóðræn verk sín á stýrðu flæði litarins og því einnig á hinu tilviljunarkennda eins og Harpa gerir (sem og Guðrún, Krist- ján Steingrímur og Kristín í rýminu vinstra megin) með því að koma af stað ákveðnu efnaferli. Tilviljun sem tengist hinu ósjálfráða mótar svo ýmis önnur verk í Kjarvalssal. Hú- bert Nói og Kristinn G. Harðarson fást báðir við landslagspælingar og velta fyrir sér eðli og möguleikum myndrænnar tjáningar, og jafn- framt tengslum náttúru og sam- félags. Þótt verkin á Nýmálað 2 séu mis- góð er þetta skemmtileg og fjöl- breytt sýning þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi – og um leið öðlast innsýn í þá margvíslegu tjáningu og þær ólíku aðferðir sem móta málverkið í samtímanum. Sýn- ingargestir myndu þó án efa þiggja leiðarvísi í formi skýringartexta hér og þar sem varpað geta ljósi á stærra samhengi verkanna. Verkin njóta sín vel í sölum Kjarvalsstaða og þótt hér séu á ferðinni ólíkir listamenn gengur samskipan verka almennt vel upp. Sýningin í heild varpar ljósi á það hvað hér starfa margir frambærilegir málarar – eins og sjá má af nafnatali í þessum pistli – og hún er kærkominn sam- ræðuvettvangur eldri og yngri kyn- slóða listamanna. Gildi hennar er þannig ekki síst fólgið í eiginleikum hennar sem skapandi kveikju milli listamannanna sjálfra. Anna Jóa Gestir á sýningunni Nýmálað 2 á Kjarvalsstöðum virða fyrir sér málverk Hallgríms Helgasonar, The Gnarr Family, málað á þessu ári. Til vinstri er verk eftir Þorvald Jónsson. Morgunblaðið/Einar Falur Nýtt af trönunum Málverk eftir Helga Þorgils Friðjónsson og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. MYNDLIST NÝMÁLAÐ 2 – SAMSÝNING bbbbn Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir. Til 7. júní 2015. Opið alla daga kl. 10- 17. Aðgangur 1.400 kr., námsmenn 25 ára og yngri: 800 kr., hópar 10+: 800 kr., öryrkjar, eldri borgarar (70+) og börn 18 ára og yngri: ókeypis. Árskort 3.300 kr. Sýningarstjórar: Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jóns- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.