Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 Matur og drykkir Sobes eru kringlóttar skeljar úr masa-mjöli sem er maíshveiti og er mest notað í Mið- og Suður-Ameríku. Masa er glútenfrítt og er dásamlegt þegar gera á tacos, sobes og fleiri rétti. Ég leitaði víða og fann það loksins í Kosti. SOBES-SKELJAR ca. 20 skeljar, ca. 7 cm í þvermál. 2 bollar masa-mjöl ½ tsk. salt ½ tsk. cummin (ekki kúmen) c.a 1 og ½ -2 bollar vel volgt vatn Þurrefni hrært saman í skál. Vatni bætt ró- lega við og unnið saman með puttunum og hnoðað þar til það verður að þéttu deigi með örlitlum raka í eða þar til deigið klístr- ast ekki. Rúllið því niður í pylsu, nægilega langa til þess að skipta henni í 20 stk., ca. 1 og ½ cm þykkar sneiðar. Hafið alltaf rakan klút yfir deiginu, annars þornar það og eyðileggst. Takið eina sneið, leggið á glæran plastpoka, leggið annan ofan á, og pressið niður í ca. 0,5 cm þykka köku, notið pott eða pönnu til að þrýsta ofan á. Steikið á þurri pönnu í 1 og ½ mín. á hvorri hlið. Takið sneiðina og kreistið upp kantinn og myndið þunna skál. Þá hefur so- bes myndast og nú þarf aðeins að djúp- steikja þær í heitri olíu þangað til gullnir. Þetta er smá fyrirhöfn en mjög skemmti- legt. KJÚKLINGAFYLLING 2 kjúklingabringur 1 og ½ l vatn 1 teningur kjúklingakraftur 1 laukur, saxaður 3 hvítlauksgeirar, saxaðir ½ dós hakkaðir tómatar 2 rauður chilli 1 grænt jalapeno 1 tsk. cummin 1 tsk. laukduft 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. chilliduft Kjúklingasoðið af kjúklingnum Sjóðið kjúklinginn í vatninu með teningnum í ca. 20 mín., látið kólna og tætið svo niður í mjög fína strimla, t.d. með tveim göfflum. Svissið lauk, hvítlauk, chilli og jalapeno á pönnu og bætið öllu kryddinu út í og svissið saman. Næst eru tómatarnir látnir malla, því næst kemur kjúklingurinn og hann einnig látinn malla. Takið svo ½-1 bolla af kjúklingasoðinu og bætið í og sjóðið niður. Þá er allt komið og hægt að búa til sobes. CHORIZO-FYLLING 1 stk. hot chorizo-pylsa (sterk pylsa, fæst í Krónunni) 1 laukur, saxaður 2 hvítlauksgeirar, kreistir 1 stk. rauður chilli, saxaður 1 dós pinto-baunir 1 tsk. chilliduft Stappið chorizo á pönnu og steikið þar til fitan fer að bráðna. Bætið við hvítlauk, lauk, chilli og chillidufti, steikið saman, hitið vel, svo er allt stappað saman með kart- öflustappara. KÓRÍANDER OG LIME-SÓSA 1 dós sýrður rjómi, 10% börkur og safi af einni lime 1 dl fínsaxað ferskt kóríander 1 hvítlauksgeiri, kreistur ¼ tsk. cummin 1 tsk. hunang Salt og pipar Þá er að setja sobes saman: Takið sobes-skel og smyrjið botninn með heitum refried beans, baunadós sem fæst í öllum matvörubúðum. Þá kemur önnur hvor fyllingin þar ofan á, svo fínskorið ice- berg og fínsneiddur rauðlaukur, gott er að láta rauðlaukinn liggja í lime-safa í um 20 mín. áður. Svo er mulinn fetaostur settur ofan á og sósan þar ofan á og toppað með fínsöxuðu kóríander og chilli. Kjúklinga- og chorizo-sobes 2 bakkar af nautahakki eða 1 kg 1-2 tsk chilliflögur 1 tsk allra handa krydd 1-2 tsk nautakraftur eitt bréf af hot taco kryddi frá Casa Fiesta, selt í pökkum eitt bréf af chilli og smoked garlic, einnig frá Casa Fiesta hvítlauksrif, raspað út í 1/2 dós chipotle sósa Nautahakkið steikt á pönnu og kryddi hellt yfir. Chipotle sós- unni og smá vatni hellt út í og látið malla í um klukkutíma. Borið fram með fínt söxuðum chili, rauðlauk, kóríander og rifnum osti. Börnin fengu fajitas- pönnukökur með skinku og osti, ristaðar á pönnu. Chili con carne 250 g 1 cm þykkar entrecote-steikur MARINERING ½ dl olía 2 chili saxaðir 2 tsk sykur safi úr ½ lime 2 tsk chipotle-mauk úr dós Hrærið saman og látið kjötið marinerast í tvo tíma Steikið við háan hita og snúið ört og látið karamell- íserast en passið að það verði rautt í miðjunni. Látið hvíla í sjö mínútur. Síðan er það skorið í þunnar sneiðar. SÓSAN 1 dós sýrður rjómi 1 dl majónes börkur af 1 lime og safinn úr ¼ 2 tsk chipotle frá Casa Fiesta Borið fram í brauði sem er steikt stutt á pönnu, t.d. baguette, með þunnt skornu avókadó, lauk og tómöt- um og klettasalati. Mexíkósk torta-nautasamloka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.