Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Qupperneq 21
12.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 BURTMEÐMÚSARÚLNLIÐ Eitt algengasta vandamálið meðal tölvunotenda – bæði barna og fullorðinna Léttir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlumog hálsi duopad.is Náttúruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs Meðmæli sjúkraþjálfara léttur og þægilegur ÚLNLIÐSPÚÐI aðeins 4 gr. Fæst á www.duopad.is – fjárfesting gegn músararmi DuoPad fylgir hreyfingum handleggsins í staðinn fyrir að allur líkaminn þurfi að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu. 1 2 3 4 EINKENNI MÚSARÚLNLIÐS Aukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði, síðar seiðingur út í handlegg. Verkur upp handlegg að olnbogameð vanlíðan og sársauka. Verkurinn verður ólíðandi og stöðugur í olnboga, úlnliðumog öxlum. Stífleiki í hálsi getur verið viðvarandi. Fólk getur orðið ófært um að nota tölvumús og jafnvel óvinnufært. S umarið 2013 lagði ég leið mína til Ír- lands í því skyni að leita uppi heim- kynni Mýrkjartans konungs föður Melkorku sem um getur í Laxdælu. Saga hennar og Ólafs pá sonar þeirra Mel- korku og Höskuldar Dala-Kollssonar hefur legið mér á huga nú um nokkurt árabil, og það af því að mér hefur boðið í grun að þar gæti leynst lykill að írskum áhrifum á ís- lenska menningu. Lyklarnir eru fleiri en einn sem fólgnir eru í fornum bókum okkar en eitt megin- atriðið í sögu þeirra mæðgina og samferða- fólks þeirra er í hverju Ólafi bregður frá öðrum höfðingjum á sinni tíð, en hann lifir fram yfir kristnitökuna. Um þetta hef ég viljað fjalla nokkuð og gerði skil á mynddisk- inum Melkorka – rætur íslenskar menningar sem út kom hjá Sögusafninu 2009. Þar er saga þeirra mæðgina rakin að nokkru og lát- ið fylgja með fróðleiksefni um þeirra samtíð og menningu. Sumarið 2011 bauð ég ásamt Dalamönnum upp á söguferð um Laxárdal með samkomu í Hjarðarholtskirkju að ferðalokum. Um hundrað manns fóru þessa ferð á einkabílum sínum og var gerður stans á helstu sögustöð- um. Heimafólk annaðist tónlistarflutning í kirkjunni og okkur öllum sem tókum þátt í þessari dagskrá verður hún ógleymanleg. Ég þóttist svo í áframhaldandi grúski hafa fundið út ýmislegt um Mýrkjartan konung, m.a. að hann hafi verið konungur í Ailech sem er Donegal-fylki í dag á norðanverðu Ír- landi. Hann hafi verið af mikilli valdaætt og frækinn herforingi, kallaður leðurstakkur vegna búnaðar síns og manna í herförum. Til er fornt virki á litlu fjalli upp af Derry sem kallast Grianán of Ailech og er ætt- arvígi Ailechríkis um aldir og einmitt þá sem þær sögur gerast er þetta varða. Þangað var för því einarðlega stefnt. Á sólbjörtum degi í ágúst 2013 ókum við upp að virkinu þar sem það gnæfði á fjallstoppinum. Það reyndist vera víðast um 7 metra hátt á vegginn hlaðið af grjóti í fimmtíu metra víðan hring. Í múr- unum voru svolitlar vistarverur en innra nægt rými fyrir nokkur hús sem þó sá ekki stað lengur. Þaðan er fögur útsýn yfir grasgefið, öldótt héraðið og til norðurs gefur að líta tvo firði og allmikið fjall á milli. Ferðalangnum þótti smella saman sögurnar og hann hafa fundið heimkynni konungsdótturinnar sem ratað hafði inn í sögur Íslendinga og heillað hann svo mjög. Virkið innan múranna. Grianán-virkið er tilkomumikið. Höfundurinn, Jakob Ágúst Hjálmarsson prestur í virkinu í Ailechríki sem nú kallast Donegal-fylki. HEIMKYNNI ÆTTMENNA MÝRKJARTANS KONUNGS Á slóðir Melkorku JAKOB ÁGÚST HJÁLMARSSON PRESTUR LÝSIR FÖR SINNI TIL ÍRLANDS Á SLÓÐIR MÝRKJARTANS OG MELKORKU SEM KOMA FYRIR Í LAXDÆLU. Á VEFNUM WWW.JAKOBAGUST.IS ER AÐ FINNA SÖGU MÝRKJARTANS OG ÆTTMENNA HANS SEM JAKOB HEFUR SKRÁÐ. Það er ekki alltaf einfalt að finna hentuga svefnstellingu í flugvél. Plássið er takmarkað og stundum virðist vera sama hvernig maður snýr sér, það er aldrei þægilegt að sofna sitjandi í flugvélarsæti. Margir hafa reynt að finna lausn á þessu vandamáli og nú hefur flug- vélaframleiðandinn Boeing sótt um einkaleyfi á nýrri lausn við svefn- vanda flugfarþega. Um er að ræða nokkurs konar púða sem er fyrir framan farþegann þannig að hann þarf að halla sér fram til að njóta stuðnings frá púð- anum. Farþeginn setur höfuðið inn um nokkurs konar gat efst á púð- anum sem er þannig útbúið að hægt er að anda gegnum það. Púð- inn veitir stuðning bæði við höfuð og bringu og hugmyndin er að far- þegar eigi að geta notið slökunar og steinsofnað á púðanum. Svo er bara alveg eftir að koma í ljós hversu þægilegt verður að sofa framhallandi í flugvél. Stuðningspúði frá Boeing er hugsaður svo að flugfarþegar geti notið svefns í flugvél án þess að þurfa að bylta sér og leita að þægilegri stellingu. Bíum bíum bamba … NÝR BÚNAÐUR AUÐVELDAR SVEFN Í FLUGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.