Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 12. APRÍL 2015 Önnur skáldsaga Snorra Hergils Kristjánssonar, Blood Will Follow, er í hópi 45 bóka sem tilnefndar eru sem besta skáldsaga ársins í furðusagnageiranum í Bretlandi. Um er að ræða verðlaun sem kennd eru við furðusagnahöfundinn David heitinn Gemmell og er flokkurinn, sem Snorri er til- nefndur í, kenndur við fyrstu skáldsögu Gemmels, Leg- end. „Ég er afar ánægður með tilnefninguna, enda ægileg nöfn á þessum lista. Nú þarf ég að treysta á að fólk kjósi rétt,“ segir Snorri í samtali við Sunnudagsblað Morgun- blaðsins en það eru lesendur sjálfir sem velja milli bók- anna. Kosningin hófst í gær á heimasíðu verðlaunanna, www.gemmellawards.com. Þetta er í sjöunda sinn sem Gemmell-verðlaunin eru veitt en tilgangur þeirra er að kynna og verðlauna höfunda á sviði furðusagna sem aðstandendur segja afar mikilvægt svið bókmennta og fjölbreytt. Blood Will Follow er önnur bókin í fantasíutrílógíu Snorra um víkinga en fyrsta bókin heitir Swords of Good Men. Þriðja bindið er væntanlegt í sumar en það hefur hlotið nafnið Path of the Gods. Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson SNORRI HERGILL KRISTJÁNSSON Tilnefndur til virtra furðusagnaverðlauna Snorri Hergill Kristjánsson rithöfundur býr og starfar í Bretlandi og skrifar skáldsögur sínar á tungumáli innfæddra. Nýr þingflokkur varð til á Alþingi í kosningunum sem fram fóru í apríl 1995, þingflokkur Þjóðvaka. Framboðið varð til skömmu áður þegar Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr Alþýðuflokknum og fékk fjóra menn kjörna: Jóhönnu, Svanfríði Ingu Jónasdóttur, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Ágúst Einarsson. Meðfylgjandi mynd var tekin á fyrsta þingflokksfundi Þjóðvaka en þá var Svanfríður kjörin for- maður þingflokksins. Ágúst var kjörinn varaformaður og Ásta Ragnheiður ritari. Á þingflokks- fundinum var einnig ákveðið að varaþingmenn Þjóðvaka, þau Mörður Árnason, Guðrún Árna- dóttir, Lilja Á. Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Ingi Árnason, hefðu setu- og tillögurétt á þingflokks- fundum. Þjóðvaki bauð ekki aftur fram til Alþingis en þingflokkurinn sam- einaðist þingflokki Alþýðuflokks- ins undir merkjum þingflokks jafnaðarmanna hálfu öðru ári síð- ar. Þjóðvaki gekk formlega inn í Samfylkinguna árið 2000 og varð Jóhanna Sigurðardóttir síðar for- maður þess flokks og forsætisráð- herra landsins. GAMLA FRÉTTIN Þjóðvaki á þing Þingmenn Þjóðvaka vorið 1995: Svanfríður Inga Jónasdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Ágúst Einarsson. Morgunblaðið/Þorkell ÞRÍFARAR VIKUNNAR Mark Ruffalo kvikmyndaleikari Arnar Eggert Thoroddsen doktorsnemi í tónlistarfræðum Rob Adler leikur í Íslandsbankaauglýsingu Kíktu við og njó ttu þess að skoða úrvalið h já okkur Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Tonon Concept stóll Hönnuður Martin Ballendat Verð með viðarfótum kr. 79.900 stk. Fást einnig með stálfótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.