Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 13
12.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Verslun Víkurprjóns í Vík í Mýrdal hefur verið stækkuð um 100 m² til að mæta auknum fjölda ferðamanna sem koma á staðinn og gera þar inn- kaup sín. Aðeins tvö ár eru síðan verslunin var stækkuð um 200 m², sem staðfestir hve vinsæll áfanga- staður þetta er orðið. Nú er verslunarrými Víkurprjóns alls um 520 m² og að hluta til á tveimur hæðum. Í breytingum þeim sem nú er lokið voru gluggar settir á milliveggi á efri hæð, svo viðskipta- vinir geta nú fylgst með starfsemi prjónastofunnar. Þetta mælist vel fyrir og getur fólk fylgst með hvern- ig ullargarn og lopi verða eftirsóttar tískuvörur. Mikil eftirspurn hefur verið eftir prjónavörum frá Víkurprjóni á síð- ustu misserum, bæði hérlendis auk þess sem útflutningur er stór og vaxandi póstur í allri starfseminni. Til að bregðast við því var prjóna- verksmiðja fyrirtækisins stækkuð í lok síðasta árs og prjónavélum fjölg- að úr sex vélum í tólf. Eykur það af- köstin tiil muna. Hjá Víkurprjóni eru fimmtán stöðugildi allt árið en yfir sumar- mánuðina er starfsmönnum versl- unarinnar fjölgað um tíu. VÍK Í MÝRDAL Áhugasamir viðskiptavinir Víkurprjóns kynna sér framleiðslu á prjónastofu. Fylgjast með garninu Búist er við allt að 650 skíðamönnum íFossavatnsgönguna á Ísafirði semhaldin verður síðar í mánuðinum. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri, en í fyrra voru þeir 330 svo fjöldinn tvöfaldast milli ára. Þar af eru liðlega 350 manns skráðir í lengsta legg göngunnar, sem er 50 kílómetrar. Gert er ráð fyrir að yfir 300 út- lendingar, frá hátt í 20 löndum, blandi sér í leikinn nú. Í Worldloppet „Hin mikla þátttaka nú er árangur mikillar undirbúningsvinnu og markaðsstarfs,“ segir Daníel Jakobsson, formaður stjórnar Fossa- vatnsgöngunnar. Hann er jafnframt hót- elstjóri á Hótel Ísafirði og var áður bæj- arstjóri. Lagt var kapp á að komast inn í verkefnið Worldloppet, en innan þess eru 20 af þekktustu skíðagöngumótum í heiminum. Þar má til dæmis nefna Birkibeinerloppet í Lillehamer í Noregi og Vasagönguna í Mora í Svíþjóð, en þátttakendur í hinni síðar- nefndu eru um 20 þúsund á ári hverju. Til að ná í Worldloppet þarf annars að uppfylla fjölmörg skilyrði hvar öryggismál og aðbúnaður eru rauði þráðurinn. „Margir sem taka þátt í Worldloppet-göngum gera það til þess að verða svokallaður World- loppet-master. Til að verða slíkur þarf að taka þátt í ekki færri en 10 göngum í jafn- mörgum löndum í að minnsta kosti tveimur heimsálfum. Margir taka til dæmis göng- urnar hér á norðurslóðum og svo bjóðast góðir möguleikar svo sem í Minnesota í Bandaríkjunum, á Ítalíu og víðar,“ segir Daníel. Af Seljalandsdal á Botnsheiði Fossavatnsgangan er samfelld dagskrá frá miðvikudeginum 29. apríl til sunnudags 3. maí. Á miðvikudegi er svokalllað master- classnámskeið undir stjórn Anders Söder- grens en hann hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum. Annar leiðbeinandi er Pet- ter Skinstad frá Noregi. Á fimmtudegi er Fossavatnsskautið, sem er nýr viðburður. Þá er hálf brautin, 25 kílómetrar, tekin með frjálsri aðferð en skíðaganga samanstendur af tveimur undirgreinum; hefðbundinni að- ferð og frjálsri. Á föstudegi er dagskráin með léttu sniði við hæfi barna og unglinga. Á laugardeginum er svo boðið upp á þrjár vegalengdir og þá munu yfir 600 manns verða ræstir á Seljalandsdal í tveimur hóp- um. Fyrst verður hin eiginlega 50 kílómetra Fossavatnsganga ræst, en þá liggur leiðin frá skíðasvæðinu á Seljalandsdal og þaðan upp á Botnsheiði, svo á Engidal og að Fossavatni. Þar er snúið við hjá svokölluðum steini og haldið til baka að markinu, sem er upphafleg ráslína. Algengt er að skíðamenn fari þessa leið á tæpum þremur klukku- stundum. Einnig er keppt í 10 og 25 kíló- metra göngu. Hægt verður að skrá sig til leiks fram fram til 1. maí, en þátttökugjöld verða hærri eftir því sem nær dregur. Mikið aðdráttarafl „Þótt skemmtilegt væri hef ég engin tök á því að vera með. Ég verð að bæta mér þetta upp með öðru móti,“ segir Daníel Jakobsson, sem fyrr á árum var einn besti skíðagöngu- maður landsins. Í dag einbeitir hann sér að hótelrekstri á Ísafirði. Verkefni þetta segir hann mikið aðdráttarafl ferðaþjónustu í bæn- um. Enginn einn atburður skapi meiri eft- irspurn eftir hótelgistingu á Vestfjörðum en Fossavatnsgangan. ÍSAFJÖRÐUR Þátttakendum fjölgar um helming SKÍÐAGÖNGUFÓLK FLYKKIST Á ÍSA- FJÖRÐ. FOSSAVATNSGANGAN ER NÚ KOMIN Í WORLDLOPPET, ÞAR SEM ERU 20 AF ÞEKKTUSTU SKÍÐA- GÖNGUMÓTUM Í HEIMI. „Árangur mikillar undirbúningsvinnu,“ segir Daníel Jakobsson hótelstjóri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vetrarríki vestra og aðstæður til skíðaiðkunar góðar langt fram á vor. Grásleppuvertíðin fer vel af stað. Veiði nú jafngildir um 2.600 tunnum af hrognum. Afli er mestur hjá Vopna- fjarðarbátum, 350 tunnur. Húsavík og Siglufjörður eru næst með um 100 tunnum minna, hvor staður. Vopnafjörður Íslenska vitafélagið hefur unnið að því að koma upp ljóshúsi á gamla vitann á Garðskaga. Ljóshús var á vitanum meðan hann var í notkun, það er til ársins 1944. Vonast er til að málið ná í gegn fljótlega – svo aftur lýsi á annnesi þessu. Garðskagi KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.