Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.4. 2015 M ér leið eins og einhver hefði stolið æviminningum mín- um áður en ég gat einu sinni byrjað að skrifa þær,“ segir Lee Proud danshöf- undur um augnablikið þegar hann sat einn í bíói í Doncaster í Bretlandi og horfði á kvik- myndina Billy Elliot. Hann hafði sest að í borginni sem eiginmaður bankastjóra. Árið var 2000 og Lee Proud aðeins þrítugur en átti þegar að baki tvo gifturíka ferla í skemmtanaiðnaði Bretlands. Hann hafði sleg- ið í gegn á West End 13 ára gamall og stofn- að hljómsveit sem naut talsverðrar velgengni. Lifað drauminn. Á þessu augnabliki vissi hann ekkert um að þessi sami Billy Elliot myndi koma aftur inn í líf hans og skapa með honum þriðja ferilinn sem einn eftirsóttasti danshöfundur í heimi. Morgunblaðið átti stund með Lee í anddyri Borgarleikhússins og ræddi við hann um merkilegan feril sem hófst á slóðum kolanámumanna og svipar vissulega mjög til sögunnar um strákinn Billy. Lee Proud kom fyrst til Íslands eftir sím- tal frá Bergi Þór Ingólfssyni. „Ég fann hann eftir langa leit á netinu,“ segir Bergur. „Ég hringdi í hann og hann var til í slaginn með Mary Poppins. Mary Poppins varð bæði um- fangsmesta og vinsælasta leiksýning allra tíma á Íslandi og í leikhúsheiminum eru margir á því máli að miklar kröfur Lees Pro- uds og gott samstarf hans við aðra listræna stjórnendur Borgarleikhússins hafi skipt lykilmáli í velgengni sýningarinnar og jafnvel skapað ný viðmið í uppsetningu söngleikja. Því var ekki skrýtið að leitað væri aftur til Prouds þegar Billy Elliot var á leiðinni á fjal- irnar. Farinn að dansa áður en hann fór að ganga En hvaðan kemur þessi Lee sem er kenndur við stolt? „Ég fæddist í Newcastle. Ólíkt því sem margir halda er Newcastle talsverð menning- arborg. Mikið af gömlum peningum þar, Newcastle er á norðausturströnd Englands og var miðstöð þungaiðnaðar allt frá iðnbylt- ingu. Kol, skipasmíði og skriðdrekar. New- castle minnir mig að mörgu leyti á Reykja- vík, hún er köld og vot og mikil menningar- borg. Fólkið þar býr yfir sömu mannlegu hlýjunni og Íslendingar. Borgin hefur á und- anförnum áratugum umbreyst og er orðin ein mesta menningarborg Englands. Ég er tví- buri, systir mín fæddist degi á undan mér svo við eigum hvort sinn afmælisdaginn. Þess utan á ég aðra systur og bróður sem lést árið 2008.“ Hvenær byrjaðir þú að dansa? „Ef ég má vitna í Abba, þá segir mamma að ég hafi verið farinn að dansa áður en ég fæddist og farinn að syngja áður en ég fór að tala. Þriggja, fjögurra ára var ég farinn að setja upp sýningar, við systir mín smöluðum krökkunum úr hverfinu heim og hún hélt höfðum barnanna svo þau horfðu örugglega í rétta átt, á mig. Foreldrar mínir höfðu alltaf fullan skilning á þessu, þar sem pabbi var sjálfur gítarleikari og söngvari The Animals. Hann reyndar hætti í bandinu áður en þeir slógu almennilega í gegn – mamma var kær- asta hljómsveitarfélaga hans áður en þau urðu ástfangin, svo að hann hætti vegna hennar. Í Newcastle snýst allt um fótbolta, St. James Park er í miðri borginni og blasir við alls staðar að. Við bjuggum í miðborginni og á laugardögum gekk ég á móti svart- hvítum straumnum til að fara á eftirmiðdags- sýningar leikhúsanna. Ég krafðist þess af foreldrum mínum að vera sendur í dans- og söngnám. Þau urðu við því og höfðu frá upphafi skilning á því að ég varð að dansa og syngja, varð að þroska hæfileikana, sem ég var alltaf viss um að ég hefði.“ Lék með Catherine Zeta-Jones í Bugsy Malone Lee þurfti ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að láta ljós sitt skína, því hann var aðeins þrettán ára þegar honum var boðið hlutverk í Bugsy Malone á West End. „Ég var einn af fáum í uppfærslunni sem voru utan af landi. Sá sem lék Fat Sam, Lee Ross, var líka úr norðrinu, við vorum báðir af verkamannastétt og smullum saman. Hann er í dag einn eftir- sóttasti leikari Bretlands. Við erum sammála um að við vorum hungraðri en margir af krökkunum sem léku með okkur; efri milli- stéttarkrakkar sem komu úr flottum sviðs- listaskóla þar sem rifist er um hvert hlutverk og hvert tækifæri. En það voru fleiri í þess- ari uppfærslu, Catherine Zeta-Jones var með okkur þarna í hlutverki Tallulah.“ Eftir Bugsy Malone varð ekki aftur snúið til Newcastle. „Ég flutti til London. Borgin er eins og ryksuga á hæfileika. Allir sem eru góðir í einhverju, hvort sem það er að klippa hár, mála bíla eða syngja og dansa, eru þar. Í London dansa allir við sama takt. Hlusta á sömu tónlistina og upplifa drauminn. Hraðinn er meiri en í Newcastle.“ Sextán ára var Lee kominn á West End aftur, að þessu sinni í Starlight Express eftir sir Andrew Lloyd Webber. „Ég var bara krakki, en þarna var maður kominn inn í heim hinna fullorðnu þar sem barist er um hvert tækifæri til að koma sér áfram. Eftir nokkra mánuði í London var ég settur í ferðauppfærslu á verkinu. Ég var sautján, bjó á fimm stjörnu hótelum og var stórstjarna í Tókýó og Osaka. Við vorum í sjónvarpsþáttum oft í viku og á þessum tíma elskuðu Japanir allt vestrænt. Þaðan fór túr- inn til Ástralíu. Þetta var mögnuð lífsreynsla og algert dekur. Fimm stjörnu hótel og mikið djamm.“ Brutust inn í hljóðverið Þegar Lee var tuttugu og eins árs fannst honum nóg komið af leikhúslífinu. Hann og stallsystir hans úr Starlight Express ákváðu að stofna hljómsveit. „Við fengum plötusamn- ing hjá Virgin og réðum framkvæmdastjóra sem heitir Ron Tom. Sá var mikill spaði, var að vinna með Soul2Soul á sama tíma. Við tókum upp í gullfallegu hljóðveri í Kent. Ég samdi meira og minna allt. Þar kom að við hættum að treysta herra Tom og svo fór að við þurftum að brjótast inn í hljóðverið að næturlagi til að ná í upptökurnar. Ég var orðinn blankur og við gáfumst upp. Ég reykti á þessum tíma og þegar ég áttaði mig á að ég hafði ekki einu sinni efni á því lengur fór ég heim til Newcastle þar sem ég gat lagt stund á tónlistarsköpun búandi heima hjá foreldrum mínum.“ Lee fékk vinnu í stúdíói í Newcastle. Söng auglýsingar, bakraddir fyrir hljómsveitir og hafði nóg að gera. „Þetta var fullkomið. Ég hef ágætis söngrödd. Söngur var alltaf númer eitt hjá mér og dans númer tvö. Ég var í mjög skapandi umhverfi og hafði nægan tíma til að semja mína eigin tónlist. Í gegnum þessa vinnu kynntist ég Steve Cunningham, bassaleikara Lindisfarne, og við fórum að semja kántrítónlist. Kántrí? Í Newcastle? „Já, kántrí er mjög vinsælt á Englandi og ég tengi mjög sterkt við þessa tónlist. Á þessum tíma var ég mikið að hlusta á KD Lang. Kannski vegna þess að yfirleitt er hvert kántrílag dramatísk saga, mjög svipað og söngleikjatónlist.“ Og þið stofnuðuð hljómsveit? „Við stofnuðum hljómsveit sem við nefnd- um á endanum The Proud Ones. Kántrí- hljómsveit sem gerði það býsna gott. Í tvö ár lifðum við drauminn. Fyrsta smáskífan okkar komst í þriðja sæti kántrílistans og við hit- uðum upp fyrir David Bowie á túrnum hans um Bretland. Við gerðum rándýrt myndband með fjörutíu fyrirsætum. Ég var í fárán- legum búningi – beltið mitt var búið til úr typpahringjum – allt gert til að gera mig eins gagnkynhneigðan í útliti og kostur var. Þetta var mjög skemmtilegur tími.“ – Varst þú stjarna? „Kosturinn við að vera í hljómsveit umfram leikhúsið er að þar færð þú meira að Hinn upp- runalegi Billy LÍFSHLAUP DANSHÖFUNDARINS LEES PROUDS ER STÓRBROTIÐ. HANN KEMUR ÚR VERKAMANNASTÉTT EN BRAUST TIL FRÆGÐAR Á WEST END AÐEINS 13 ÁRA GAMALL Í BUGSY MALONE. HANN VAR Í VINSÆLLI KÁNTRÍSVEIT SEM HITAÐI UPP FYRIR DAVID BOWIE EN UNDANFARIN ÁR HEFUR HANN EINBEITT SÉR AÐ DANSI FYRIR LEIK- HÚS OG Á HEIÐURINN AF ÖLLUM DANSI Í TVEIMUR STÆRSTU SÝN- INGUM Í ÍSLENSKU LEIKHÚSI SÍÐUSTU ÁR, MARY POPPINS OG BILLY ELLIOT. HANN VAR EINI LISTRÆNI STJÓRNANDINN Í MARY POPPINS SEM FÉKK ENGA TILNEFNINGU TIL GRÍMUVERÐLAUNA. Karl Pétur Jónsson karlpetur@gmail.com * Fyrsta smáskífanokkar komst íþriðja sæti kántrílistans og við hituðum upp fyr- ir David Bowie á túrn- um hans um Bretland. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.