Reykjalundur - 01.06.1972, Page 7

Reykjalundur - 01.06.1972, Page 7
Sltrd II. Legudagafjöldi að' Reykjalundi 1967—1971. Ár Lcgudagar 1967 44835 1968 46840 1969 49364 1970 52598 1971 52497 Hve lengi dvelja vistmenn að Reykja- lundi? Þeirri spurningu er erfitt að svara, þar eð dvalartíminn er mjög misjafn, allt frá einum degi upp í dvöl til margra ára. Hér að neðan er skrá um meðaldvalartíma, sem reiknaður er út frá lieildartölu vist- manna ár hvert og legudagafjölda ársins. Skrá 111. Meðallegudagafjöldi. vistmanna að Reykja- lundi 1967-1971. Ár Mcðalfjöldi lcgudaga 1967 109.4 1968 109.7 1969 117.2 1970 126.1 1971 122.4 Þessi meðaltöl legudaga gefa þó ekki rétt- ar upplýsingar um meðaldvalartíma, þar sem inn í þeim er reiknuð einnig dvöl þeirra, sem eru árum saman að Reykja- lundi. Réttara væri að tilgreina 4—12 vikur sem venjulegan og algengan dvalartíma þeirra, sem ekki eru „fastir“ vistmenn. Það er ljóst, að ástæður fyrir komu ráða talsvert um tímalengd dvalar vistmanna. Ýmsir koma eingöngu eða fyrst og fremst til sjúkraþjálfunar og æfingarmeðferðar, aðrir eingöngu eða fyrst og fremst til starfs- og vinnuþjálfunar, sumir til hvorutveggja. Enn aðrir koma í sérstöku athugunarskyni, nokkrir til hvíldar og almennrar hressingar og þannig mætti áfram telja. Varðandi „fasta“ vistmenn er rétt að vísa til reglugerðar Reykjalundar frá 1965, þar sem er að finna ákvæði um berklasjúklinga samkvæmt lögum S.Í.B.S. lrá 1960 um rétt jreirra til vistar að Reykjalundi. Ennfremur er ákvæði í sömu reglugerð um „öryrkja til framhaldsvistar .. . sem nýtast við störf á atvinnustöðum stofnunarinnar, en eiga erfitt með að fá varanlega atvinnu á almennum vinnumarkaði . . . þeir mega ]:>ó aldrei vera fleiri en 25% allra vist- manna“. Þess má geta, að um mitt ár 1972 teljast 27 vistmenn til þessa hóps, þar af 9 berklasjúklingar. Heildartala berklasjúk- linga, sem dveljast að Reykjalundi á sama tíma, er hins vegar 35. Dvalartími Jressara tveggja hópa er tíðast langur, einkum berklasjúklinga, en Jró fer ]>ví fjarri, að það sé sama fólkið, sem ávallt fyllir Jressa tvo liópa vistmanna. Breytingar verða á högum og aðstæðum, bæði heilsu- farslegum og félagslegum, jafnt meðal berklasjúklinganna og hinna, sem gera það að verkum, að eðlilegt og sjálfsagt telst, að Jreir útskrifist. Af ýmsum ástæðum, sem kalla má að- steðjandi vandamál samtíðarinnar, og ekki er á færi stofnunarinnar að leysa, er alltaf nokkur hluti vistmanna að Reykjalundi til langvalar, sem ekki fellur undir ákvæði reglugerðarinnar um áðurnefnda tvö hópa. Einkanlega veldur þessu mikill skortur um allt landið á dvalarstöðum fyrir langdvalar- sjúklinga og á hjúkrunarheimilum. Allt bendir Jró til þess, að úr þessum málum ræt- ist nokkuð á næstu árum, m. a. vegna hús- bygginga Öryrkjabandalags íslands. í neðangreindri skrá eru taldir helztu sjúkdómshóparnir, sem töldust ástæða fyrir komu vistmanna að Reykjalundi síðustu fimm árin, 1967—1971. REYKJALUNDUR 7

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.