Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 47

Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 47
Hann hefnr hrjúfa, dimma rödd, rauðar og þrútnar kinnar, grátt yfirverarskegg, há- vaðamaður mikill og duglegur. Vélamað- urinn er í kolsvörtum feiti- og olíuötuðum vinnufötum, alveg eins og vélamenn eiga að vera, góðlyndur gæðamaður. Stýrimað- urinn og hásetinn eru tveir ungir og glaðir sjómenn. Eftir fjörugar kveðjur hafa þeir þá harmasögu að segja, að livorki kvenfólk né brennivín sé með í förinni. Er það harmað af öllum. En ekkert glens eða gaman. Adam var ekki lengi í Paradís. Skipstjórinn hvetur til áframhalds, um leið og hann sjálfur smeygir sér inn í skúrinn til ráðskonunnar okkar og kríar út kaffi. Og nú er tekið til óspilltra málanna við að losa bátinn. Stýri- maður og háseti, sem leika við livern sinn fingur, henda pokunum upp á klöppina. Verkstjórinn okkar, þrekinn og órór en ákveðinn karl, lyftir pokunum á okkur, og við örkum með Jrá einn á eftir öðrum eftir hlykkjóttri plankabraut, sem við lögð- um eftir hrjúfum og ósléttum klöppunum daginn áður. Það er alllangt upp að vita- stæðinu, en við finnum ekki fyrir pokun- um, að minnsta kosti ekki íyrst í stað. Við eigum Jrað meira að segja til, gárungarnir, að taka sprett eftir klöppunum, alla leið niður í bát og sækja pokana sjálfir. — En Jrá heyrist hljóð úr liorni. Einn af félögum okkar, sá elzti í hópnum — á sjötugsaldri —, sem stritað hefur lrá blautu barnsbeini, hefur orð á J)ví með rólyndi hins reynda manns, að við verðum ekki svona boru- brattir með síðasta pokann klukkan þrjú í nótt. Og annar félagi okkar, yngri að árum, sem einnig finnst ofmikið til um léttlyndi æskunnar og meira sér á, enda veit hann livað það er að vera verkamaður alla sína ævi, spáir því, að afturendinn verði ekki alveg svona léttur á okkur undir næsta morgun. Það er auðlieyrt að halda á áfram, þangað til búið er að losa skipið. Því að Allan daginn örkuðum við hver á eftir öðrum með sand- og malarpoka á bakinu. Jrótt ládeyða sé nú og stillilogn, aðeins ein- staka lognrákir sjáanlegar, er Ægir ekki lengi að „ýfa brá og auka blæinn kalda“. Og Jrá er ólendandi við Þormóðssker. Það lækkar líka brátt í okkur rostinn. Við vitum, að það er oft gott, sem gamlir kveða, enda kemur það fljótlega í ljós, að við finnum til Jneytu á undan þeim gömlu. Klukkan gengur hægt, og Jretta er Jrrotlaust strit. Það er erfitt að bera á bakinu tímun- um saman og tilbreytingarlaust er það. sandur, möl og sement skiptast á, sement, sandur og möl. Hægt og hægt hækkar Her- móður á sjónum, og malar- og sandhrúg- urnar við vitastæðið hækka einnig smám saman. Við tökum óðum að Jrreytast. Brún- irnar þyngjast, skapið harðnar. Ef nokkurt tóm vinnst til, er vinnubrögðunum bölvað í sand og ösku. Mönnum verður tíðrætt um steinaldarvinnubrögð. Og einn kastar fram þeirri spurningu, hvenær verði hætt REYKJALUNDUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.