Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 11
nefnd. Síðan er byrjað að safna fé. í marz
1944 kaupir S.I.B.S. 30 hektara landspildu í
Mosfellssveit. 5. apríl 1944 ræður S.Í.B.S.
tvo arkitekta til að gera tillögu að bygging-
um og skipulagi, og hefur annar þeirra,
Gunnlaugur Halldórsson, starfað að þeim
málum ætíð síðan. Á skömmum tíma er til-
lögum skilað, svo að byggingar- og skipu-
lagsáformin eru samþykkt á 4. þingi S.Í.B.S.
6. maí 1944. 10. maí 1944 setur stjórn S.í.
B.S. sérstaka byggingarnefnd. Framkvæmd-
ir hefjast síðan 3. júní 1944 með því, að
stjórnarmenn í S.I.B.S. og nokkrir aðrir
berklasjúklingar grafa með hökum og skófl-
um grunn að fyrsta húsinu, smáhýsi, sem nú
er númer 3 við Efribraut. Byggingarfram-
kvæmdir gengu vel miðað við byggingar-
tækni á þeim tíma, svo að við opnun
Reykjalundar 1. febrúar 1945 voru fimm
smáhýsi tilbúin til notkunar og ýmissi
annarri undirbúningsvinnu lokið. Síðan er
haldið áfram byggingu fleiri smáhýsa, hafin
bygging starfsmannahúsa og 2. apríl 1946
hafin bygging aðalhússins að Reykjalundi,
sent á mælikvarða þeirra tíma var mikil
framkvæmd og byggð með meiri glæsibrag
en tíðkaðist um húsakynni þá. 1. febrúar
1950 var aðalhúsið svo tekið í notkun, fimm
árum eftir að starfsemin hófst að Reykja-
lundi. 1952 hófst bygging fyrsta vinnu-
skálans, næsta ár bygging annars skálans
og 1957 bygging hins Jrriðja. Önnur hús
eru jafnframt byggð, t. d. er árið 1955 haf-
in bygging á svonefndri Lengju og bygging
á núverandi skrifstofu og vörugeymslu.
Ennfremur á allmiklu húsbákni, sem upp-
runalega skyldi vera samkomusalur, en orð-
ið hefur að nota fyrir geymslurými undan-
farin ár. Sex smáhýsi eru reist á árunum
1963—1968, þar af þrjú byggð af Geðvernd-
arfélagi íslands. Þannig má áfram rekja
byggingarsögu Reykjalundar eftir upp-
runalegri áætlun allt fram í maímánuð
1971, að tekið er í notkun nýjasta smáhýsið,
sem þá eru orðin 18 að tölu. Furðanlega
lítil frávik hafa verið gerð á upphaflegum
bygginga- og skipulagsáformum, þótt ýms-
ar breytingar hafi að sjálfsögðu verið gerðar
á notkun húsnæðis í samræmi við þarfir
og hagræði í þeim efnum.
Þegar líða tók að Jdví, að upphaflegum
byggingaáformum að Reykjalundi var að
ljúka, var ljóst, að ástæða var til að yfirvega
ný byggingaáform með hliðsjón af starfs-
sviði Reykjalundar í endurhæfingarmálum
í dag og um næstu framtíð. Sýnt þótti, að
réttmætt væri að setja á laggirnar nýja
byggingaáætlun og má m. a. tilfæra eftir-
taldar ástæður fyrir Jrví:
1. Eftirspurn eftir vistun að Reykjalundi til
endurhæfingar af ýmsu tagi hefur verið
stórum meiri á síðari árum en hægt hefur
verið að sinna. Ýmsar ástæður eru fyrir
jDeirri eftirspurn, m. a. J:>að hlutverk, sem
Reykjalundur hefur valið sér og skapað
sem almenn endurhæfingarstofnun. Það
er því brýn þörf að auka vistrýmið að
Reykjalundi til Jress að stofnunin geti
rækt hlutverk sitt í endurhæfingarþjón-
ustu landsins.
2. Samhliða aukningu á vistrými á síðari ár-
um hefur ekki komið samsvarandi aukn-
ing á ýmsu jDjónustuhúsnæði, t. d. dag-
stofu- og borðstofurými, starfsrými til
hjúkrunar og annarar umönnunar-
þjónustu, o. fl. Umbætur á Jressum vett-
vangi eru því nauðsynlegar.
3. Ýmsar starfsgreinar endurhæfingarþjón-
ustu hafa lítt verið fáanlegar hér á landi
og veldur ýmist skortur húsnæðis, sér-
hæfðs starfsliðs eða hvorttveggja. Ein
Jiessara starfsgreina er iðjujajálfun, en
fyrir iðjuþjálfun hefur skapazt mikil þörf
að Reykjalundi. Nauðsynlegt virðist að
ætla þessum starfsgreinum húsnæði að
Reykjalundi í framtíðinni.
REYKJALUNDUR
11