Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 13

Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 13
vöru. Skrifstofan mun flytja þangað, en vörugeymsla í nýtt hús, eins og áður er lýst. b) Við þessa ráðstöfun fæst húsnæði fyrir ýmsa þætti endurhæfingar, sem ekki hefur verið unnt að sinna, m. a. vegna vönt- unar á luisnæði, svo sem iðjuþjálfun og starfshæfnisprófanir. Auk jress mun sam- komusalur sá, sem áður er nefndur, losna. Þar mun og fást húsnæði fyrir ýmsa starf- semi, sem nú er í Lengju og verður að flytj- ast þaðan vegna fyrirsjáanlegrar stækkun- arþarfa læknastöðvar, t. d. saumastofu, jivottahús o. fl. c) I Lengju fæst jrannig húsnæði fyrir áðurnefnda stækkun læknastöðvar, en einn- ig fyrir sérstaka borðstofu starfsfólks. Hin síðarnefnda ráðstöfun miðar að Jrví að létta álag á núverandi borðstofu, en auk þess eru áformaðar breytingar á húsnæði eldhúss og borðstofu til hagræðingar, svo að nýting Jsess verði betri. Þetta eru í grófum dráttum áformaðar byggmgaframkvæmdir og samfarandi breytingar á húsnæði að Reykjalundi. Þær munu vissulega bæta allar aðstæður til þjón- ustu, gera mögulegt að taka upp nýjar teg- nudir þjónustu og auka vistrýmið. Allt eru þetta markmið, sem í senn eru ákjósanleg fyrir Reykjalund og endurhæfingarstarf- semina í landinu. Framkvæmdir hófust um mitt árið 1971 með lengingu aðalbyggingar. Hafin var undirbúningsvinna að vinnuskálanum á sl. vetri, og á hann að rísa á þessu ári. í maí 1972 hófust framkvæmdir við viðbyggingu bakálmu. Áætlað er, að framkvæmdum verði lokið á árinu 1975. S.I.B.S. hyggst mæta byggingarkostnaði að hluta til með eigin fé, þ. e. ágóða Vöru- happdrættis S.I.B.S., og að öðru leyti með lánum og styrkjum úr opinberum sjóðum, svo sem lög heimila. Geðverndarfélag íslands tekur þátt í byggingaframkvæmdum samkvæmt sér- stökum samningi, sem gerður var milli jress félags og S.I.B.S. í nóvember 1971. Er hér um framhald að ræða á samvinnu félag- anna í byggingamálum, sem hófst 1967 og stuðlar að því, að vistrými er tryggt skjól- stæðingum Geðverndarfélagsins að Reykja- lundi í hlutfalli við framlag þess. I apríl 1967 voru lagðar fyrir stjórn S.í. B.S. teikningar að endanlegum frágangi lands og lóðar umhverfis Reykjalund. Tals- vert hefur verið unnið á liðnum árum að frágangi umhverfis, m. a. lagðar götur úr varanlegu efni meðfram smáhýsum, settar lýsingar þar og ræktað svæðið fyrir framan vinnuskálana og fl. Ýmsir aðrir Jrættir í um- hverfisframkvæmdum hafa af eðlilegum ástæðum orðið að bíða, Jjar til bygginga- framkvæmdir eru komnar nokkuð áleiðis. Gengið verður endanlega frá umhverfi húsa jafnóðum og byggingaframkvæmdir leyfa, en einnig frá akbrautum og bíla- stæðum. I lögum um endurhæfingu eru m. a. ákvæði um, að hér á landi verði aðstaða sköpuð til hæfnis- og starfsprófunar fyrir Jiá, sem hafa skerta starfshæfni og óska þjálf- unar. Endurhæfingarráð hefur farið þess á leit, að hluti hæfnisprófunarstarfseminnar fari fram að Reykjalundi, Jr. e. sá hluti hennar, sem viðkemur starfslegum athug- unum á vinnustað og öðrum verklegum prófunum, en auk ]:>ess vinnuþjálfun, ef svo hentar. Endurhæfingarráð fer þessa á leit, þar eð Reykjalundur er sú stofnun hér á landi, sem helzt getur tekið að sér þetta hlutverk án teljandi fyrirvara eða nýsköp- unar á tækjum og húsnæði. SamJ^ykkt hefur verið af hállu Reykjalundar, að þessi hluti hæfnisprófunarstarfseminnar fari þar íram. Til þess að svo geti orðið, þarf nokkrar breytingar að framkvæma á verkstæðunum og hluti starfseminnar að bíða húsnæðis, sem nú er í byggingu. REYKJALUNDUR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.