Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 50

Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 50
endann, og þeir halda síðan báðir saman með staurinn upp klappirnar. Allt í einu heyrist skothvellur. Selunum hér í kringum skerið hefur gengið illa að átta sig á þessum ósköpum, sem hér eru að gerast. Við höfum raskað ró þeirra. Hvað er eiginlega á seyði hérna? — Og sel- kópur hefur í barnaskap sínum og forvitni rekið upp kollinn og fengið kúlu í gegnum hausinn. Innan stundar liggur hann silki- mjúkur og gljáandi á klöppinni, steindauð- ur. Ég sæki myndavélina. Eysteinn tekur litla líkamann í fang sér, setzt niður og strýkur nærgætnislega um fallegan kropp- inn. Það er ekki laust við, að hann finni til, þegar hann sér blóðið vætla úr augum og nösum. Fjórtán flugvélar flögra yfir okkur og láta sprengjurnar rigna niður á skerj- uiium norður af. Síðan fljúga þær rétt yfir okkur, ein stingur sér niður undir jrar sem við sitjum, liallar sér að okkur, og flugmað- urinn veifar til okkar og brosir, rétt eins og hann vildi segja: Vorum við ekki hittn- ir? Gerðnrn við það ekki bara gott? — Ég held þeir ætti að koma og láta sprengjurnar rigna yfir okkur, skjóta allt helvítis klappið í hafið, segir einn okkar gremjulega. En öðrum finnst kæruleysið fullmikið í svona tali, og segja, að dagur komi eftir jrennan dag, — þá verði gaman að lifa. Hermóður hefur nú hækkað til muna á sjónum. Og sand- og malarhrúgurnar hækka að sama skapi. — Um kvöldmatinn er skerið sjálft umræðuefnið. Það er um 150 m breitt og 200 m langt og 13 m hátt, Jrar sem það er hæst. Ef brimar að ráði, gengur yfir Jrað hálft. Varla er hér sting- andi strá, jurtir þrífast fáar, vegna særoks og sjávarseltu. Á stöku stað má þó sjá skarfakál. Varla er um að ræða að hemja bát hér við skerið, nema þegar bezt lætur. Talstöðin, sem komið hafði með Hermóði, er Jrví nauðsynleg. Allir eru ugglausir um afkomu okkar. Sumum dylst Jió ekki, að lífið geti orðið ævintýralegt og jafnvel alvarlegt hérna á skerinu áður en lýkur, t. d. að komast héð- an í haust. Enginn vill Jró gerast spámaður, enda er nú lítill tími til skeggræðna um slíka hluti. Tíminn er kominn. Stýrimað- urinn og hásetinn, sem nú höfðu matazt með okkur, gefa ráðskommni hýrt auga, í óþökk okkar allra hinna, um leið og Jreir hverfa út um dyrnar. Svalur andvarinn leikur um okkur, og lognrákirnar eru nú horfnar af sjónum. Hermóður er tekinn að velta í kvöldblæn- urn, og Ægir gjálfrar í dulu skapi við klöppina. Enn er tekið til við burðinn. Nú erum við orðnir alvarlega þreyttir. Pok- arnir síkka meir og meir á okkur, og það er ekki laust við, að við skjögrum svolítið á leiðinni upp eftir, og gangurinn gerist hægari niður eftir. — En áfram er haldið í fjóra tíma samfleytt. Þá kemur lnin loks- ins hin langþráða stund, — allt er búið. Enginn fær lýst þeirri gleði, sem fer um mann, Jregar síðasti báturinn er losaður, Jregar hann rennir hvítfyssandi út að vita- skipinu um miðnæturskeiðið, — og á ekki að koma aftur. — Enginn má vera að Jrví að gefa verulegan gaum þeirri breytingu, sem nú er á orðin frá því um morguninn, Jregar við vorum heillaðir af djásnum hins rennandi dags. Nú leggst nóttin fast að með ró og værð um láð og lög. — Við erum fljótir að Jrvo okkur og tína af okkur spjarirnar, Jregar heirn í skúrinn kemur, og smeygja okkur í kojurnar. Hermóður kveður okkur með Jrví að flauta Jirisvar sinnum hressilega. Og þegar hann er ferðbúinn, skýzt hann skrið- frár á hvítfyssandi öldunum og hverfur í næturhúmið. — Og hver getur láð gamla manninum, dauðþreyttum og á sjötugs aldri, bograndi yfir þvottafatinu og tak- 50 REYK JALU NIMJK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.