Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 58

Reykjalundur - 01.06.1972, Blaðsíða 58
kerlingar og varð lítið úr verki á Vigdísar- völlum. Var sem enginn gæti innt af hendi nokkurt verk til hlítar. Tíðum varð þeim hjónum og Guðrúnu gengið út á hólinn, einkum þó Guðrúnu. Og var sem hún hefði enga eirð í sínum beinum. Risanum miðaði æ betur og betur. Eftir því sem á daginn leið lengdist vegurinn, og styttist nú óðum sá kafli er eftir var. Leið nú dagurinn unz komið var fram í myrkur. Tóku hjónin að örvænta að úr þessu mundi rætast. Guðrún var orðin von- laus. Fór hún að búa sig undir brottförina, og gerði hún jrað ekki sársaukalaust. Hjart- að barðist ótt í brjósti hennar. Bar hún sig næsta aumlega, sem vonlegt var. Hafði hún aldrei úr föðurgarði farið áður, enda ætlað sér vænlegra hlutskipti en að lenda í risa- klóm. Grét hún beisklega yl’ir örlögum sín- um. Móðir hennar reyndi að hughreysta hana þótt það kæmi einnig við lijarta henn- ar að skilja svo við dóttur sína. Bóndi horfði á dapur í bragði. Rann honum svo til rifja að sjá örvæntingu dótt- ur sinnar, að hann ákvað að gera eitthvað, hvort sem það dygði eða dygði ekki. Æstur í skapi, samanherptur og jrrútinn í andliti af reiði, yfirgaf hann mæðgurnar í þcssu ástandi. Bóndi gekk út í skemmu. Hann tók sveðju eina mikla og stóra og brýndi snarp- lega. Er hann hafði lokið því gekk hann rak- leiðis út í hraunið. Stóð það heima að ris- inn hafði lokið hlutverki sínu. Greiðfær og allgóður vegur var nú kom- inn yfir hraunið. Eins og bóndi bjóst við var risinn yfirkominn af þreytu. Var hann kominn miðja vegu til baka aftur og skjögr- aði til beggja hliða, er liann gekk. Bóndi beið risans við hraunjaðarinn. Honum var órótt. Eftir alllanga stund kom risinn að hraunjaðrinum. Gekk hann upp og niður af mæði og var þreyttur rnjög. Réðst bóndi J^egar að honum. Er hann sveiflaði sveðjunni og sá blika á hana, óx honum ásmegin. Ekki var allt afl Jorotið úr æðurn risans. Var Jretta bæði harður leikur og langur, en þó fór svo að bóndi felldi risann. Var hann svo þjakaður eftir viðureignina að hann gat sig hvergi hreyft. Er hann hafði jafnað sig dysjaði hann ris- ann þarna við hraunjaðarinn. Og heitir þar síðan Ögmundardys og hraunið Ögmund- arhraun. Má enn þann dag í dag sjá Ög- mundardys við vegarendann í Ögmundar- hrauni. Er bóndi kom heim voru lieldur en ekki fagnaðarfundir á Vigdísarvöllum. Af Guðrúnu er J^að að segja að hún gift- ist skömmu síðar og lifði við gæfu og gengi allt sitt líf. Og lýkur svo þessari sögu. (V. J. færði í letur.) 58 REVKJALUNIHJK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.